Erlent

Fundu sjaldgæfa snæhlébarða

snæhlébarði Dýrin sem fundust eru sögð óvenjulega heilbrigð, en snæhlébarðar eru í mikilli útrýmingarhættu.
fréttablaðið/ap
snæhlébarði Dýrin sem fundust eru sögð óvenjulega heilbrigð, en snæhlébarðar eru í mikilli útrýmingarhættu. fréttablaðið/ap
Sjaldgæfir snæhlébarðar hafa fundist í fjöllum í norðausturhluta Afganistans. Hlébarðarnir eru við góða heilsu að sögn náttúruverndarsinna sem hafa rannsakað málið.

Snæhlébarðar eru mjög sjaldgæfir og eru taldir í útrýmingarhættu. Þeim hefur fækkað um allt að tuttugu prósent á síðustu sextán árum og talið er að á bilinu 4.500 til 7.500 dýr séu til í heiminum öllum.

Myndavélar voru notaðar við rannsóknina og settar upp á sextán mismunandi stöðum á stóru landsvæði. Myndir af hlébörðunum náðust þannig og ríkir mikil ánægja með fundinn meðal náttúruverndarsamtakanna Wildlife Conservation Society, sem framkvæmdu rannsóknina.

Yfirmaður þeirra í Asíu, Peter Zahler, segir að uppgötvunin sýni að snæhlébarðar eigi sér von um framtíð í Afganistan. Mikilvægt sé að tryggja dýrunum öryggi, en þau eru mjög eftirsótt. Bæði eru feldir þeirra dýrmætir og þau eru vinsæl sem ólögleg gæludýr. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×