Milljarðarnir að verða sjö 20. ágúst 2011 00:00 Indverjum fjölgar hraðast Um miðja þessa öld má reikna með því að Indverjar verði orðnir fleiri en Kínverjar.nordicphotos/AFP Mannkyninu hefur fjölgað hratt síðustu áratugina. Síðar á þessu ári er reiknað með því að við verðum sjö milljarðar alls, samkvæmt nýrri spá franskra fræðimanna sem nota tölur frá Sameinuðu þjóðunum. Örlítið er byrjað að hægja á fjölgun mannkynsins, því tólf ár eru liðin frá því við vorum sex milljarðar talsins en reiknað er með að fjórtán ár líði þangað til áttundi milljarðurinn næst. Um miðja þessa öld má síðan reikna með að við verðum orðin níu milljarðar eða ríflega það. Búist er við að mannfjölgunin haldi síðan áfram allt þar til við náum tíu milljarða markinu undir lok aldarinnar. Ríflega helmingur mannkyns býr í sjö fjölmennustu ríkjum jarðar. Fjölmennastir eru Kínverjar, sem eru 1,33 milljarðar, en næst koma Indverjar sem eru 1,17 milljarðar. Innan fárra áratuga munu Indverjar reyndar verða orðnir fleiri en Kínverjar. Þriðja fjölmennasta landið er Bandaríkin með 307 milljónir, en þar á eftir koma Indónesar, sem eru 243 milljónir, Brasilíumenn, sem eru 191 milljón, Pakistanar, sem eru 181 milljón og Nígeríubúar, sem eru 162 milljónir talsins. Hraðast fjölgar fólki í Afríkuríkjum sunnan Sahara-eyðimerkurinnar, en einnig í sumum héruðum Afganistans, norðanverðu Indlandi og hluta Arabíuskagans. Þetta eru einmitt þau svæði jarðar þar sem fátæktin er mest og fólk á erfiðast uppdráttar. Hér á Vesturlöndum og annars staðar, þar sem velmegun ríkir að mestu, mun mannfjöldinn að mestu standa í stað. Á þessum svæðum verður fólk hins vegar æ eldra þannig að hlutfall yngra fólks mun lækka. Mannkyninu hefur reyndar fjölgað stöðugt frá árinu 1800 þegar við vorum „ekki nema“ einn milljarður. Tveggja milljarða markið náðist árið 1925 en næstu áratugina þar á eftir tók fjölgunin kipp og árið 1970 var mannfjöldinn orðinn fimm milljarðar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Mannkyninu hefur fjölgað hratt síðustu áratugina. Síðar á þessu ári er reiknað með því að við verðum sjö milljarðar alls, samkvæmt nýrri spá franskra fræðimanna sem nota tölur frá Sameinuðu þjóðunum. Örlítið er byrjað að hægja á fjölgun mannkynsins, því tólf ár eru liðin frá því við vorum sex milljarðar talsins en reiknað er með að fjórtán ár líði þangað til áttundi milljarðurinn næst. Um miðja þessa öld má síðan reikna með að við verðum orðin níu milljarðar eða ríflega það. Búist er við að mannfjölgunin haldi síðan áfram allt þar til við náum tíu milljarða markinu undir lok aldarinnar. Ríflega helmingur mannkyns býr í sjö fjölmennustu ríkjum jarðar. Fjölmennastir eru Kínverjar, sem eru 1,33 milljarðar, en næst koma Indverjar sem eru 1,17 milljarðar. Innan fárra áratuga munu Indverjar reyndar verða orðnir fleiri en Kínverjar. Þriðja fjölmennasta landið er Bandaríkin með 307 milljónir, en þar á eftir koma Indónesar, sem eru 243 milljónir, Brasilíumenn, sem eru 191 milljón, Pakistanar, sem eru 181 milljón og Nígeríubúar, sem eru 162 milljónir talsins. Hraðast fjölgar fólki í Afríkuríkjum sunnan Sahara-eyðimerkurinnar, en einnig í sumum héruðum Afganistans, norðanverðu Indlandi og hluta Arabíuskagans. Þetta eru einmitt þau svæði jarðar þar sem fátæktin er mest og fólk á erfiðast uppdráttar. Hér á Vesturlöndum og annars staðar, þar sem velmegun ríkir að mestu, mun mannfjöldinn að mestu standa í stað. Á þessum svæðum verður fólk hins vegar æ eldra þannig að hlutfall yngra fólks mun lækka. Mannkyninu hefur reyndar fjölgað stöðugt frá árinu 1800 þegar við vorum „ekki nema“ einn milljarður. Tveggja milljarða markið náðist árið 1925 en næstu áratugina þar á eftir tók fjölgunin kipp og árið 1970 var mannfjöldinn orðinn fimm milljarðar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira