Vill leika stórt hlutverk í umbreyttu stjórnmálakerfi 3. ágúst 2011 08:30 Jens Stoltenberg var meðal þeirra sem mættu í útför Monu Abdinur, sem lést í Útey. Mörg fórnarlambanna hafa verið jörðuð undanfarna daga. Nordicphotos/afp Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill að ríkisstjórn Noregs fari frá völdum og að hann sjálfur gegni stóru hlutverki í nýju stjórnmálakerfi í landinu. Þetta er meðal krafa sem hann hefur sett fram, að sögn Geir Lippestad, verjanda hans. Breivik hefur sett fram tvo kröfulista. Sá fyrri er svipaður listum sem fangar setja iðulega fram og þar fer hann til dæmis fram á að fá sígarettur og að ganga í venjulegum fötum í fangelsinu. Sá síðari er mjög óraunhæfur og langt frá raunveruleikanum, segir Lippestad. Listinn sýni að Breivik viti ekki hvernig samfélagið virki. Hann vill að kröfunum á seinni listanum verði mætt og setur það sem skilyrði fyrir því að hann veiti upplýsingar um meintar aðrar hryðjuverkasellur. „Það er algjörlega ómögulegt að uppfylla þessar kröfur,“ segir Lippestad, en meðal þess sem Breivik vill er að geðheilbrigði hans verði rannsakað af japönskum sérfræðingum. Hann telur að japanskir sérfræðingar muni skilja hann mun betur en evrópskir. Jafnframt segir Lippestad að kröfurnar feli í sér gjörbreytt norskt og evrópskt samfélag, þar á meðal afsögn norsku ríkisstjórnarinnar. Hann vill umfangsmiklar breytingar á stjórnmálakerfinu og fá að gegna þar stóru hlutverki. Lippestad vildi ekki gefa nánari upplýsingar um þessar breytingar á samfélögum, en sagði ljóst að Breivik skildi ekki stöðu sína. Lögreglan hefur nú lokið rannsókn sinni á sprengjusvæðinu í miðborg Óslóar. Enn er þó unnið að rannsókninni í Útey, en hafist hefur verið handa við að hreinsa eyjuna. Þá er verið að safna saman eigum ungmenna sem skildar voru eftir þar hinn 22. júlí. Jens Stoltenberg forsætisráðherra sagði við þingmenn á mánudag að stjórnmálaflokkar ættu að velja orð sín af meiri varkárni í framtíðinni, og hefur verið talið að hann hafi verið að beina orðum sínum til Framfaraflokksins, sem hefur talað gegn innflytjendum. Breivik var meðlimur í flokknum um nokkurra ára skeið en Siv Jensen, formaður flokksins, segir að Breivik hafi aldrei tekið mikinn þátt í starfi flokksins. „Við hefðum ekki getað séð neitt af þessu fyrir,“ segir hún. Meirihluti Norðmanna telur að refsingar fyrir alvarlega glæpi séu of vægar, samkvæmt könnun norska dagblaðið Verdens gang. 65 prósent aðspurðra telja refsingarnar of vægar, 24 prósent sanngjarnar og tvö prósent of harðar. thorunn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill að ríkisstjórn Noregs fari frá völdum og að hann sjálfur gegni stóru hlutverki í nýju stjórnmálakerfi í landinu. Þetta er meðal krafa sem hann hefur sett fram, að sögn Geir Lippestad, verjanda hans. Breivik hefur sett fram tvo kröfulista. Sá fyrri er svipaður listum sem fangar setja iðulega fram og þar fer hann til dæmis fram á að fá sígarettur og að ganga í venjulegum fötum í fangelsinu. Sá síðari er mjög óraunhæfur og langt frá raunveruleikanum, segir Lippestad. Listinn sýni að Breivik viti ekki hvernig samfélagið virki. Hann vill að kröfunum á seinni listanum verði mætt og setur það sem skilyrði fyrir því að hann veiti upplýsingar um meintar aðrar hryðjuverkasellur. „Það er algjörlega ómögulegt að uppfylla þessar kröfur,“ segir Lippestad, en meðal þess sem Breivik vill er að geðheilbrigði hans verði rannsakað af japönskum sérfræðingum. Hann telur að japanskir sérfræðingar muni skilja hann mun betur en evrópskir. Jafnframt segir Lippestad að kröfurnar feli í sér gjörbreytt norskt og evrópskt samfélag, þar á meðal afsögn norsku ríkisstjórnarinnar. Hann vill umfangsmiklar breytingar á stjórnmálakerfinu og fá að gegna þar stóru hlutverki. Lippestad vildi ekki gefa nánari upplýsingar um þessar breytingar á samfélögum, en sagði ljóst að Breivik skildi ekki stöðu sína. Lögreglan hefur nú lokið rannsókn sinni á sprengjusvæðinu í miðborg Óslóar. Enn er þó unnið að rannsókninni í Útey, en hafist hefur verið handa við að hreinsa eyjuna. Þá er verið að safna saman eigum ungmenna sem skildar voru eftir þar hinn 22. júlí. Jens Stoltenberg forsætisráðherra sagði við þingmenn á mánudag að stjórnmálaflokkar ættu að velja orð sín af meiri varkárni í framtíðinni, og hefur verið talið að hann hafi verið að beina orðum sínum til Framfaraflokksins, sem hefur talað gegn innflytjendum. Breivik var meðlimur í flokknum um nokkurra ára skeið en Siv Jensen, formaður flokksins, segir að Breivik hafi aldrei tekið mikinn þátt í starfi flokksins. „Við hefðum ekki getað séð neitt af þessu fyrir,“ segir hún. Meirihluti Norðmanna telur að refsingar fyrir alvarlega glæpi séu of vægar, samkvæmt könnun norska dagblaðið Verdens gang. 65 prósent aðspurðra telja refsingarnar of vægar, 24 prósent sanngjarnar og tvö prósent of harðar. thorunn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira