Erlent

Skuldaþref á Bandaríkjaþingi

Barack Obama Þriðji blaðamannafundurinn á hálfum mánuði vegna skuldadeilunnar.fréttablaðiÐ/AP
Barack Obama Þriðji blaðamannafundurinn á hálfum mánuði vegna skuldadeilunnar.fréttablaðiÐ/AP
„Ef þeir sýna mér alvöru áætlun, þá er ég tilbúinn,“ segir Barack Obama Bandaríkjaforseti sem hvetur þing landsins til að ná samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna og niðurskurð útgjalda.

Takist þinginu ekki að ná samkomulagi fyrir 2. ágúst getur bandaríska ríkið ekki greitt af skuldum sínum. Það segir Obama að muni í raun þýða skattahækkanir á alla.

Repúblikanar hafa ekki viljað fallast á áform stjórnarinnar um að ríkinu verði heimilt að hækka skuldaþakið. Þeir setja reyndar helst fyrir sig niðurskurðartillögur forsetans, sem meðal annars snúast um að skattar verði hækkaðir en þeir vilja eingöngu draga úr útgjöldum.

Demókratar og repúblikanar hafa setið á daglegum fundum til að reyna að leysa vandann og Obama hefur sömuleiðis hitt leiðtoga þeirra daglega undanfarið. Hann hélt í gær þriðja blaðamannafund sinn á hálfum mánuði vegna þessarar deilu, sem stofnar fjárhag Bandaríkjanna í hættu.

Bandaríska ríkið skuldar 14,3 milljarða dala. -gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×