Einkaframkvæmdarstefnan Þorsteinn Pálsson skrifar 23. júlí 2011 06:00 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur í sumar sætt gagnrýni margra fyrir að stöðva vegaframkvæmdir og nýja fangelsisbyggingu. Ágreiningslaust er að framkvæmdirnar eru brýnar og ríkissjóður er tómur. Fordómar ráðherrans gagnvart því sem kallað er einkaframkvæmd eru sagðir ráða því að allt situr fast. Að því gefnu að slíkir fordómar ráði afstöðu ráðherrans má með nokkrum sanni segja að hann hafi með rangri pólitískri tilvísun komist að efnahagslega réttri niðurstöðu. Einkaframkvæmd opinberra viðfangsefna getur verið hagkvæm fyrir skattgreiðendur. Samkeppni leiðir oftast nær til lægri kostnaðar. Í öllum tilvikum þarf fjármögnunin hins vegar að vera trygg og sýnileg í bókhaldinu og innan þeirra marka sem ríkissjóður ræður við á hverjum tíma. Eigi að greiða kostnaðinn með afnotagjöldum þurfa þau aukheldur að vera varanleg og innan þeirra marka sem skynsamlegt er að leggja á neytendur. Hitt er líka þekkt að kostnaður verði meiri við einkaframkvæmd opinberra viðfangsefna. Það getur til að mynda gerst þegar nota þarf lánsfé til framkvæmdanna. Ríkissjóður á þá oft kost á hagstæðari lánum en aðrir. Mikilvægt er að gæta að slíkum aðstæðum, sérstaklega þegar reikningurinn lendir á endanum beint á skattgreiðendum en er ekki borinn af valkvæðum notendagjöldum.Íhaldsstefnan Að baki varfærni í þessum efnum liggja því góð og gild íhaldssjónarmið í ríkisfjármálum. Víða hefur gætt tilhneigingar til þess að hafa slík viðhorf að litlu eða engu. Fram hjá því verður ekki horft að einkaframkvæmdarformið er stundum misnotað í þeim tilgangi að fara á svig við sett markmið um aðhald í opinberum rekstri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur í nokkrum tilvikum lokað augunum fyrir því að ríkisstjórnin hagnýtti einkaframkvæmdarformið til að fara hjáleið um þau aðhaldsmarkmið sem sjóðurinn sjálfur setti. Þetta þýðir að á næsta kjörtímabili gætu komið fram veikleikar í ríkisfjármálum vegna ákvarðana sem teknar hafa verið í tíð núverandi stjórnar og byggja ekki á traustri tekjuöflun. Ekkert af þessu er þó vísvitandi falið eins og gert var í Grikklandi en þjóðhagslegar afleiðingar vinnubragða af þessu tagi eru eigi að síður þær sömu. Fyrir þá sök er mikilvægt að greina hvert tilvik og meta með íhaldssömum ríkisfjármálamælikvörðum hversu örugg endurgreiðsla lánanna er. Þó að innanríkisráðherrann veigri sér við að bregða íhaldsstefnunni fyrir sig sem rökum í þessum þrætum verður að virða honum til betri vegar að niðurstaða hans hefur verið í samræmi við hana. Það er svo sjaldgæft að ráðherrann komist að niðurstöðu sem samræmist góðum og gildum íhaldssjónarmiðum að fremur er ástæða til að fagna en kvarta þegar það gerist.Þversumstefnan Svo má vel vera að þetta sé of gott til að vera satt. Hu gsanlega fær innanríkisráðherrann á endanum að byggja fangelsið með því að senda reikninginn án krókaleiða á ríkissjóð þó að þar séu engar krónur til að borga með. Þá situr fjármálaráðherrann uppi með svarta Pétur aukins ríkissjóðshalla. Það myndi staðfesta þær áhyggjur erlendu matsfyrirtækjanna, sem fram komu í vikunni, að úthald ríkisstjórnarinnar til áframhaldandi aðhalds í ríkisfjármálunum sé á þrotum og því séu efnahagshorfurnar neikvæðar. Fjölmörg merki hrannast nú upp um aðsteðjandi hættur í ríkisfjármálunum þó að markmiðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi að mestu verið náð fram til þessa. Sannleikurinn er sá að sjóðurinn féllst á mjög milda aðlögun ríkisfjármálanna að nýjum aðstæðum á þeirri forsendu að gripið yrði til sérstakra aðgerða á sviði orkunýtingar til að auka hagvöxt hratt og örugglega. Þannig átti að tryggja ríkissjóði traustar framtíðartekjur. Ríkisstjórnin brást í því að efna þessa forsendu hægfara ríkisfjármálaaðlögunar. Því ræður þversumstefna gegn orkunýtingu og þjóðhagslegri hagkvæmni í sjávarútvegi. Bót verður ekki ráðin á því með opinberum framkvæmdum ef framtíðartekjuöflun ríkissjóðs er byggð á sandi. Það er heldur ekki áhættulaust fyrir lífeyrissjóðina að lána ríkissjóði ef engin verðmætasköpun er í augsýn sem getur orðið undirstaða þeirra framtíðartekna sem standa eiga undir endurgreiðslu lánanna. Kjarni málsins er sá að andóf innanríkisráðherrans við að fara með verkefni út fyrir ríkisbókhaldið er ekki gilt efni til gagnrýni. Meiri þörf er á að beina henni annars vegar að þeirri lausung sem virðist vera að taka við af aðhaldi í ríkisfjármálunum og hins vegar að þversumhugsjón ríkisstjórnarinnar gegn arðsemi og hagvexti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur í sumar sætt gagnrýni margra fyrir að stöðva vegaframkvæmdir og nýja fangelsisbyggingu. Ágreiningslaust er að framkvæmdirnar eru brýnar og ríkissjóður er tómur. Fordómar ráðherrans gagnvart því sem kallað er einkaframkvæmd eru sagðir ráða því að allt situr fast. Að því gefnu að slíkir fordómar ráði afstöðu ráðherrans má með nokkrum sanni segja að hann hafi með rangri pólitískri tilvísun komist að efnahagslega réttri niðurstöðu. Einkaframkvæmd opinberra viðfangsefna getur verið hagkvæm fyrir skattgreiðendur. Samkeppni leiðir oftast nær til lægri kostnaðar. Í öllum tilvikum þarf fjármögnunin hins vegar að vera trygg og sýnileg í bókhaldinu og innan þeirra marka sem ríkissjóður ræður við á hverjum tíma. Eigi að greiða kostnaðinn með afnotagjöldum þurfa þau aukheldur að vera varanleg og innan þeirra marka sem skynsamlegt er að leggja á neytendur. Hitt er líka þekkt að kostnaður verði meiri við einkaframkvæmd opinberra viðfangsefna. Það getur til að mynda gerst þegar nota þarf lánsfé til framkvæmdanna. Ríkissjóður á þá oft kost á hagstæðari lánum en aðrir. Mikilvægt er að gæta að slíkum aðstæðum, sérstaklega þegar reikningurinn lendir á endanum beint á skattgreiðendum en er ekki borinn af valkvæðum notendagjöldum.Íhaldsstefnan Að baki varfærni í þessum efnum liggja því góð og gild íhaldssjónarmið í ríkisfjármálum. Víða hefur gætt tilhneigingar til þess að hafa slík viðhorf að litlu eða engu. Fram hjá því verður ekki horft að einkaframkvæmdarformið er stundum misnotað í þeim tilgangi að fara á svig við sett markmið um aðhald í opinberum rekstri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur í nokkrum tilvikum lokað augunum fyrir því að ríkisstjórnin hagnýtti einkaframkvæmdarformið til að fara hjáleið um þau aðhaldsmarkmið sem sjóðurinn sjálfur setti. Þetta þýðir að á næsta kjörtímabili gætu komið fram veikleikar í ríkisfjármálum vegna ákvarðana sem teknar hafa verið í tíð núverandi stjórnar og byggja ekki á traustri tekjuöflun. Ekkert af þessu er þó vísvitandi falið eins og gert var í Grikklandi en þjóðhagslegar afleiðingar vinnubragða af þessu tagi eru eigi að síður þær sömu. Fyrir þá sök er mikilvægt að greina hvert tilvik og meta með íhaldssömum ríkisfjármálamælikvörðum hversu örugg endurgreiðsla lánanna er. Þó að innanríkisráðherrann veigri sér við að bregða íhaldsstefnunni fyrir sig sem rökum í þessum þrætum verður að virða honum til betri vegar að niðurstaða hans hefur verið í samræmi við hana. Það er svo sjaldgæft að ráðherrann komist að niðurstöðu sem samræmist góðum og gildum íhaldssjónarmiðum að fremur er ástæða til að fagna en kvarta þegar það gerist.Þversumstefnan Svo má vel vera að þetta sé of gott til að vera satt. Hu gsanlega fær innanríkisráðherrann á endanum að byggja fangelsið með því að senda reikninginn án krókaleiða á ríkissjóð þó að þar séu engar krónur til að borga með. Þá situr fjármálaráðherrann uppi með svarta Pétur aukins ríkissjóðshalla. Það myndi staðfesta þær áhyggjur erlendu matsfyrirtækjanna, sem fram komu í vikunni, að úthald ríkisstjórnarinnar til áframhaldandi aðhalds í ríkisfjármálunum sé á þrotum og því séu efnahagshorfurnar neikvæðar. Fjölmörg merki hrannast nú upp um aðsteðjandi hættur í ríkisfjármálunum þó að markmiðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi að mestu verið náð fram til þessa. Sannleikurinn er sá að sjóðurinn féllst á mjög milda aðlögun ríkisfjármálanna að nýjum aðstæðum á þeirri forsendu að gripið yrði til sérstakra aðgerða á sviði orkunýtingar til að auka hagvöxt hratt og örugglega. Þannig átti að tryggja ríkissjóði traustar framtíðartekjur. Ríkisstjórnin brást í því að efna þessa forsendu hægfara ríkisfjármálaaðlögunar. Því ræður þversumstefna gegn orkunýtingu og þjóðhagslegri hagkvæmni í sjávarútvegi. Bót verður ekki ráðin á því með opinberum framkvæmdum ef framtíðartekjuöflun ríkissjóðs er byggð á sandi. Það er heldur ekki áhættulaust fyrir lífeyrissjóðina að lána ríkissjóði ef engin verðmætasköpun er í augsýn sem getur orðið undirstaða þeirra framtíðartekna sem standa eiga undir endurgreiðslu lánanna. Kjarni málsins er sá að andóf innanríkisráðherrans við að fara með verkefni út fyrir ríkisbókhaldið er ekki gilt efni til gagnrýni. Meiri þörf er á að beina henni annars vegar að þeirri lausung sem virðist vera að taka við af aðhaldi í ríkisfjármálunum og hins vegar að þversumhugsjón ríkisstjórnarinnar gegn arðsemi og hagvexti.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun