Tæp milljón hjá þremur ráðuneytum 15. júlí 2011 06:00 vigdís hauksdóttir Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn: 1. Hvað fóru starfsmenn ráðuneyta og embættismenn í undirstofnunum þeirra oft til útlanda á árunum 2007-2010? Til hvaða lands var farið og í hvaða erindum? 2. Hver er heildarkostnaður við ferðirnar með dagpeningum, sundurliðað eftir árum, ráðuneyti og undirstofnunum? Tölur bárust einungis frá þremur ráðuneytum: forsætis-, fjármála- og efnahags- og viðskipta. Samanlagður kostnaður þessara þriggja ráðuneyta við vinnslu svarsins nam 700 til 900 þúsund krónum og í hana fóru 197 til 223 vinnustundir. Einnig bárust svör frá umhverfisráðuneytinu, efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Í því fyrstnefnda fór 2 til 3 daga vinna eins starfsmanns í svarið, en kostnaður hefur ekki verið tekinn saman. Í svari efnahags- og viðskiptaráðuneytisins kemur fram að tímanum hafi ekki verið haldið til haga. Hann mælist þó í dögum en ekki klukkustundum. Í svari hins síðasttalda segir að verkið hafi verið unnið af starfsmönnum ráðuneytisins samhliða öðrum störfum og kostnaður og umfang ekki verið tekið saman. Forsætisráðuneytið: Kostnaður 150 til 200 þúsund krónur. Tími 42 til 48 vinnustundir. Fjármálaráðuneytið: Kostnaður 270 til 350 þúsund krónur. Tími um 45 vinnustundir. Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Kostnaður 280 til 350 þúsund krónur. Tími 80 til 100 vinnustundir. Ljóst er að ofansögðu að kostnaður við þessa einu fyrirspurn hefur hlaupið á milljónum, sé gert ráð fyrir því að hann sé svipaður hjá öllum ráðuneytum. Fréttir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn: 1. Hvað fóru starfsmenn ráðuneyta og embættismenn í undirstofnunum þeirra oft til útlanda á árunum 2007-2010? Til hvaða lands var farið og í hvaða erindum? 2. Hver er heildarkostnaður við ferðirnar með dagpeningum, sundurliðað eftir árum, ráðuneyti og undirstofnunum? Tölur bárust einungis frá þremur ráðuneytum: forsætis-, fjármála- og efnahags- og viðskipta. Samanlagður kostnaður þessara þriggja ráðuneyta við vinnslu svarsins nam 700 til 900 þúsund krónum og í hana fóru 197 til 223 vinnustundir. Einnig bárust svör frá umhverfisráðuneytinu, efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Í því fyrstnefnda fór 2 til 3 daga vinna eins starfsmanns í svarið, en kostnaður hefur ekki verið tekinn saman. Í svari efnahags- og viðskiptaráðuneytisins kemur fram að tímanum hafi ekki verið haldið til haga. Hann mælist þó í dögum en ekki klukkustundum. Í svari hins síðasttalda segir að verkið hafi verið unnið af starfsmönnum ráðuneytisins samhliða öðrum störfum og kostnaður og umfang ekki verið tekið saman. Forsætisráðuneytið: Kostnaður 150 til 200 þúsund krónur. Tími 42 til 48 vinnustundir. Fjármálaráðuneytið: Kostnaður 270 til 350 þúsund krónur. Tími um 45 vinnustundir. Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Kostnaður 280 til 350 þúsund krónur. Tími 80 til 100 vinnustundir. Ljóst er að ofansögðu að kostnaður við þessa einu fyrirspurn hefur hlaupið á milljónum, sé gert ráð fyrir því að hann sé svipaður hjá öllum ráðuneytum.
Fréttir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira