Erlent

Sefaði áhyggjur Kínverja af BNA

Engar áhyggjur Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, ræddi efnahagsmál við kínverskan starfsbróður sinn, Xi Jinping, á fundi í gær. Fréttablaðið/AP
Engar áhyggjur Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, ræddi efnahagsmál við kínverskan starfsbróður sinn, Xi Jinping, á fundi í gær. Fréttablaðið/AP
Kínverjar segjast bera fullt traust til bandarísks efnahagslífs og óttast ekki um fjárfestingu sína í ríkisskuldabréfum þótt stífir vindar hafi geisað.

Ráðamenn í Kína, þar á meðal varaforsetinn Xi Jinping og forsætisráðherrann Wen Jiabao, viðruðu þá skoðun sína í gær eftir fundi með Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna.

Kína á um 1.200 milljarða dala í ríkisskuldabréfum en Wen sagði Biden hafa sefað áhyggjur manna af erfiðleikunum í Bandaríkjunum.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×