Innlent

Stefna á opnun á næsta ári

hótelið Hótelbyggingin er komin vel á veg eins og sjá má á myndinni. 
fréttablaðið/vilhelm
hótelið Hótelbyggingin er komin vel á veg eins og sjá má á myndinni. fréttablaðið/vilhelm
Áætlað er að nýtt hótel við Keflavíkurflugvöll verði tekið í notkun á fyrri hluta næsta árs. Hjalti Sigurðsson, hótelstjóri Hótel Smára, sem ráðgert er að komi að rekstri hótelsins, staðfesti þetta við Fréttablaðið í gær.

Í byrjun verður hótelið sjö hæða og 66 herbergja. Bygging hótelsins hófst í mars á síðasta ári, en hótelbyggingin er í samræmi við skipulag Keflavíkurflugvallar og þjónustusvæði vegna flugtengdrar starfsemi þar. Það er byggingafélagið Anton ehf. sem annast bygginguna og hyggst reka hótelið í samstarfi við Hótel Smára.

Fyrsti áfanginn, sem nú er í byggingu, er sjö hæða bygging með 66 herbergjum, móttöku, matsal og fleiru og verður um 3.200 fermetrar. Gert er ráð fyrir því að annar og þriðji áfangi rísi síðar. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×