Erlent

Suður-Súdan er komið í hópinn

Á Allsherjarþinginu Fulltrúum Suður-Súdans óskað til hamingju.
nordicphotos/AFP
Á Allsherjarþinginu Fulltrúum Suður-Súdans óskað til hamingju. nordicphotos/AFP
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York samþykkti í gær inngöngu Suður-Súdans í samtökin. Suður-Súdan er þar með formlega orðið 193. ríki Sameinuðu þjóðanna.

Joseph Deiss, forseti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, sló hamri sínum í ræðupúlt þingsins í gær til að lýsa yfir inngöngu Suður-Súdans og uppskar fagnandi lófatak þingfulltrúa.

Suður-Súdan lýsti yfir sjálfstæði um síðustu helgi í samræmi við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu í janúar.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×