Stóra lífsskoðanamálið Bjarni Karlsson skrifar 12. júlí 2011 06:00 Nú hefur það gerst að mannréttindaráð borgarinnar hefur afgreitt frá sér tillögur um samskipti skóla og trúfélaga, þær hafa verið lagðar fyrir borgarráð til umfjöllunar og mig langar að útskýra hvaða slys ég álít vera þar á ferð. Gott eitt er að reglur séu settar um samskipti skólasamfélagsins við samstarfsaðila sína. Skýrar leikreglur eru af hinu góða. Vandinn er sá að tillögur mannréttindaráðs bera með sér háskalegan skort á félagslegu innsæi um leið og þær stangast á við almenna félagsvísindalega þekkingu. Hvort tveggja er ferlegt í stjórnmálum. Núna þegar félagslegt atlæti barna í hverfum borgarinnar gisnar og rýrnar af orsökum sem öllum eru ljósar þá er það mjög umhugsunarvert að lagt skuli til í nafni mannréttinda að tómstundastarf þúsunda barna og unglinga sem engan skugga hefur borið á í vitund almennings sé sett inn í sviga og þeim aðilum sem að því standa í góðri sátt við foreldra og skólasamfélag skuli meinað að kynna starfið við hlið skáta, íþróttafélaga og annarra sem bjóða börnum félagsstarf. Þar með er verið að jaðarsetja öll þau börn og allar þær fjölskyldur sem rækja kirkjustarf í borginni og sækja þangað félagsskap og önnur gæði. Slík smættun og tortryggni á félagslífi þúsunda einstaklinga er vond. Við eigum að byggja upp samfélag sem samþykkir og gerir ráð fyrir fjölbreytileika en ekki að leitast við að útrýma fjölbreytninni og búa til sérstöðu. Þá vil ég einnig vekja athygli á því að tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur fjalla í raun um heimsmynd almennings. Þar er beinlínis gengið út frá því að veraldleg heimsmynd sé hlutlaus, eðlileg og heilbrigð, en að trúarleg heimsmynd sé einkamál sem fólk skuli eiga við sjálft sig inni á eigin heimilum. Ég leyfi mér að fullyrða að hin viti borna íslenska alþýða muni aldrei treysta stjórnmálaafli sem taki afstöðu í trúarefnum. Þriðja atriðið sem ég nefni sem dæmi um skort á félagslegu innsæi er sú forgangsröðun sem birtist í tillögum mannréttindaráðs. Býsn mættum við vera fegin ef helsta ógnin sem steðjaði að börnum okkar væri sú að innan skólakerfisins væri verið að innræta ómótuðum sálum annarlegar trúarhugmyndir og grensulausir trúboðsprestar léku lausum hala um lóðir og ganga. Þá væri nú létt að skakka leikinn og tryggja mannréttindi barna. Í nýrri skýrslu sem UNICEF á Íslandi birti fyrir skemmstu er að vísu hvergi minnst á slíkan vanda en önnur og þungbærari málefni lögð fram. Og tökum eftir að þar er hvatt til samvinnu allra, bæði ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka í þágu barna. Tillögur mannréttindaráðs eru aftur til þess fallnar að dreifa kröftum en sameina þá ekki. Loks vil ég benda á þá alvarlegu rökvillu sem fólgin er í hugmyndinni um hlutlausan, ógildishlaðinn vettvang í skólum borgarinnar. Það er almenn félagsvísindaleg vitneskja að hvert félag og stofnun hefur sín gildi, meðvituð og ómeðvituð. Hver persóna ber með sér sinn skilning á heiminum og ber vitni þeirri heimsmynd sem hún hefur eignast. Hlutverk skólans er að undirbúa börn undir þátttöku í samfélagi. Það er gert með því að gera þau læs. Við viljum að börnin okkar verði læs jafnt á bækur sem fólk, á tölur og andrúmsloft, á tækni og list. Þess vegna eiga skólar að sækjast eftir samvinnu við ábyrga og hæfa aðila sem kynna sjálfa sig fyrir börnum. Allt það helsta sem við lærum lærum við í gegnum persónur. Foreldra- og skólasamfélagið á að sækjast eftir því að fá inn á sviðið einstaklinga, stofnanir og félög sem skilgreina má sem samherja að uppeldi og menntun barna. Þessir aðilar eiga að koma á forsendum skólans á forsendum barnanna í umboði uppalendanna og þeir eiga að bera með sér sín gildi og skilaboð, gefa innsýn í list sína, heimsmynd, þekkingu og ástríðu sína á öllum mögulegum sviðum. Og þau eiga að gera það í trúnaði við foreldra- og skólasamfélagið. Það er löng og farsæl hefð fyrir því á meðal okkar að samfélag hinna fullorðnu eigi samstöðu um það atlæti sem börnum er búið þvert á allar pólitískar skoðanir, trúarhugmyndir og hrepparíg. Það ber hvorki vott um félagslegt innsæi né fulla rökhugsun þegar menn halda að meðvitaðar og mótaðar lífsskoðanir eða trú úthýsi fagmennsku. Sú afstaða er bara menningarlegur tepruskapur og er í eðli sínu í andstöðu við ábyrga menntastefnu. Borgarráð verður að bíða. Vönduð umræða þarf að fara fram. Upplýstir jafnaðarmenn í landinu munu ekki sætta sig við að stjórnmálaflokkur taki trúarafstöðu og mismuni borgurum landsins með þeim hætti sem nú stefnir í og borgarbúar munu ekki una því að kirkjustarfi í hverfum Reykjavíkur sé sópað út í horn með þótta og tortryggni í nafni mannréttinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Nú hefur það gerst að mannréttindaráð borgarinnar hefur afgreitt frá sér tillögur um samskipti skóla og trúfélaga, þær hafa verið lagðar fyrir borgarráð til umfjöllunar og mig langar að útskýra hvaða slys ég álít vera þar á ferð. Gott eitt er að reglur séu settar um samskipti skólasamfélagsins við samstarfsaðila sína. Skýrar leikreglur eru af hinu góða. Vandinn er sá að tillögur mannréttindaráðs bera með sér háskalegan skort á félagslegu innsæi um leið og þær stangast á við almenna félagsvísindalega þekkingu. Hvort tveggja er ferlegt í stjórnmálum. Núna þegar félagslegt atlæti barna í hverfum borgarinnar gisnar og rýrnar af orsökum sem öllum eru ljósar þá er það mjög umhugsunarvert að lagt skuli til í nafni mannréttinda að tómstundastarf þúsunda barna og unglinga sem engan skugga hefur borið á í vitund almennings sé sett inn í sviga og þeim aðilum sem að því standa í góðri sátt við foreldra og skólasamfélag skuli meinað að kynna starfið við hlið skáta, íþróttafélaga og annarra sem bjóða börnum félagsstarf. Þar með er verið að jaðarsetja öll þau börn og allar þær fjölskyldur sem rækja kirkjustarf í borginni og sækja þangað félagsskap og önnur gæði. Slík smættun og tortryggni á félagslífi þúsunda einstaklinga er vond. Við eigum að byggja upp samfélag sem samþykkir og gerir ráð fyrir fjölbreytileika en ekki að leitast við að útrýma fjölbreytninni og búa til sérstöðu. Þá vil ég einnig vekja athygli á því að tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur fjalla í raun um heimsmynd almennings. Þar er beinlínis gengið út frá því að veraldleg heimsmynd sé hlutlaus, eðlileg og heilbrigð, en að trúarleg heimsmynd sé einkamál sem fólk skuli eiga við sjálft sig inni á eigin heimilum. Ég leyfi mér að fullyrða að hin viti borna íslenska alþýða muni aldrei treysta stjórnmálaafli sem taki afstöðu í trúarefnum. Þriðja atriðið sem ég nefni sem dæmi um skort á félagslegu innsæi er sú forgangsröðun sem birtist í tillögum mannréttindaráðs. Býsn mættum við vera fegin ef helsta ógnin sem steðjaði að börnum okkar væri sú að innan skólakerfisins væri verið að innræta ómótuðum sálum annarlegar trúarhugmyndir og grensulausir trúboðsprestar léku lausum hala um lóðir og ganga. Þá væri nú létt að skakka leikinn og tryggja mannréttindi barna. Í nýrri skýrslu sem UNICEF á Íslandi birti fyrir skemmstu er að vísu hvergi minnst á slíkan vanda en önnur og þungbærari málefni lögð fram. Og tökum eftir að þar er hvatt til samvinnu allra, bæði ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka í þágu barna. Tillögur mannréttindaráðs eru aftur til þess fallnar að dreifa kröftum en sameina þá ekki. Loks vil ég benda á þá alvarlegu rökvillu sem fólgin er í hugmyndinni um hlutlausan, ógildishlaðinn vettvang í skólum borgarinnar. Það er almenn félagsvísindaleg vitneskja að hvert félag og stofnun hefur sín gildi, meðvituð og ómeðvituð. Hver persóna ber með sér sinn skilning á heiminum og ber vitni þeirri heimsmynd sem hún hefur eignast. Hlutverk skólans er að undirbúa börn undir þátttöku í samfélagi. Það er gert með því að gera þau læs. Við viljum að börnin okkar verði læs jafnt á bækur sem fólk, á tölur og andrúmsloft, á tækni og list. Þess vegna eiga skólar að sækjast eftir samvinnu við ábyrga og hæfa aðila sem kynna sjálfa sig fyrir börnum. Allt það helsta sem við lærum lærum við í gegnum persónur. Foreldra- og skólasamfélagið á að sækjast eftir því að fá inn á sviðið einstaklinga, stofnanir og félög sem skilgreina má sem samherja að uppeldi og menntun barna. Þessir aðilar eiga að koma á forsendum skólans á forsendum barnanna í umboði uppalendanna og þeir eiga að bera með sér sín gildi og skilaboð, gefa innsýn í list sína, heimsmynd, þekkingu og ástríðu sína á öllum mögulegum sviðum. Og þau eiga að gera það í trúnaði við foreldra- og skólasamfélagið. Það er löng og farsæl hefð fyrir því á meðal okkar að samfélag hinna fullorðnu eigi samstöðu um það atlæti sem börnum er búið þvert á allar pólitískar skoðanir, trúarhugmyndir og hrepparíg. Það ber hvorki vott um félagslegt innsæi né fulla rökhugsun þegar menn halda að meðvitaðar og mótaðar lífsskoðanir eða trú úthýsi fagmennsku. Sú afstaða er bara menningarlegur tepruskapur og er í eðli sínu í andstöðu við ábyrga menntastefnu. Borgarráð verður að bíða. Vönduð umræða þarf að fara fram. Upplýstir jafnaðarmenn í landinu munu ekki sætta sig við að stjórnmálaflokkur taki trúarafstöðu og mismuni borgurum landsins með þeim hætti sem nú stefnir í og borgarbúar munu ekki una því að kirkjustarfi í hverfum Reykjavíkur sé sópað út í horn með þótta og tortryggni í nafni mannréttinda.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar