Pistillinn: Það sem hefur bjargað mér eru íþróttirnar Edda Garðarsdóttir knattspyrnukona skrifar 23. júlí 2011 18:41 Edda Garðarsdóttir ásamt landsliðkonunum Katrínu Jónsdóttur og Guðrúnu Gunnarsdóttur. Að vera sáttur við sjálfan sig er ekki sjálfgefið. Eins og lífslöngunin, andagiftin, innileikinn og auðmýktin verður þessi sátt að koma innan frá og út. Hún kemur ekki af sjálfu sér. Eins og með hamingjuna verðum við að vinna fyrir þessari sátt. Alla mína ævi hef ég verið mjög meðvituð um það hvernig ég er og ég er svo innilega ekki þessi stereótýpíska kona. Ég dáist að konum sem eru fallega kvenlegar og í góðu sambandi við dömuna innra með sér. Frá því að ég man eftir mér þá hef ég þverneitað að fara í kjóla, pils og ýmiss konar dúllerí, móður minni til mikillar mæðu oft á tíðum. Ég veit ekki af hverju ég er svona en ég veit bara að í öllum skilningi orðsins þá er ég ekki „dama". Sumir tóku móðursýkisfrekjuköst í leikfangadeildinni í Hagkaup, ég tók mín inni í stofu á stórhátíðum og afmælum rífandi utan af mér blúndur og slaufur þegar foreldrar mínir reyndu að nýta sér kodak-momentið „Edda í kjól". Enn þann dag í dag fæ ég oföndunar-valkvíða og snert af tilvistarkreppu þegar eitthvert galatilefnið nálgast, einfaldlega vegna þess að ég þarf að fara að hugsa um í hverju ég á að vera og þarf hugsanlega að fara að kaupa ný föt. Þetta fær „venjulegar" konur til að klæja í fingurna af tilhlökkun og þær elska að fara að máta, „windowshoppa" og kaupa sér nýtt dress. Ég get talið upp hvert einasta skipti sem ég hef verið „sett í" einhverja hátíðarmúnderinguna, mætt á svæðið og setið í gegnum það nauðsynlegasta (í frekjukasti). Ég veit ekkert óþægilegra og vandræðalegra en þegar fólk hittir mig og segir „hæ, maður þekkir þig varla" eða „rosalega ertu „dömuleg". Ég vissi ekki að þú ættir þetta til". Mér líður jafn dömulega og Jóni Gnarr á flotinu á gay pride þegar ég er uppstríluð. Stundum vildi ég óska þess að ég væri eins og stórstirni með stílista sem sæi um allt mitt „wardrobe", förðun og bling. Eða að ég væri rosalega mikil trukkalessa sem gæti gengið í jakkafötum, verið með rakspíra og sítt að aftan – en það er ég ekki heldur. Það sem hefur bjargað mér eru íþróttirnar og fólk sem hefur gefið sér tíma til að kynnast mér eins og ég er. Ég er ekki dama en ég er samt kona. Á vellinum líður mér best. Þar fylgist ég með tísku, straumum og stefnum á hverju „seasoni". Spurðu mig um þjálfun, heilsu, fótboltaskó, fótbolta, legghlífar, svitabönd og íþróttatoppa og get ég hjálpað undantekningalaust. Þar er ég merkjaglyðra og elska fótboltaskóna mína. Sem betur fer erum við ekki allar dömur og það er bara allt í lagi. Maður þarf ekki að vera klæddur eins og súpermódel til að líða vel í eigin skinni. Innlendar Pistillinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Að vera sáttur við sjálfan sig er ekki sjálfgefið. Eins og lífslöngunin, andagiftin, innileikinn og auðmýktin verður þessi sátt að koma innan frá og út. Hún kemur ekki af sjálfu sér. Eins og með hamingjuna verðum við að vinna fyrir þessari sátt. Alla mína ævi hef ég verið mjög meðvituð um það hvernig ég er og ég er svo innilega ekki þessi stereótýpíska kona. Ég dáist að konum sem eru fallega kvenlegar og í góðu sambandi við dömuna innra með sér. Frá því að ég man eftir mér þá hef ég þverneitað að fara í kjóla, pils og ýmiss konar dúllerí, móður minni til mikillar mæðu oft á tíðum. Ég veit ekki af hverju ég er svona en ég veit bara að í öllum skilningi orðsins þá er ég ekki „dama". Sumir tóku móðursýkisfrekjuköst í leikfangadeildinni í Hagkaup, ég tók mín inni í stofu á stórhátíðum og afmælum rífandi utan af mér blúndur og slaufur þegar foreldrar mínir reyndu að nýta sér kodak-momentið „Edda í kjól". Enn þann dag í dag fæ ég oföndunar-valkvíða og snert af tilvistarkreppu þegar eitthvert galatilefnið nálgast, einfaldlega vegna þess að ég þarf að fara að hugsa um í hverju ég á að vera og þarf hugsanlega að fara að kaupa ný föt. Þetta fær „venjulegar" konur til að klæja í fingurna af tilhlökkun og þær elska að fara að máta, „windowshoppa" og kaupa sér nýtt dress. Ég get talið upp hvert einasta skipti sem ég hef verið „sett í" einhverja hátíðarmúnderinguna, mætt á svæðið og setið í gegnum það nauðsynlegasta (í frekjukasti). Ég veit ekkert óþægilegra og vandræðalegra en þegar fólk hittir mig og segir „hæ, maður þekkir þig varla" eða „rosalega ertu „dömuleg". Ég vissi ekki að þú ættir þetta til". Mér líður jafn dömulega og Jóni Gnarr á flotinu á gay pride þegar ég er uppstríluð. Stundum vildi ég óska þess að ég væri eins og stórstirni með stílista sem sæi um allt mitt „wardrobe", förðun og bling. Eða að ég væri rosalega mikil trukkalessa sem gæti gengið í jakkafötum, verið með rakspíra og sítt að aftan – en það er ég ekki heldur. Það sem hefur bjargað mér eru íþróttirnar og fólk sem hefur gefið sér tíma til að kynnast mér eins og ég er. Ég er ekki dama en ég er samt kona. Á vellinum líður mér best. Þar fylgist ég með tísku, straumum og stefnum á hverju „seasoni". Spurðu mig um þjálfun, heilsu, fótboltaskó, fótbolta, legghlífar, svitabönd og íþróttatoppa og get ég hjálpað undantekningalaust. Þar er ég merkjaglyðra og elska fótboltaskóna mína. Sem betur fer erum við ekki allar dömur og það er bara allt í lagi. Maður þarf ekki að vera klæddur eins og súpermódel til að líða vel í eigin skinni.
Innlendar Pistillinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti