Innlent

Umferð hleypt yfir brúna í dag

Törninni að ljúka Vegagerðarmenn nýbúnir að hleypa vatni undir nýju brúna í gærkvöldi.MYND/Gísli Berg
Törninni að ljúka Vegagerðarmenn nýbúnir að hleypa vatni undir nýju brúna í gærkvöldi.MYND/Gísli Berg
„Þetta er bráðabirgðabrú en hún tekur samt alla þungaflutninga sem almennt eru leyfðir hér,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri um nýju brúna yfir Múlakvísl.Brúin sjálf var tilbúin í gær og vatni hleypt undir hana, en þó var eftir nokkur vinna við vegspotta austanmegin við hana.

„Það þarf einnig að búa til varnargarð fyrir ofan hann til að fljótið leiti ekki á veginn, en þetta verður tilbúið í dag. Umferð verður hleypt á brúna upp úr hádegi eða seinni part dags.“

Brúin er einbreið og verða strax settar upp merkingar til að vekja athygli vegfarenda á því.

Hreinn segir að strax sé hafin undirbúningsvinna að nýrri brú, sem komi í staðinn fyrir þessa.

„Hún verður boðin út í haust, byggð strax í vetur og opnuð næsta vor.“

Þangað til verður einbreiða bráðabirgðabrúin að duga.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×