Pistillinn: Það sem hefur bjargað mér eru íþróttirnar Edda Garðarsdóttir knattspyrnukona skrifar 23. júlí 2011 18:41 Edda Garðarsdóttir ásamt landsliðkonunum Katrínu Jónsdóttur og Guðrúnu Gunnarsdóttur. Að vera sáttur við sjálfan sig er ekki sjálfgefið. Eins og lífslöngunin, andagiftin, innileikinn og auðmýktin verður þessi sátt að koma innan frá og út. Hún kemur ekki af sjálfu sér. Eins og með hamingjuna verðum við að vinna fyrir þessari sátt. Alla mína ævi hef ég verið mjög meðvituð um það hvernig ég er og ég er svo innilega ekki þessi stereótýpíska kona. Ég dáist að konum sem eru fallega kvenlegar og í góðu sambandi við dömuna innra með sér. Frá því að ég man eftir mér þá hef ég þverneitað að fara í kjóla, pils og ýmiss konar dúllerí, móður minni til mikillar mæðu oft á tíðum. Ég veit ekki af hverju ég er svona en ég veit bara að í öllum skilningi orðsins þá er ég ekki „dama". Sumir tóku móðursýkisfrekjuköst í leikfangadeildinni í Hagkaup, ég tók mín inni í stofu á stórhátíðum og afmælum rífandi utan af mér blúndur og slaufur þegar foreldrar mínir reyndu að nýta sér kodak-momentið „Edda í kjól". Enn þann dag í dag fæ ég oföndunar-valkvíða og snert af tilvistarkreppu þegar eitthvert galatilefnið nálgast, einfaldlega vegna þess að ég þarf að fara að hugsa um í hverju ég á að vera og þarf hugsanlega að fara að kaupa ný föt. Þetta fær „venjulegar" konur til að klæja í fingurna af tilhlökkun og þær elska að fara að máta, „windowshoppa" og kaupa sér nýtt dress. Ég get talið upp hvert einasta skipti sem ég hef verið „sett í" einhverja hátíðarmúnderinguna, mætt á svæðið og setið í gegnum það nauðsynlegasta (í frekjukasti). Ég veit ekkert óþægilegra og vandræðalegra en þegar fólk hittir mig og segir „hæ, maður þekkir þig varla" eða „rosalega ertu „dömuleg". Ég vissi ekki að þú ættir þetta til". Mér líður jafn dömulega og Jóni Gnarr á flotinu á gay pride þegar ég er uppstríluð. Stundum vildi ég óska þess að ég væri eins og stórstirni með stílista sem sæi um allt mitt „wardrobe", förðun og bling. Eða að ég væri rosalega mikil trukkalessa sem gæti gengið í jakkafötum, verið með rakspíra og sítt að aftan – en það er ég ekki heldur. Það sem hefur bjargað mér eru íþróttirnar og fólk sem hefur gefið sér tíma til að kynnast mér eins og ég er. Ég er ekki dama en ég er samt kona. Á vellinum líður mér best. Þar fylgist ég með tísku, straumum og stefnum á hverju „seasoni". Spurðu mig um þjálfun, heilsu, fótboltaskó, fótbolta, legghlífar, svitabönd og íþróttatoppa og get ég hjálpað undantekningalaust. Þar er ég merkjaglyðra og elska fótboltaskóna mína. Sem betur fer erum við ekki allar dömur og það er bara allt í lagi. Maður þarf ekki að vera klæddur eins og súpermódel til að líða vel í eigin skinni. Innlendar Pistillinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Sjá meira
Að vera sáttur við sjálfan sig er ekki sjálfgefið. Eins og lífslöngunin, andagiftin, innileikinn og auðmýktin verður þessi sátt að koma innan frá og út. Hún kemur ekki af sjálfu sér. Eins og með hamingjuna verðum við að vinna fyrir þessari sátt. Alla mína ævi hef ég verið mjög meðvituð um það hvernig ég er og ég er svo innilega ekki þessi stereótýpíska kona. Ég dáist að konum sem eru fallega kvenlegar og í góðu sambandi við dömuna innra með sér. Frá því að ég man eftir mér þá hef ég þverneitað að fara í kjóla, pils og ýmiss konar dúllerí, móður minni til mikillar mæðu oft á tíðum. Ég veit ekki af hverju ég er svona en ég veit bara að í öllum skilningi orðsins þá er ég ekki „dama". Sumir tóku móðursýkisfrekjuköst í leikfangadeildinni í Hagkaup, ég tók mín inni í stofu á stórhátíðum og afmælum rífandi utan af mér blúndur og slaufur þegar foreldrar mínir reyndu að nýta sér kodak-momentið „Edda í kjól". Enn þann dag í dag fæ ég oföndunar-valkvíða og snert af tilvistarkreppu þegar eitthvert galatilefnið nálgast, einfaldlega vegna þess að ég þarf að fara að hugsa um í hverju ég á að vera og þarf hugsanlega að fara að kaupa ný föt. Þetta fær „venjulegar" konur til að klæja í fingurna af tilhlökkun og þær elska að fara að máta, „windowshoppa" og kaupa sér nýtt dress. Ég get talið upp hvert einasta skipti sem ég hef verið „sett í" einhverja hátíðarmúnderinguna, mætt á svæðið og setið í gegnum það nauðsynlegasta (í frekjukasti). Ég veit ekkert óþægilegra og vandræðalegra en þegar fólk hittir mig og segir „hæ, maður þekkir þig varla" eða „rosalega ertu „dömuleg". Ég vissi ekki að þú ættir þetta til". Mér líður jafn dömulega og Jóni Gnarr á flotinu á gay pride þegar ég er uppstríluð. Stundum vildi ég óska þess að ég væri eins og stórstirni með stílista sem sæi um allt mitt „wardrobe", förðun og bling. Eða að ég væri rosalega mikil trukkalessa sem gæti gengið í jakkafötum, verið með rakspíra og sítt að aftan – en það er ég ekki heldur. Það sem hefur bjargað mér eru íþróttirnar og fólk sem hefur gefið sér tíma til að kynnast mér eins og ég er. Ég er ekki dama en ég er samt kona. Á vellinum líður mér best. Þar fylgist ég með tísku, straumum og stefnum á hverju „seasoni". Spurðu mig um þjálfun, heilsu, fótboltaskó, fótbolta, legghlífar, svitabönd og íþróttatoppa og get ég hjálpað undantekningalaust. Þar er ég merkjaglyðra og elska fótboltaskóna mína. Sem betur fer erum við ekki allar dömur og það er bara allt í lagi. Maður þarf ekki að vera klæddur eins og súpermódel til að líða vel í eigin skinni.
Innlendar Pistillinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Sjá meira