Innlent

Eins og góð þjóðhátíð

Fögnuður Þessi unga hafnfirska mær fagnaði vel og innilega á Símamótinu sem hófst í Kópavogi í gær. Mótinu lýkur á morgun. Fréttablaðið/vilhelm
Fögnuður Þessi unga hafnfirska mær fagnaði vel og innilega á Símamótinu sem hófst í Kópavogi í gær. Mótinu lýkur á morgun. Fréttablaðið/vilhelm
„Mótið gengur afskaplega vel fyrir sig. Veðrið er frábært og fólk er til fyrirmyndar," segir Jón Berg Torfason, mótsstjóri Símamótsins sem fram fer í Kópavogi um helgina.

Mótið setur mikinn svip á bæinn. Um 1.550 keppendur eru þar samankomnir, frá þrjátíu félögum, og spila um 780 leiki. Jón Berg vill líka meina að þetta sé stærsta fótboltamót sumarsins.

„Okkur reiknast til að traffíkin í gegnum svæðið yfir helgina sé eins og ein góð þjóðhátíð – að það séu 15 til 20 þúsund manns sem renna í gegnum svæðið," segir mótsstjórinn sem hefur í nógu að snúast næstu daga. - kh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×