Hættu að hræða fólk, Jón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 27. júlí 2011 06:00 Jón Bjarnason er merkilegur stjórnmálamaður. Hann hefur verið mikið í fréttum að undanförnu vegna fyrirhugaðra hækkana á íslensku lambakjöti. Íslenskir bændur eru í þeirri óskastöðu að geta flutt út íslenskt lamb og grætt vel. Á móti er bannað að flytja inn erlent kjöt, ef á þarf að halda vegna eftirspurnar hér. Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Íslands, segir að það komi ekki til greina, þrátt fyrir samninga þess efnis um að ákveðinn innflutning eigi að leyfa. Sem rök fyrir máli sínu notar Jón Bjarnason „fæðu og matvælaöryggi" landsins. Kjarninn í þeim rökum er sá að allur innflutningur á landbúnaðarafurðum (og þetta tengist að sjálfsögðu ESB-málinu, þar sem tollar á ESB-landbúnaðarafurðir myndu falla niður við aðild) myndi ganga af íslenskum landbúnaði dauðum. Rústa landbúnaðinn, eins og sumum bændum er tamt að segja. Það er hinsvegar svo að í engu ríki sem gengið hefur í ESB hefur landbúnaður lagst í rúst! Nýlegt dæmi um hið gagnstæða er hið mikla landbúnaðarland, Pólland, sem gekk í ESB árið 2004. Þar hefur ESB styrkt landbúnað og eflt þá atvinnugrein í samvinnu við pólsk stjórnvöld. Þar með hefur aðild stóraukið „fæðu- og matvælaöryggi" Póllands og nútímavætt pólskan landbúnað, gert hann samkeppnishæfari! Nefna má í þessu sambandi að útflutningur á pólskum landbúnaðarafurðum hefur stóraukist og um 70% útflutnings fara til ESB, mest Þýskalands. Pólskir bændur undirbjuggu aðild mjög gaumgæfilega (settu m.a. upp nýjar stofnanir og annað) og þegar að sjálfri aðildinni kom var fyrirfram ákveðið fjármagn notað til þess að framkvæma nauðsynlegar umbætur, sem búið var að ákveða. Þetta stuðlaði að miklum vexti í landbúnaði Póllands. Þessu er algerlega farið á hinn veginn hér á Íslandi og mikil andstaða við þetta meðal bænda. Það hlýtur að teljast athyglisvert og vekur upp þá spurningu hvort íslenskir bændur séu á móti umbótum? Um miðja síðustu öld starfaði um þriðjungur vinnandi fólks við landbúnað á Íslandi. Nú er hlutfallið komið niður i 2,5% (tölur frá 2008). Allt þetta án aðkomu ESB! Og „fæðu- og matvælaöryggið" er óskert, hér hefur enginn dáið úr hungri, sem betur fer! Á sama tíma hefur þeim sem vinna við viðskipti og þjónustu fjölgað úr rúmum 30% í rúm 70%. Skýringanna er sennilega að leita í aukinni alþjóðavæðingu, ekki síst auknum samskiptum Íslands og Evrópu á undanförnum áratugum, meðal annars EES-samningnum. Hann heldur okkur hinsvegar fyrir utan alla ákvarðanatöku í málefnum Evrópu. Að vera að hræða fólk og slá ryki í augu þess með því að ala á ótta í sambandi við fæðu og matvælaöryggi er í raun fyrir neðan virðingu ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Þetta eru svo fáránleg rök og það er ekki fótur fyrir þeim. Það sér líka hver maður í gegnum þetta! Verði hér meiriháttar hamfarir, sem valda því að allt flug og allar skipasamgöngur leggist hér af svo vikum skiptir er hægt að ræða í alvöru ógnir í sambandi við fæðuöryggi, þar sem langstærstur hluti matvæla á Íslandi er innfluttur (frá Evrópu). Og varla verður hægt að kenna ESB um náttúruhamfarir! Að reisa sífellda múra, hindra viðskipti og svo framvegis er aðferðafræði sem tilheyrði síðustu öld, ekki þessari! Væri ekki nær að Jón Bjarnason ynni að því að efla íslenskan landbúnað og gera hann samkeppnishæfan? Í því fælist t.d. að skapa bændum eðlilegt rekstrarumhverfi með afnámi verðtryggingar, lágum vöxtum, lágri verðbólgu, sem og auknum aðgangi að rannsóknum og þróun til nýsköpunar í landbúnaði, svo dæmi sé tekið. Þetta fæst með fullri aðild að ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Jón Bjarnason er merkilegur stjórnmálamaður. Hann hefur verið mikið í fréttum að undanförnu vegna fyrirhugaðra hækkana á íslensku lambakjöti. Íslenskir bændur eru í þeirri óskastöðu að geta flutt út íslenskt lamb og grætt vel. Á móti er bannað að flytja inn erlent kjöt, ef á þarf að halda vegna eftirspurnar hér. Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Íslands, segir að það komi ekki til greina, þrátt fyrir samninga þess efnis um að ákveðinn innflutning eigi að leyfa. Sem rök fyrir máli sínu notar Jón Bjarnason „fæðu og matvælaöryggi" landsins. Kjarninn í þeim rökum er sá að allur innflutningur á landbúnaðarafurðum (og þetta tengist að sjálfsögðu ESB-málinu, þar sem tollar á ESB-landbúnaðarafurðir myndu falla niður við aðild) myndi ganga af íslenskum landbúnaði dauðum. Rústa landbúnaðinn, eins og sumum bændum er tamt að segja. Það er hinsvegar svo að í engu ríki sem gengið hefur í ESB hefur landbúnaður lagst í rúst! Nýlegt dæmi um hið gagnstæða er hið mikla landbúnaðarland, Pólland, sem gekk í ESB árið 2004. Þar hefur ESB styrkt landbúnað og eflt þá atvinnugrein í samvinnu við pólsk stjórnvöld. Þar með hefur aðild stóraukið „fæðu- og matvælaöryggi" Póllands og nútímavætt pólskan landbúnað, gert hann samkeppnishæfari! Nefna má í þessu sambandi að útflutningur á pólskum landbúnaðarafurðum hefur stóraukist og um 70% útflutnings fara til ESB, mest Þýskalands. Pólskir bændur undirbjuggu aðild mjög gaumgæfilega (settu m.a. upp nýjar stofnanir og annað) og þegar að sjálfri aðildinni kom var fyrirfram ákveðið fjármagn notað til þess að framkvæma nauðsynlegar umbætur, sem búið var að ákveða. Þetta stuðlaði að miklum vexti í landbúnaði Póllands. Þessu er algerlega farið á hinn veginn hér á Íslandi og mikil andstaða við þetta meðal bænda. Það hlýtur að teljast athyglisvert og vekur upp þá spurningu hvort íslenskir bændur séu á móti umbótum? Um miðja síðustu öld starfaði um þriðjungur vinnandi fólks við landbúnað á Íslandi. Nú er hlutfallið komið niður i 2,5% (tölur frá 2008). Allt þetta án aðkomu ESB! Og „fæðu- og matvælaöryggið" er óskert, hér hefur enginn dáið úr hungri, sem betur fer! Á sama tíma hefur þeim sem vinna við viðskipti og þjónustu fjölgað úr rúmum 30% í rúm 70%. Skýringanna er sennilega að leita í aukinni alþjóðavæðingu, ekki síst auknum samskiptum Íslands og Evrópu á undanförnum áratugum, meðal annars EES-samningnum. Hann heldur okkur hinsvegar fyrir utan alla ákvarðanatöku í málefnum Evrópu. Að vera að hræða fólk og slá ryki í augu þess með því að ala á ótta í sambandi við fæðu og matvælaöryggi er í raun fyrir neðan virðingu ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Þetta eru svo fáránleg rök og það er ekki fótur fyrir þeim. Það sér líka hver maður í gegnum þetta! Verði hér meiriháttar hamfarir, sem valda því að allt flug og allar skipasamgöngur leggist hér af svo vikum skiptir er hægt að ræða í alvöru ógnir í sambandi við fæðuöryggi, þar sem langstærstur hluti matvæla á Íslandi er innfluttur (frá Evrópu). Og varla verður hægt að kenna ESB um náttúruhamfarir! Að reisa sífellda múra, hindra viðskipti og svo framvegis er aðferðafræði sem tilheyrði síðustu öld, ekki þessari! Væri ekki nær að Jón Bjarnason ynni að því að efla íslenskan landbúnað og gera hann samkeppnishæfan? Í því fælist t.d. að skapa bændum eðlilegt rekstrarumhverfi með afnámi verðtryggingar, lágum vöxtum, lágri verðbólgu, sem og auknum aðgangi að rannsóknum og þróun til nýsköpunar í landbúnaði, svo dæmi sé tekið. Þetta fæst með fullri aðild að ESB.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun