Innlent

Um 2.600 brot umferðinni

Nær 500 brot, þar sem menn voru við akstur sviptir ökuréttindum, voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Þá voru 300 mál færð til bókar þar sem á ferðinni voru ökumenn er aldrei höfðu öðlast ökuréttindi.

þetta kemur fram í ársskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2010.

Þá stöðvaði lögregla 800 sinnum akstur drukkinna ökumanna. Bílstjórar undir áhrifum fíkniefna voru hins vegar um 500 eða ámóta margir og þeir sem töluðu í síma án handfrjáls búnaðar meðan á akstri stóð.

-jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×