Guðrún Gróa skiptir körfunni út fyrir kraftlyftingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júní 2011 06:00 Guðrún Gróa hefur skilað körfuboltaskónum og mun nú einbeita sér að því að keppa í kraftlyftingum.fréttablaðið/anton Körfuknattleikskonan Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir hefur ákveðið að söðla um og mun nú einbeita sér að því að æfa og keppa í kraftlyftingum. Hún stefnir á að ná langt á heimsvísu og útilokar ekki að keppa á Ólympíuleikum ásamt systur sinni, frjálsíþróttakonunni Helgu Margréti. „Eins og málin standa núna er ég hætt í körfuboltanum og vonandi gengur mér það vel á nýjum vettvangi að ég verði bara í lyftingunum,“ sagði Guðrún Gróa, sem hefur verið valin besti varnarmaður Iceland Express-deildar kvenna síðustu þrjú ár og orðið bæði Íslands- og bikarmeistari með KR. Síðasta tímabil olli henni hins vegar vonbrigðum. „Ég hef stundum íhugað að skipta yfir í lyftingarnar og í vetur fór ég að gera það af fullri alvöru. Ég var ekki sátt við sjálfa mig og liðið í vetur. Ég var með hugann við lyftingarnar og langaði einfaldlega til að kýla á það,“ sagði hún en í vetur mætti hún til keppni á Íslandsmóti í kraftlyftingum að morgni til en keppti svo með KR í leik í úrslitakeppninni um kvöldið. „Það fór ekki vel saman,“ sagði hún og hló. „Það var alveg skelfilegt. Ég myndi ekki leggja í það aftur. Ég hef reynt að taka þetta saman og það gekk ekki upp. Maður þarf hvíld í sólarhring eftir æfingu í kraftlyftingum enda sást það á spilamennsku minni eftir áramót – ég var þreytt og ekki upp á mitt besta.“ Hún segir að það hafi átt ríkan þátt í ákvörðun sinni hversu langt hún geti náð í kraftlyftingunum. „Ég á enn eitt ár eftir í unglingaflokki og ætla ég að nýta næsta ár til að keppa í þeim flokki, bæði á Heims- og Evrópumeistaramóti,“ sagði hin 22 ára gamla Guðrún Gróa sem ætlar að sleppa heimsmeistaramóti unglinga sem fer fram í Kanada í haust. „Mér fannst það fullsnemmt fyrir mig að keppa á því móti. Ég mun því nota tímann fram að næsta keppnisári til að æfa, styrkja mig og aðlaga mig nýrri íþrótt. Þetta er nefnilega svo ótrúlega mikil breyting,“ segir hún og fagnar því að geta enn keppt í unglingaflokki. „Það er mikill kostur og hefur lengt minn íþróttaferil um mörg ár,“ sagði hún og hló. Hún segir fullar forsendur fyrir því að stefna langt í greininni. „Miðað við mína jafnaldra tel ég að ég geti náð langt á heimsvísu. Ég væri ekki til í að gefa körfuna upp á bátinn ef ég héldi annað.“ Guðrún Gróa segist alltaf hafa verið sterk en að það hafi verið einkaþjálfari hennar, Ingimundur Björgvinsson, sem benti henni á möguleikann á að keppa í kraftlyftingum. „Ég er sterk frá náttúrunnar hendi og hef alltaf verið. Svo benti Ingimundur mér á ýmsar tölur og staðreyndir og þróaðist þetta út frá því.“ Um möguleikann á því að keppa eitt sinn á Ólympíuleikum og þá með systur sinni segir hún að það sé ekki útilokað. „Kraftlyftingar eru eins og er ekki keppnisgrein á Ólympíuleikum vegna þess búnaðar sem notaður er í keppni. Á næsta ári verður hins vegar hætt að nota þennan búnað og gæti því verið að kraftlyftingar fengju aftur inni á Ólympíuleikum árið 2016. Þá er aldrei að vita.“ Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Körfuknattleikskonan Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir hefur ákveðið að söðla um og mun nú einbeita sér að því að æfa og keppa í kraftlyftingum. Hún stefnir á að ná langt á heimsvísu og útilokar ekki að keppa á Ólympíuleikum ásamt systur sinni, frjálsíþróttakonunni Helgu Margréti. „Eins og málin standa núna er ég hætt í körfuboltanum og vonandi gengur mér það vel á nýjum vettvangi að ég verði bara í lyftingunum,“ sagði Guðrún Gróa, sem hefur verið valin besti varnarmaður Iceland Express-deildar kvenna síðustu þrjú ár og orðið bæði Íslands- og bikarmeistari með KR. Síðasta tímabil olli henni hins vegar vonbrigðum. „Ég hef stundum íhugað að skipta yfir í lyftingarnar og í vetur fór ég að gera það af fullri alvöru. Ég var ekki sátt við sjálfa mig og liðið í vetur. Ég var með hugann við lyftingarnar og langaði einfaldlega til að kýla á það,“ sagði hún en í vetur mætti hún til keppni á Íslandsmóti í kraftlyftingum að morgni til en keppti svo með KR í leik í úrslitakeppninni um kvöldið. „Það fór ekki vel saman,“ sagði hún og hló. „Það var alveg skelfilegt. Ég myndi ekki leggja í það aftur. Ég hef reynt að taka þetta saman og það gekk ekki upp. Maður þarf hvíld í sólarhring eftir æfingu í kraftlyftingum enda sást það á spilamennsku minni eftir áramót – ég var þreytt og ekki upp á mitt besta.“ Hún segir að það hafi átt ríkan þátt í ákvörðun sinni hversu langt hún geti náð í kraftlyftingunum. „Ég á enn eitt ár eftir í unglingaflokki og ætla ég að nýta næsta ár til að keppa í þeim flokki, bæði á Heims- og Evrópumeistaramóti,“ sagði hin 22 ára gamla Guðrún Gróa sem ætlar að sleppa heimsmeistaramóti unglinga sem fer fram í Kanada í haust. „Mér fannst það fullsnemmt fyrir mig að keppa á því móti. Ég mun því nota tímann fram að næsta keppnisári til að æfa, styrkja mig og aðlaga mig nýrri íþrótt. Þetta er nefnilega svo ótrúlega mikil breyting,“ segir hún og fagnar því að geta enn keppt í unglingaflokki. „Það er mikill kostur og hefur lengt minn íþróttaferil um mörg ár,“ sagði hún og hló. Hún segir fullar forsendur fyrir því að stefna langt í greininni. „Miðað við mína jafnaldra tel ég að ég geti náð langt á heimsvísu. Ég væri ekki til í að gefa körfuna upp á bátinn ef ég héldi annað.“ Guðrún Gróa segist alltaf hafa verið sterk en að það hafi verið einkaþjálfari hennar, Ingimundur Björgvinsson, sem benti henni á möguleikann á að keppa í kraftlyftingum. „Ég er sterk frá náttúrunnar hendi og hef alltaf verið. Svo benti Ingimundur mér á ýmsar tölur og staðreyndir og þróaðist þetta út frá því.“ Um möguleikann á því að keppa eitt sinn á Ólympíuleikum og þá með systur sinni segir hún að það sé ekki útilokað. „Kraftlyftingar eru eins og er ekki keppnisgrein á Ólympíuleikum vegna þess búnaðar sem notaður er í keppni. Á næsta ári verður hins vegar hætt að nota þennan búnað og gæti því verið að kraftlyftingar fengju aftur inni á Ólympíuleikum árið 2016. Þá er aldrei að vita.“
Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti