Fíkniefnahvolpar í hæsta gæðaflokki 16. júlí 2011 08:00 MÆÐGURFíkniefnahundurinn Ella í leik með dóttur sinni Clarissu. Sú síðarnefnda er á leiðinni til Steinars Gunnarssonar yfirhundaþjálfara. „Þessi tilraun heppnaðist framar öllum vonum. Ég er búinn að þjálfa þrjá hvolpanna og er að byrja með þann fjórða. Þessir hvolpar standast hæstu gæðakröfur.“ Þetta segir Steinar Gunnarsson, yfirhundaþjálfari embættis ríkislögreglustjóra, um hvolpa fíkniefnahundanna Ellu og Nelsons, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ákveðið var að para hundinn og tíkina, sem bæði eru innflutt, til að freista þess að fá nothæfa fíkniefnahunda undan þeim. Steinar segir tilraunina hafa heppnast svo vel að líkja megi hvolpunum við lottóvinning. Með þessu sparist að minnsta kosti tíu milljónir króna þar sem innfluttir hundar séu mjög dýrir. Þrír eða fjórir unghundanna verða notaðir hjá lögreglu, tveir hjá tollgæslunni og einn fær Fangelsismálastofnun. „Við prófuðum unghundana á útihátíðum um síðustu helgi. Á Eistnaflugshátíðinni komu upp 29 fíkniefnamál. Hundurinn sem við fórum með þangað átti þau flest. Á Bestu útihátíðina fórum við með þrjá hunda og þeir skiluðu stórum hluta fíkniefnamálanna. Meðal hundanna var hundur Fangelsismálastofnunar, sem hefur hlotið nafnið Vinkill. Hann fór alveg á kostum.“ Steinar segir mjög strangar kröfur gerðar til unghundanna og gríðarlega vinnu lagða í þá. Ríkislögreglustjóri vilji reka metnaðarfullt starf hvað alla þætti varði. Mjög góð samvinna sé milli lögreglu, Fangelsismálastofnunar og tollgæslu um þjálfun hundanna sem og öll önnur verkefni. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
„Þessi tilraun heppnaðist framar öllum vonum. Ég er búinn að þjálfa þrjá hvolpanna og er að byrja með þann fjórða. Þessir hvolpar standast hæstu gæðakröfur.“ Þetta segir Steinar Gunnarsson, yfirhundaþjálfari embættis ríkislögreglustjóra, um hvolpa fíkniefnahundanna Ellu og Nelsons, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ákveðið var að para hundinn og tíkina, sem bæði eru innflutt, til að freista þess að fá nothæfa fíkniefnahunda undan þeim. Steinar segir tilraunina hafa heppnast svo vel að líkja megi hvolpunum við lottóvinning. Með þessu sparist að minnsta kosti tíu milljónir króna þar sem innfluttir hundar séu mjög dýrir. Þrír eða fjórir unghundanna verða notaðir hjá lögreglu, tveir hjá tollgæslunni og einn fær Fangelsismálastofnun. „Við prófuðum unghundana á útihátíðum um síðustu helgi. Á Eistnaflugshátíðinni komu upp 29 fíkniefnamál. Hundurinn sem við fórum með þangað átti þau flest. Á Bestu útihátíðina fórum við með þrjá hunda og þeir skiluðu stórum hluta fíkniefnamálanna. Meðal hundanna var hundur Fangelsismálastofnunar, sem hefur hlotið nafnið Vinkill. Hann fór alveg á kostum.“ Steinar segir mjög strangar kröfur gerðar til unghundanna og gríðarlega vinnu lagða í þá. Ríkislögreglustjóri vilji reka metnaðarfullt starf hvað alla þætti varði. Mjög góð samvinna sé milli lögreglu, Fangelsismálastofnunar og tollgæslu um þjálfun hundanna sem og öll önnur verkefni. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira