Pistillinn: Ómetanlegur stuðningur Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 9. júlí 2011 09:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir Frjálsar Íþróttir Frjálsar íþróttir flokkast að forminu til sem einstaklingsíþróttir en í mínum huga er það alls ekki svo. Jú vissulega fer ég ein út á hlaupabrautina og inn í kúluvarpshringinn. Ég get ekki stólað á að liðsfélagi minn komi mér til bjargar þegar ég lendi í vandræðum og úrslitin, hversu hratt ég hleyp eða langt ég kasta, velta eingöngu á minni eigin frammistöðu og engum öðrum. Raunin er samt sú að að baki mér standa svo ótalmargir sem leggja sitt af mörkum svo ég geti náð sem bestum árangri. Árangur minn er í rauninni afsprengi af samvinnu milli mín og allra þeirra sem koma að mínu lífi með einhverjum hætti. Svo að nokkur dæmi séu tekin þá skipuleggja þjálfararnir mínir þjálfunina, kenna mér réttu tæknina og leggja línuna sem ég reyni að fylgja. Læknir, nuddari og sjúkraþjálfarar gera allt sem í þeirra valdi stendur svo að líkaminn minn þoli álagið og sálfræðingurinn hjálpar mér að halda geðheilsu. Umboðsmanninum mínum tekst að sannfæra styrktaraðila um að styðja við bakið á mér fjárhagslega og stendur sig með miklum sóma því ég fæ stuðning úr öllum áttum. Vinir og æfingafélagar hvetja mig dyggilega áfram og gera lífið skemmtilegra. Síðast en ekki síst er það svo fjölskyldan sem er líklega minn stærsti styrktaraðili á öllum sviðum lífsins. Þessi upptalning er alls ekki tæmandi og ég sé strax að ég er að gleyma liðinu mínu, Glímufélaginu Ármanni og öllu því fólki sem stoppar mig úti á götu og óskar mér góðs gengis. Ég veit fyrir víst að ég gæti aldrei staðið í þessu ein. Ég spyr mig að því á hverjum einasta degi hvort ég verðskuldi virkilega allan þann stuðning sem ég fæ og hvernig í ósköpunum standi á því að ég sé svo heppin að fá þetta tækifæri. Ég kem líklega aldrei til með að getað þakkað nægilega fyrir allan þann stuðning, hjálp og hvatningu sem ég fæ á hverjum einasta degi. Það eina sem mér dettur í hug að ég geti gert er að afreka eitthvað stórkostlegt og vona að það gleðji öll þau hjörtu sem hafa hjálpað mér í gegnum tíðina – það ætla ég að gera! Innlendar Pistillinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Frjálsar íþróttir flokkast að forminu til sem einstaklingsíþróttir en í mínum huga er það alls ekki svo. Jú vissulega fer ég ein út á hlaupabrautina og inn í kúluvarpshringinn. Ég get ekki stólað á að liðsfélagi minn komi mér til bjargar þegar ég lendi í vandræðum og úrslitin, hversu hratt ég hleyp eða langt ég kasta, velta eingöngu á minni eigin frammistöðu og engum öðrum. Raunin er samt sú að að baki mér standa svo ótalmargir sem leggja sitt af mörkum svo ég geti náð sem bestum árangri. Árangur minn er í rauninni afsprengi af samvinnu milli mín og allra þeirra sem koma að mínu lífi með einhverjum hætti. Svo að nokkur dæmi séu tekin þá skipuleggja þjálfararnir mínir þjálfunina, kenna mér réttu tæknina og leggja línuna sem ég reyni að fylgja. Læknir, nuddari og sjúkraþjálfarar gera allt sem í þeirra valdi stendur svo að líkaminn minn þoli álagið og sálfræðingurinn hjálpar mér að halda geðheilsu. Umboðsmanninum mínum tekst að sannfæra styrktaraðila um að styðja við bakið á mér fjárhagslega og stendur sig með miklum sóma því ég fæ stuðning úr öllum áttum. Vinir og æfingafélagar hvetja mig dyggilega áfram og gera lífið skemmtilegra. Síðast en ekki síst er það svo fjölskyldan sem er líklega minn stærsti styrktaraðili á öllum sviðum lífsins. Þessi upptalning er alls ekki tæmandi og ég sé strax að ég er að gleyma liðinu mínu, Glímufélaginu Ármanni og öllu því fólki sem stoppar mig úti á götu og óskar mér góðs gengis. Ég veit fyrir víst að ég gæti aldrei staðið í þessu ein. Ég spyr mig að því á hverjum einasta degi hvort ég verðskuldi virkilega allan þann stuðning sem ég fæ og hvernig í ósköpunum standi á því að ég sé svo heppin að fá þetta tækifæri. Ég kem líklega aldrei til með að getað þakkað nægilega fyrir allan þann stuðning, hjálp og hvatningu sem ég fæ á hverjum einasta degi. Það eina sem mér dettur í hug að ég geti gert er að afreka eitthvað stórkostlegt og vona að það gleðji öll þau hjörtu sem hafa hjálpað mér í gegnum tíðina – það ætla ég að gera!
Innlendar Pistillinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira