Kalla eftir evrópskri samstöðu gegn hatri 26. júlí 2011 06:45 Zapatero og Cameron áttu fund í gær og ræddu meðal annars hryðjuverkin í Noregi. Nordicphotos/AFP José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, kallaði í gær eftir samevrópskum viðbrögðum gegn útlendingahatri og fordómum í kjölfar hinna hryllilegu hryðjuverkaárása í Noregi. „Þetta er einhver alvarlegasti atburður sem átt hefur sér stað í Evrópu. Hann kallar á viðbrögð, evrópsk viðbrögð, til varnar frelsi og lýðræði og gegn öfgum,“ sagði Zapatero á blaðamannafundi með David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í London í gær. Zapatero hvatti í kjölfarið leiðtoga Evrópuríkja til að sameinast um viðbrögð. Í kjölfarið vottaði Cameron fórnarlömbum árásanna samúð sína og bætti svo við: „Bretland og Spánn hafa bæði orðið fyrir barðinu á hræðilegum hryðjuverkum í fortíðinni og ég veit að við munum báðir bjóða Norðmönnum allan þann stuðning sem við getum á næstu dögum.“ Anders Behring Breivik, sem játað hefur á sig árásirnar, gaf út á netinu 1500 blaðsíðna stefnuyfirlýsingu daginn sem árásirnar áttu sér stað. Í stefnuyfirlýsingunni lýsir hann yfir stríði gegn þeim ríkisstjórnum og stjórnmálaöflum í Evrópu sem eru umburðarlynd gagnvart íslam. Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt árásirnar á síðustu dögum en margir hafa endurómað orð Carls Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, frá því á föstudag: „Nú erum við öll Norðmenn.“ - mþl Hryðjuverk í Útey Noregur Spánn Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, kallaði í gær eftir samevrópskum viðbrögðum gegn útlendingahatri og fordómum í kjölfar hinna hryllilegu hryðjuverkaárása í Noregi. „Þetta er einhver alvarlegasti atburður sem átt hefur sér stað í Evrópu. Hann kallar á viðbrögð, evrópsk viðbrögð, til varnar frelsi og lýðræði og gegn öfgum,“ sagði Zapatero á blaðamannafundi með David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í London í gær. Zapatero hvatti í kjölfarið leiðtoga Evrópuríkja til að sameinast um viðbrögð. Í kjölfarið vottaði Cameron fórnarlömbum árásanna samúð sína og bætti svo við: „Bretland og Spánn hafa bæði orðið fyrir barðinu á hræðilegum hryðjuverkum í fortíðinni og ég veit að við munum báðir bjóða Norðmönnum allan þann stuðning sem við getum á næstu dögum.“ Anders Behring Breivik, sem játað hefur á sig árásirnar, gaf út á netinu 1500 blaðsíðna stefnuyfirlýsingu daginn sem árásirnar áttu sér stað. Í stefnuyfirlýsingunni lýsir hann yfir stríði gegn þeim ríkisstjórnum og stjórnmálaöflum í Evrópu sem eru umburðarlynd gagnvart íslam. Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt árásirnar á síðustu dögum en margir hafa endurómað orð Carls Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, frá því á föstudag: „Nú erum við öll Norðmenn.“ - mþl
Hryðjuverk í Útey Noregur Spánn Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira