Veggjöld verða sett á eða olíuverð hækkað 16. júlí 2011 08:30 Bensínverð Hátt bensínverð er komið til að vera standist spár starfshóps sem skilað hefur af sér skýrslu um hækkun olíuverðs. Fréttablaðið/valli Núverandi gjaldtaka af olíu stendur ekki undir vegakerfi landsins. Uppsafnaður halli síðustu ára er 6 milljarðar króna. Í fjármálaráðuneytinu er nú hugað að því hvernig auka megi tekjur af umferð. Allt kemur til greina í þeim efnum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins: hærri gjöld, að breyta því hlutfalli bensínverðs sem rennur til ríkissjóðs og vegtollar. Starfshópur um möguleg viðbrögð stjórnvalda vegna hækkandi olíuverðs skilaði af sér skýrslu í gær. Helsta niðurstaða hópsins er að hátt eldsneytisverð sé langtímavandamál sem verði ekki leyst með skammtímaaðgerðum svo sem tímabundinni lækkun á álögum. Fjármálaráðherra skipaði starfshóp í mars síðastliðnum sem gera átti grein fyrir mögulegum viðbrögðum stjórnvalda við olíuverðshækkunum. Formaður hópsins var Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Auk hans sátu í nefndinni fulltrúar frá iðnaðar-, efnahags- og viðskipta-, innanríkis- og umhverfisráðuneyti. „Það virðist vera sameiginlegt mat flestra að olíuverð komi til með að hækka á næstu árum og áratugum. Því teljum við að þetta háa eldsneytisverð sem við höfum verið að sjá sé ekki tímabundin þróun,“ segir Huginn og bætir við: „Við höfum því talið farsælast að stjórnvöld leiti að langtímalausnum eins og gert hefur verið í olíukreppum á fyrri árum.“ Fyrir mati nefndarinnar á því að olíuverð sé líklegt til að hækka áfram eru færðar helst fjórar röksemdir. Má þar nefna að þær tekjur sem eyrnamerktar eru samgöngumálum og fást með vörugjaldi á olíu séu ekki nægar til að standa undir vexti og viðhaldi samgöngukerfisins. Í skýrslunni segir einnig að Ísland þurfi líkt og önnur ríki að bregðast við hækkandi eldsneytisverði með því að draga úr vægi jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Settar eru fram tillögur í þá átt og má þar nefna meiri notkun almennissamgangna og strandsiglinga en nú og innleiðingu frekari skattalegra hvata til að fólk leiti fremur í nýja orkugjafa. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur kallað eftir lækkun á álögum hins opinbera á olíu. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir tillögurnar rýrar. „Þessi skýrsla kemur í raun ekki með margt nýtt í umræðuna. Niðurstöðurnar eru mjög svipaðar því sem fjármálaráðherra ræddi um þegar stofnun starfshópsins var kynnt,“ segir Runólfur og bætir við: „Það er löngu búið að taka ákvörðun um að gera ekkert og þá er miklu hreinna og beinna að segja það frekar en að setja það í umgjörð einhvers starfshóps. Við köllum sem fyrr á aðgerðir til að lækka bensínverð.“ kolbeinn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Núverandi gjaldtaka af olíu stendur ekki undir vegakerfi landsins. Uppsafnaður halli síðustu ára er 6 milljarðar króna. Í fjármálaráðuneytinu er nú hugað að því hvernig auka megi tekjur af umferð. Allt kemur til greina í þeim efnum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins: hærri gjöld, að breyta því hlutfalli bensínverðs sem rennur til ríkissjóðs og vegtollar. Starfshópur um möguleg viðbrögð stjórnvalda vegna hækkandi olíuverðs skilaði af sér skýrslu í gær. Helsta niðurstaða hópsins er að hátt eldsneytisverð sé langtímavandamál sem verði ekki leyst með skammtímaaðgerðum svo sem tímabundinni lækkun á álögum. Fjármálaráðherra skipaði starfshóp í mars síðastliðnum sem gera átti grein fyrir mögulegum viðbrögðum stjórnvalda við olíuverðshækkunum. Formaður hópsins var Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Auk hans sátu í nefndinni fulltrúar frá iðnaðar-, efnahags- og viðskipta-, innanríkis- og umhverfisráðuneyti. „Það virðist vera sameiginlegt mat flestra að olíuverð komi til með að hækka á næstu árum og áratugum. Því teljum við að þetta háa eldsneytisverð sem við höfum verið að sjá sé ekki tímabundin þróun,“ segir Huginn og bætir við: „Við höfum því talið farsælast að stjórnvöld leiti að langtímalausnum eins og gert hefur verið í olíukreppum á fyrri árum.“ Fyrir mati nefndarinnar á því að olíuverð sé líklegt til að hækka áfram eru færðar helst fjórar röksemdir. Má þar nefna að þær tekjur sem eyrnamerktar eru samgöngumálum og fást með vörugjaldi á olíu séu ekki nægar til að standa undir vexti og viðhaldi samgöngukerfisins. Í skýrslunni segir einnig að Ísland þurfi líkt og önnur ríki að bregðast við hækkandi eldsneytisverði með því að draga úr vægi jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Settar eru fram tillögur í þá átt og má þar nefna meiri notkun almennissamgangna og strandsiglinga en nú og innleiðingu frekari skattalegra hvata til að fólk leiti fremur í nýja orkugjafa. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur kallað eftir lækkun á álögum hins opinbera á olíu. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir tillögurnar rýrar. „Þessi skýrsla kemur í raun ekki með margt nýtt í umræðuna. Niðurstöðurnar eru mjög svipaðar því sem fjármálaráðherra ræddi um þegar stofnun starfshópsins var kynnt,“ segir Runólfur og bætir við: „Það er löngu búið að taka ákvörðun um að gera ekkert og þá er miklu hreinna og beinna að segja það frekar en að setja það í umgjörð einhvers starfshóps. Við köllum sem fyrr á aðgerðir til að lækka bensínverð.“ kolbeinn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira