Ábyrgðin er okkar 20. ágúst 2011 06:00 dagur B. Eggertsson Fulltrúar sveitarstjórna í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri telja ábyrgð sveitarfélaganna á stöðu leikskólakennara töluverða. Árangurslausum kjaraviðræðum Félags leikskólakennara og samninganefndar sveitarfélaganna lauk á ný rétt eftir hádegi í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan ellefu í dag. Ef ekki næst að semja fara leikskólakennarar í verkfall á mánudag. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, hefur áhyggjur af yfirvofandi verkfalli og segir það vond tíðindi fyrir alla ef það skelli á. „Af reynslu finnst mér ekki síður mikilvægt að gefa þeim frið til að semja um helgina áður en til verkfalls komi," segir Dagur. „Ég bind vonir við að aðilar reyni alveg til þrautar." Dagur vill ekki gefa upp sína skoðun á því hvort kröfur leikskólakennara séu réttmætar og vísar aftur til vinnufriðs samninganefndanna. „En auðvitað eru margar stéttir í samfélaginu sem eiga skilið hærri laun," bætir hann við. Hann telur ábyrgð borgarinnar í þessum málum mjög ríka. „Við berum ábyrgð gagnvart börnunum, fjölskyldum þeirra og öllu okkar starfsfólki." Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, tekur undir orð Dags og segir mikilvægt að leyfa samninganefndinni að vinna sína vinnu í friði. „Vitaskuld höfum við áhyggjur af ástandinu, atvinnulífinu og þeim fjölskyldum sem munu klárlega lenda í vandræðum ef til verkfalls kemur," segir hann. Spurður hvort hann telji að sveitarstjórnir beri ábyrgð í málinu svarar Guðmundur því játandi. „Auðvitað bera sveitarstjórnir ábyrgð á sínum gjörðum; eitt af því sem þær hafa ákveðið er að hafa kjaramálin svona sem atvinnurekandi og framselja sitt samningsumboð til sambandsins," segir hann. „Sem þýðir um leið að þau geta ekki farið að grípa til aðgerða einhliða. Þegar maður fer í samstarf verður maður að taka þátt í því alla leið."guðrún pálsdóttir*Guðmundur segist hafa mikla samúð með kröfum launafólks, en vill ekki tjá sig um sínar skoðanir á kröfum leikskólakennara að svo stöddu í ljósi viðræðna. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir sveitarfélögin bera ábyrgð í því ljósi að þau séu rekin á skynsamlegan hátt í alla staði. Hann telur kröfur leikskólakennara heldur meiri en þær sem samið hafi verið um í sumar. „Það má deila um hvort þær séu sanngjarnar, en þær eru meiri en það sem við teljum að við getum ráðið við," segir Eiríkur og bætir við að komi til verkfalls á mánudag muni Akureyrarbær takast á við það af yfirvegun, en það muni bitna á öllu atvinnulífinu. Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur áhyggjur af yfirvofandi verkfalli og vonast til þess að samningar náist. „En oft hafa samningar náðst á allra síðustu stundu og við vonum að það gerist í þessu tilviki," segir hún. Hún hefur fulla trú á samninganefndinni og treystir henni fullkomlega til að klára viðræðurnar. sunna@frettabladid.isEiríkur Björn BjörgvinssonLeikskólabörn Öllum leikskólum á Akureyri, Hafnarfirði og Kópavogi verður lokað á mánudag ef til verkfalls kemur. fréttablaðið/stefán Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fulltrúar sveitarstjórna í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri telja ábyrgð sveitarfélaganna á stöðu leikskólakennara töluverða. Árangurslausum kjaraviðræðum Félags leikskólakennara og samninganefndar sveitarfélaganna lauk á ný rétt eftir hádegi í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan ellefu í dag. Ef ekki næst að semja fara leikskólakennarar í verkfall á mánudag. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, hefur áhyggjur af yfirvofandi verkfalli og segir það vond tíðindi fyrir alla ef það skelli á. „Af reynslu finnst mér ekki síður mikilvægt að gefa þeim frið til að semja um helgina áður en til verkfalls komi," segir Dagur. „Ég bind vonir við að aðilar reyni alveg til þrautar." Dagur vill ekki gefa upp sína skoðun á því hvort kröfur leikskólakennara séu réttmætar og vísar aftur til vinnufriðs samninganefndanna. „En auðvitað eru margar stéttir í samfélaginu sem eiga skilið hærri laun," bætir hann við. Hann telur ábyrgð borgarinnar í þessum málum mjög ríka. „Við berum ábyrgð gagnvart börnunum, fjölskyldum þeirra og öllu okkar starfsfólki." Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, tekur undir orð Dags og segir mikilvægt að leyfa samninganefndinni að vinna sína vinnu í friði. „Vitaskuld höfum við áhyggjur af ástandinu, atvinnulífinu og þeim fjölskyldum sem munu klárlega lenda í vandræðum ef til verkfalls kemur," segir hann. Spurður hvort hann telji að sveitarstjórnir beri ábyrgð í málinu svarar Guðmundur því játandi. „Auðvitað bera sveitarstjórnir ábyrgð á sínum gjörðum; eitt af því sem þær hafa ákveðið er að hafa kjaramálin svona sem atvinnurekandi og framselja sitt samningsumboð til sambandsins," segir hann. „Sem þýðir um leið að þau geta ekki farið að grípa til aðgerða einhliða. Þegar maður fer í samstarf verður maður að taka þátt í því alla leið."guðrún pálsdóttir*Guðmundur segist hafa mikla samúð með kröfum launafólks, en vill ekki tjá sig um sínar skoðanir á kröfum leikskólakennara að svo stöddu í ljósi viðræðna. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir sveitarfélögin bera ábyrgð í því ljósi að þau séu rekin á skynsamlegan hátt í alla staði. Hann telur kröfur leikskólakennara heldur meiri en þær sem samið hafi verið um í sumar. „Það má deila um hvort þær séu sanngjarnar, en þær eru meiri en það sem við teljum að við getum ráðið við," segir Eiríkur og bætir við að komi til verkfalls á mánudag muni Akureyrarbær takast á við það af yfirvegun, en það muni bitna á öllu atvinnulífinu. Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur áhyggjur af yfirvofandi verkfalli og vonast til þess að samningar náist. „En oft hafa samningar náðst á allra síðustu stundu og við vonum að það gerist í þessu tilviki," segir hún. Hún hefur fulla trú á samninganefndinni og treystir henni fullkomlega til að klára viðræðurnar. sunna@frettabladid.isEiríkur Björn BjörgvinssonLeikskólabörn Öllum leikskólum á Akureyri, Hafnarfirði og Kópavogi verður lokað á mánudag ef til verkfalls kemur. fréttablaðið/stefán
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira