Veggjöld verða sett á eða olíuverð hækkað 16. júlí 2011 08:30 Bensínverð Hátt bensínverð er komið til að vera standist spár starfshóps sem skilað hefur af sér skýrslu um hækkun olíuverðs. Fréttablaðið/valli Núverandi gjaldtaka af olíu stendur ekki undir vegakerfi landsins. Uppsafnaður halli síðustu ára er 6 milljarðar króna. Í fjármálaráðuneytinu er nú hugað að því hvernig auka megi tekjur af umferð. Allt kemur til greina í þeim efnum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins: hærri gjöld, að breyta því hlutfalli bensínverðs sem rennur til ríkissjóðs og vegtollar. Starfshópur um möguleg viðbrögð stjórnvalda vegna hækkandi olíuverðs skilaði af sér skýrslu í gær. Helsta niðurstaða hópsins er að hátt eldsneytisverð sé langtímavandamál sem verði ekki leyst með skammtímaaðgerðum svo sem tímabundinni lækkun á álögum. Fjármálaráðherra skipaði starfshóp í mars síðastliðnum sem gera átti grein fyrir mögulegum viðbrögðum stjórnvalda við olíuverðshækkunum. Formaður hópsins var Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Auk hans sátu í nefndinni fulltrúar frá iðnaðar-, efnahags- og viðskipta-, innanríkis- og umhverfisráðuneyti. „Það virðist vera sameiginlegt mat flestra að olíuverð komi til með að hækka á næstu árum og áratugum. Því teljum við að þetta háa eldsneytisverð sem við höfum verið að sjá sé ekki tímabundin þróun,“ segir Huginn og bætir við: „Við höfum því talið farsælast að stjórnvöld leiti að langtímalausnum eins og gert hefur verið í olíukreppum á fyrri árum.“ Fyrir mati nefndarinnar á því að olíuverð sé líklegt til að hækka áfram eru færðar helst fjórar röksemdir. Má þar nefna að þær tekjur sem eyrnamerktar eru samgöngumálum og fást með vörugjaldi á olíu séu ekki nægar til að standa undir vexti og viðhaldi samgöngukerfisins. Í skýrslunni segir einnig að Ísland þurfi líkt og önnur ríki að bregðast við hækkandi eldsneytisverði með því að draga úr vægi jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Settar eru fram tillögur í þá átt og má þar nefna meiri notkun almennissamgangna og strandsiglinga en nú og innleiðingu frekari skattalegra hvata til að fólk leiti fremur í nýja orkugjafa. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur kallað eftir lækkun á álögum hins opinbera á olíu. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir tillögurnar rýrar. „Þessi skýrsla kemur í raun ekki með margt nýtt í umræðuna. Niðurstöðurnar eru mjög svipaðar því sem fjármálaráðherra ræddi um þegar stofnun starfshópsins var kynnt,“ segir Runólfur og bætir við: „Það er löngu búið að taka ákvörðun um að gera ekkert og þá er miklu hreinna og beinna að segja það frekar en að setja það í umgjörð einhvers starfshóps. Við köllum sem fyrr á aðgerðir til að lækka bensínverð.“ kolbeinn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Núverandi gjaldtaka af olíu stendur ekki undir vegakerfi landsins. Uppsafnaður halli síðustu ára er 6 milljarðar króna. Í fjármálaráðuneytinu er nú hugað að því hvernig auka megi tekjur af umferð. Allt kemur til greina í þeim efnum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins: hærri gjöld, að breyta því hlutfalli bensínverðs sem rennur til ríkissjóðs og vegtollar. Starfshópur um möguleg viðbrögð stjórnvalda vegna hækkandi olíuverðs skilaði af sér skýrslu í gær. Helsta niðurstaða hópsins er að hátt eldsneytisverð sé langtímavandamál sem verði ekki leyst með skammtímaaðgerðum svo sem tímabundinni lækkun á álögum. Fjármálaráðherra skipaði starfshóp í mars síðastliðnum sem gera átti grein fyrir mögulegum viðbrögðum stjórnvalda við olíuverðshækkunum. Formaður hópsins var Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Auk hans sátu í nefndinni fulltrúar frá iðnaðar-, efnahags- og viðskipta-, innanríkis- og umhverfisráðuneyti. „Það virðist vera sameiginlegt mat flestra að olíuverð komi til með að hækka á næstu árum og áratugum. Því teljum við að þetta háa eldsneytisverð sem við höfum verið að sjá sé ekki tímabundin þróun,“ segir Huginn og bætir við: „Við höfum því talið farsælast að stjórnvöld leiti að langtímalausnum eins og gert hefur verið í olíukreppum á fyrri árum.“ Fyrir mati nefndarinnar á því að olíuverð sé líklegt til að hækka áfram eru færðar helst fjórar röksemdir. Má þar nefna að þær tekjur sem eyrnamerktar eru samgöngumálum og fást með vörugjaldi á olíu séu ekki nægar til að standa undir vexti og viðhaldi samgöngukerfisins. Í skýrslunni segir einnig að Ísland þurfi líkt og önnur ríki að bregðast við hækkandi eldsneytisverði með því að draga úr vægi jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Settar eru fram tillögur í þá átt og má þar nefna meiri notkun almennissamgangna og strandsiglinga en nú og innleiðingu frekari skattalegra hvata til að fólk leiti fremur í nýja orkugjafa. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur kallað eftir lækkun á álögum hins opinbera á olíu. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir tillögurnar rýrar. „Þessi skýrsla kemur í raun ekki með margt nýtt í umræðuna. Niðurstöðurnar eru mjög svipaðar því sem fjármálaráðherra ræddi um þegar stofnun starfshópsins var kynnt,“ segir Runólfur og bætir við: „Það er löngu búið að taka ákvörðun um að gera ekkert og þá er miklu hreinna og beinna að segja það frekar en að setja það í umgjörð einhvers starfshóps. Við köllum sem fyrr á aðgerðir til að lækka bensínverð.“ kolbeinn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira