Vörnin 16. júlí 2011 06:00 Finnskum bændum hefur fækkað eftir aðild að ESB. Á sama tíma hefur íslenskum bændum fækkað í sömu hlutföllum. Þessi þróun er fyrst og fremst vísbending um að í báðum löndum hefur orðið óhjákvæmileg framleiðniaukning. Fyrirsjáanlegar breytingar í íslenskum landbúnaði sem leiða myndu af ESB-aðild vega mjög þungt í röksemdafærslu þeirra sem andsnúnir eru ESB-aðild eins og samasemmerki sé á milli allra breytinga og þess illa. Stundum er það svo en ekki alltaf. Hér þarf líka að skoða hver er framtíð landbúnaðar á Íslandi að öllu óbreyttu og hvaða tækifæri leynast í nýju skipulagi og stærra markaðssvæði. Bændasamtökin hafa verið þversum í umræðunni en ósanngjarnt væri að segja þau ómálefnaleg. Afstaða þeirra byggir fremur á þeirri hugsun að ógn stafi af öllum breytingum. Nýleg útgáfa þeirra á greinargerð um landbúnaðarreglur ESB og ítarlega rökstuddum lágmarkskröfum vegna aðildarviðræðnanna er hvað sem öðru líður málefnalegt framlag sem þarfnast rökræðu. Veigamesta krafa Bændasamtakanna er að halda óbreyttri tollvernd. Gallinn frá sjónarhóli bænda en kosturinn frá sjónarhóli neytenda er hins vegar sá að þetta er ekki hægt þegar gengið er í tollabandalag. Þegar landbúnaðarráðherra tekur þessa sömu afstöðu er hann því að reka slagbrand fyrir þær dyr sem næst þarf að ljúka upp í aðildarviðræðunum.Veikleikinn Athyglisvert er að í lágmarkskröfum Bændasamtakanna kemur fram að þau eru nú eins og fyrr reiðubúin að gefa tollverndina eftir á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, komi bætur fyrir. Það er einmitt ráðgert í aðildarviðræðunum. Þannig sýnist sveigjanleikinn varðandi tollverndina fara eftir því hvaða alþjóðasamtök eiga í hlut. Varnarlína sem þannig er dregin er málefnalega veik. Röksemdin ristir ekki djúpt. Svipuð tvíhyggja hefur komið fram hjá samtökunum Heimssýn. Fulltrúar þeirra á Alþingi eru á móti innflutningi landbúnaðarafurða frá Evrópu en hafa lagt fram tillögu um fríverslun með landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að mönnum er ljóst að viðskiptaleg einangrun á þessu sviði er ekki til frambúðar. Nauðsynlegt þykir hins vegar að drepa óumflýjanlegri umræðu á dreif. Bændasamtökin fullyrða að tollverndin hafi haldið verði á landbúnaðarvörum niðri. Það gengur þvert á lögmál hagfræðinnar. En rökstuðningurinn er samt ekki alveg út í bláinn. Hann er sá að bændur hafi tekið á sig kjaraskerðingu í þessum tilgangi. Það er trúlega rétt. En hér er komið að kjarna málsins um framtíðargildi óbreyttrar landbúnaðarstefnu. Þetta þýðir að bændur hafa sjálfviljugir fallist á að kaupa tollverndina með lægri launum. Er þessi launalækkun sú víglína sem landbúnaðarráðherrann ætlar að verja? Væri ekki réttara að líta á þetta sem veikleika í óbreyttu skipulagi? Þarf ekki að bera slíkar gildrur í ríkjandi kerfi saman við breytingarnar sem hljótast af ESB-aðild? Láglaunastefna af þessu tagi er þó í góðu samræmi við kjarnaröksemd aðildarandstæðinga. Hún er sú að tryggja samkeppnisstöðu landsins með rýrnun lífskjara í gegnum gengislækkanir.Sóknin Stuðningur við landbúnað og byggðaþróun í landinu er að uppistöðu til bundinn við framleiðslu á mjólk og dilkakjöti. Áframhaldandi framleiðniaukning í þessum búgreinum þýðir fækkun framleiðenda. Sætta menn sig við þá þróun án þess að eitthvað komi í staðinn? Trúa menn að þessi einhæfni í atvinnustarfsemi sé leið til sóknar fyrir sveitir landsins? Getur einhver með rökum sýnt fram á að það sé sennilegt? Sannleikurinn er sá að það þarf mun fjölþættari framleiðslu- og þjónustustarfsemi í sveitunum eigi að snúa vörn í sókn. Landbúnaðar- og dreifbýlisstefna ESB byggir á þessu sjónarmiði. Hún þýðir breytingar. En í þeim felast sóknarfæri. Þau verða hins vegar ekki nýtt af skynsemi og til hagsbóta fyrir Ísland nema stjórnvöld og hagsmunasamtök á þessu sviði móti skýr markmið um það hvernig það skuli gert. Það er ríkisstjórnin ekki að gera. Hinn kosturinn er að ríkisstjórnin leggi línur um það hvernig breyta þurfi núverandi landbúnaðarstefnu til þess að tryggja megi bændum eðlileg kjör og sókn til fjölþættari atvinnutækifæra í sveitum í annars konar alþjóðasamstarfi en innan Evrópu. Það er ríkisstjórnin heldur ekki að gera. Framtíðin liggur ekki í óbreyttu ástandi. Afleiðingin af því að stoppa við varnarlínu Bændasamtakanna er stöðnun. Þar stendur ríkisstjórnin. Til sóknar þarf nýja stefnumörkun hvort sem Ísland gengur í ESB eða kýs annars konar alþjóðlegt samstarf. Þá kosti þarf síðan að bera saman, vilji menn framfarir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Finnskum bændum hefur fækkað eftir aðild að ESB. Á sama tíma hefur íslenskum bændum fækkað í sömu hlutföllum. Þessi þróun er fyrst og fremst vísbending um að í báðum löndum hefur orðið óhjákvæmileg framleiðniaukning. Fyrirsjáanlegar breytingar í íslenskum landbúnaði sem leiða myndu af ESB-aðild vega mjög þungt í röksemdafærslu þeirra sem andsnúnir eru ESB-aðild eins og samasemmerki sé á milli allra breytinga og þess illa. Stundum er það svo en ekki alltaf. Hér þarf líka að skoða hver er framtíð landbúnaðar á Íslandi að öllu óbreyttu og hvaða tækifæri leynast í nýju skipulagi og stærra markaðssvæði. Bændasamtökin hafa verið þversum í umræðunni en ósanngjarnt væri að segja þau ómálefnaleg. Afstaða þeirra byggir fremur á þeirri hugsun að ógn stafi af öllum breytingum. Nýleg útgáfa þeirra á greinargerð um landbúnaðarreglur ESB og ítarlega rökstuddum lágmarkskröfum vegna aðildarviðræðnanna er hvað sem öðru líður málefnalegt framlag sem þarfnast rökræðu. Veigamesta krafa Bændasamtakanna er að halda óbreyttri tollvernd. Gallinn frá sjónarhóli bænda en kosturinn frá sjónarhóli neytenda er hins vegar sá að þetta er ekki hægt þegar gengið er í tollabandalag. Þegar landbúnaðarráðherra tekur þessa sömu afstöðu er hann því að reka slagbrand fyrir þær dyr sem næst þarf að ljúka upp í aðildarviðræðunum.Veikleikinn Athyglisvert er að í lágmarkskröfum Bændasamtakanna kemur fram að þau eru nú eins og fyrr reiðubúin að gefa tollverndina eftir á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, komi bætur fyrir. Það er einmitt ráðgert í aðildarviðræðunum. Þannig sýnist sveigjanleikinn varðandi tollverndina fara eftir því hvaða alþjóðasamtök eiga í hlut. Varnarlína sem þannig er dregin er málefnalega veik. Röksemdin ristir ekki djúpt. Svipuð tvíhyggja hefur komið fram hjá samtökunum Heimssýn. Fulltrúar þeirra á Alþingi eru á móti innflutningi landbúnaðarafurða frá Evrópu en hafa lagt fram tillögu um fríverslun með landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að mönnum er ljóst að viðskiptaleg einangrun á þessu sviði er ekki til frambúðar. Nauðsynlegt þykir hins vegar að drepa óumflýjanlegri umræðu á dreif. Bændasamtökin fullyrða að tollverndin hafi haldið verði á landbúnaðarvörum niðri. Það gengur þvert á lögmál hagfræðinnar. En rökstuðningurinn er samt ekki alveg út í bláinn. Hann er sá að bændur hafi tekið á sig kjaraskerðingu í þessum tilgangi. Það er trúlega rétt. En hér er komið að kjarna málsins um framtíðargildi óbreyttrar landbúnaðarstefnu. Þetta þýðir að bændur hafa sjálfviljugir fallist á að kaupa tollverndina með lægri launum. Er þessi launalækkun sú víglína sem landbúnaðarráðherrann ætlar að verja? Væri ekki réttara að líta á þetta sem veikleika í óbreyttu skipulagi? Þarf ekki að bera slíkar gildrur í ríkjandi kerfi saman við breytingarnar sem hljótast af ESB-aðild? Láglaunastefna af þessu tagi er þó í góðu samræmi við kjarnaröksemd aðildarandstæðinga. Hún er sú að tryggja samkeppnisstöðu landsins með rýrnun lífskjara í gegnum gengislækkanir.Sóknin Stuðningur við landbúnað og byggðaþróun í landinu er að uppistöðu til bundinn við framleiðslu á mjólk og dilkakjöti. Áframhaldandi framleiðniaukning í þessum búgreinum þýðir fækkun framleiðenda. Sætta menn sig við þá þróun án þess að eitthvað komi í staðinn? Trúa menn að þessi einhæfni í atvinnustarfsemi sé leið til sóknar fyrir sveitir landsins? Getur einhver með rökum sýnt fram á að það sé sennilegt? Sannleikurinn er sá að það þarf mun fjölþættari framleiðslu- og þjónustustarfsemi í sveitunum eigi að snúa vörn í sókn. Landbúnaðar- og dreifbýlisstefna ESB byggir á þessu sjónarmiði. Hún þýðir breytingar. En í þeim felast sóknarfæri. Þau verða hins vegar ekki nýtt af skynsemi og til hagsbóta fyrir Ísland nema stjórnvöld og hagsmunasamtök á þessu sviði móti skýr markmið um það hvernig það skuli gert. Það er ríkisstjórnin ekki að gera. Hinn kosturinn er að ríkisstjórnin leggi línur um það hvernig breyta þurfi núverandi landbúnaðarstefnu til þess að tryggja megi bændum eðlileg kjör og sókn til fjölþættari atvinnutækifæra í sveitum í annars konar alþjóðasamstarfi en innan Evrópu. Það er ríkisstjórnin heldur ekki að gera. Framtíðin liggur ekki í óbreyttu ástandi. Afleiðingin af því að stoppa við varnarlínu Bændasamtakanna er stöðnun. Þar stendur ríkisstjórnin. Til sóknar þarf nýja stefnumörkun hvort sem Ísland gengur í ESB eða kýs annars konar alþjóðlegt samstarf. Þá kosti þarf síðan að bera saman, vilji menn framfarir.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun