Annie Mist hraustasta kona í heimi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 2. ágúst 2011 08:00 Annie Mist Þórisdóttir sést hér taka vel á því í síðustu greininni þar sem hún tryggði sér sigurinn. Mynd/Daði Hrafn Sveinbjarnarson Annie Mist Þórisdóttir gerði sér lítið fyrir og vann Heimsleikana í Crossfit um helgina í Home Depot Center í Carson í Kaliforníu. Sigur Annie var einkar glæsilegur en hún fékk 842 stig en heimsmeistari síðasta árs, Kristan Clever, varð önnur með 799 stig. Annie og Clever voru hlið við hlið í brautinni í þremur síðustu greinunum og því mikil keppni þeirra á milli en stutt hvíld var á milli hverrar greinar í lokin. „Ég vissi að ég var með ellefu stiga forskot þegar við fórum inn í síðustu keppnina. Ég hugsaði ekki um annað en að vinna hana í öllum greinunum í lokin og mér tókst það," sagði Annie í samtali við Fréttablaðið frá Bandaríkjunum skömmu eftir að hún vaknaði en þá var sigurinn enn að síast inn. „Mér líður ótrúlega vel. Það er erfitt að lýsa því. Maður er himinlifandi, það er ótrúleg tilfinning að ná þessum áfanga," sagði Annie, sem fór með það markmið til Bandaríkjanna að vinna mótið þó hún segist ekki hafa búist beinlínis við því að sigra. „Maður er búinn að leggja gífurlega mikið á sig, síðasta árið sérstaklega. Ég náði öðru sæti í fyrra og þá fór maður að hugsa að maður ætti séns og þá leggur maður allt í þetta. Ég er með tvo erlenda þjálfara og fylgi æfingaáætlun frá þeim. Ég æfi á morgnana og seinni partinn og síðan er ég líka að kenna crossfit þannig að lífið hefur verið crossfit síðasta árið." „Aðstæður til æfinga í Boot Camp eru alveg nógu góðar fyrir þetta ef maður tekur nóg á," sagði Annie hlæjandi og bætti við: „Ég er í miklu sambandi við þjálfarana mína erlendis og hef farið út til að hitta þjálfara sem mig hefur vantað að hitta, þjálfara í ólympískum lyftingum og fleiru," sagði Annie, sem er með samning við Reebok sem fjármagnaði þátttöku hennar í Heimsleikunum. „Áður en ég náði samningi við Reebok fór ég víða að reyna að safna styrkjum þar sem ÍSÍ hjálpaði ekkert og það er erfitt að fá styrki frá fyrirtækjum þegar íþróttin er ekki innan ÍSÍ. Þess vegna hef ég skoðað leiðir til að komast inn í ÍSÍ, bæði í gegnum frjálsar íþróttir eða lyftingasambandið, og vonandi á það eftir ganga eftir einhvern tímann. Þetta er íþrótt," sagði Annie Mist. Allir keppendur fóru í lyfjapróf að mótinu loknu að sögn Annie, sem er hvergi hætt enda aðeins 21 árs gömul. „Ætli ég þurfi ekki bara að stefna að því að verða fyrsta manneskjan til að vinna tvö ár í röð. Ég veit ekki hvert ég stefni en á meðan ég hef svona gaman af crossfit þá held ég áfram." Íþróttir Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira
Annie Mist Þórisdóttir gerði sér lítið fyrir og vann Heimsleikana í Crossfit um helgina í Home Depot Center í Carson í Kaliforníu. Sigur Annie var einkar glæsilegur en hún fékk 842 stig en heimsmeistari síðasta árs, Kristan Clever, varð önnur með 799 stig. Annie og Clever voru hlið við hlið í brautinni í þremur síðustu greinunum og því mikil keppni þeirra á milli en stutt hvíld var á milli hverrar greinar í lokin. „Ég vissi að ég var með ellefu stiga forskot þegar við fórum inn í síðustu keppnina. Ég hugsaði ekki um annað en að vinna hana í öllum greinunum í lokin og mér tókst það," sagði Annie í samtali við Fréttablaðið frá Bandaríkjunum skömmu eftir að hún vaknaði en þá var sigurinn enn að síast inn. „Mér líður ótrúlega vel. Það er erfitt að lýsa því. Maður er himinlifandi, það er ótrúleg tilfinning að ná þessum áfanga," sagði Annie, sem fór með það markmið til Bandaríkjanna að vinna mótið þó hún segist ekki hafa búist beinlínis við því að sigra. „Maður er búinn að leggja gífurlega mikið á sig, síðasta árið sérstaklega. Ég náði öðru sæti í fyrra og þá fór maður að hugsa að maður ætti séns og þá leggur maður allt í þetta. Ég er með tvo erlenda þjálfara og fylgi æfingaáætlun frá þeim. Ég æfi á morgnana og seinni partinn og síðan er ég líka að kenna crossfit þannig að lífið hefur verið crossfit síðasta árið." „Aðstæður til æfinga í Boot Camp eru alveg nógu góðar fyrir þetta ef maður tekur nóg á," sagði Annie hlæjandi og bætti við: „Ég er í miklu sambandi við þjálfarana mína erlendis og hef farið út til að hitta þjálfara sem mig hefur vantað að hitta, þjálfara í ólympískum lyftingum og fleiru," sagði Annie, sem er með samning við Reebok sem fjármagnaði þátttöku hennar í Heimsleikunum. „Áður en ég náði samningi við Reebok fór ég víða að reyna að safna styrkjum þar sem ÍSÍ hjálpaði ekkert og það er erfitt að fá styrki frá fyrirtækjum þegar íþróttin er ekki innan ÍSÍ. Þess vegna hef ég skoðað leiðir til að komast inn í ÍSÍ, bæði í gegnum frjálsar íþróttir eða lyftingasambandið, og vonandi á það eftir ganga eftir einhvern tímann. Þetta er íþrótt," sagði Annie Mist. Allir keppendur fóru í lyfjapróf að mótinu loknu að sögn Annie, sem er hvergi hætt enda aðeins 21 árs gömul. „Ætli ég þurfi ekki bara að stefna að því að verða fyrsta manneskjan til að vinna tvö ár í röð. Ég veit ekki hvert ég stefni en á meðan ég hef svona gaman af crossfit þá held ég áfram."
Íþróttir Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti