Innlent

Allt að 71 prósents verðmunur

Skólabækur Verðkönnun ASÍ leiddi í ljós að Penninn Eymundsson í Kringlunni er oftast með hæsta verðið á nýjum skólabókum.fréttablaðið/gva
Skólabækur Verðkönnun ASÍ leiddi í ljós að Penninn Eymundsson í Kringlunni er oftast með hæsta verðið á nýjum skólabókum.fréttablaðið/gva
Penninn Eymundsson í Kringlunni er með hæsta verð á nýjum skólabókum í flestum tilfellum, samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ. Griffill er oftast með lægsta verðið.

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á nýjum og notuðum skólabókum fyrir framhaldsskóla í verslunum á höfuðborgarsvæðinu miðvikudaginn 17. ágúst. Farið var í átta verslanir og skoðað verð á þrjátíu algengum skólabókum.

Af 30 titlum var Penninn Eymundsson með hæsta verðið á 27. Griffill var með lægsta verðið á 20 titlum. Forlagið á Fiskislóð og Office 1 voru næstoftast með lægsta verðið, eða á fjórum titlum.

Mestur verðmunur var á enskubókinni „The Lord of the Flies“, en bókin var dýrust á 2.299 krónur í Pennanum Eymundsson og ódýrust á 1.345 krónur í Griffli.

Mikill verðmunur var einnig á skiptibókum, en í þeim verslunum þar sem skiptibókamarkaðir voru var Griffill oftast með lægsta útsöluverðið á notuðum skólabókum. Penninn Eymundsson var hins vegar oftast með hæsta útsöluverðið á notuðum skólabókum.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×