Meira fjármagn lagt í neyðarsjóð ESB 21. júní 2011 03:00 Jean-Claude Trichet og Olli Rehn Seðlabankastjóri Evrópu og peningamálastjóri Evrópusambandsins á fundinum í Lúxemborg í gær.fréttablaðið/AP Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í gær að efla neyðarsjóð sambandsins, svo hann geti betur tekið á vanda stórskuldugra ríkja á borð við Grikkland, Írland og Portúgal. Jafnframt settu þeir aukinn þrýsting á grísk stjórnvöld, sem þurfa að fá frekari hjálp til að geta staðið undir afborgunum af skuldum í næsta mánuði. Ráðamenn Evrópusambandsríkjanna eru margir enn á nálum út af gríðarlegum skuldavanda nokkurra evruríkja, sem gæti stefnt framtíð evrunnar í voða. Samtals hafa ESB-ríkin nú ákveðið að gangast í ábyrgð fyrir 780 milljörðum evra, eða nærri 130.000 milljörðum króna, en það gerir þeim kleift að nota 440 milljarða evra, eða ríflega 72.000 milljarða króna til að hjálpa þeim ríkjum á evrusvæðinu sem eiga í óyfirstíganlegum fjárhagsvanda. Þetta er hátt í tvöföldun sjóðsins, sem settur var á laggirnar fyrir rúmu ári með 440 milljarða ábyrgð Evrópusambandsríkjanna og þar með 250 milljarða evra til reiðu handa skuldugu ríkjunum. Ábyrgðin þarf að vera töluvert hærri en það fjármagn sem notað verður svo vaxtakjör geti verið nægilega hagstæð. Neyðarsjóðurinn, sem nefnist Fjármálastöðugleikasjóður Evrópu, verður notaður þangað til nýtt Fjármálastöðugleikakerfi Evrópusambandsins kemst í gagnið um mitt ár 2013. Fjármálaráðherrarnir hafa hins vegar frestað fram í byrjun næsta mánaðar ákvörðun um næstu greiðslu til Grikklands, tólf milljarða evra sem áttu samkvæmt áætlun ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að greiðast út nú í þessum mánuði. Grísku stjórninni er gert að ljúka afgreiðslu nýrra aðhaldsaðgerða áður en framhald verður á aðstoð ESB og AGS, en alls hafa Grikkir nú þegar fengið 48 milljarða evra af þeim 110 milljörðum sem ákveðið var að veita vorið 2010. Grikkir þurfa á þessari greiðslu að halda til að geta staðið við stórar afborganir af lánum sínum í næsta mánuði. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að fá bæði grískan almenning og gríska þingið til að fallast á frekari skattahækkanir og frekari niðurskurð á ríkisútgjöldum ofan á allar þær sársaukafullu aðhaldsaðgerðir, sem nú þegar hefur verið gripið til. „Þetta eru erfiðir tímar,“ sagði Olli Rehn, peningamálastjóri Evrópusambandsins. „Umbótaþreytan sést á götum Aþenu, Madríd og víðar, og sama má segja um stuðningsþreytu nokkurra aðildarríkja okkar.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira
Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í gær að efla neyðarsjóð sambandsins, svo hann geti betur tekið á vanda stórskuldugra ríkja á borð við Grikkland, Írland og Portúgal. Jafnframt settu þeir aukinn þrýsting á grísk stjórnvöld, sem þurfa að fá frekari hjálp til að geta staðið undir afborgunum af skuldum í næsta mánuði. Ráðamenn Evrópusambandsríkjanna eru margir enn á nálum út af gríðarlegum skuldavanda nokkurra evruríkja, sem gæti stefnt framtíð evrunnar í voða. Samtals hafa ESB-ríkin nú ákveðið að gangast í ábyrgð fyrir 780 milljörðum evra, eða nærri 130.000 milljörðum króna, en það gerir þeim kleift að nota 440 milljarða evra, eða ríflega 72.000 milljarða króna til að hjálpa þeim ríkjum á evrusvæðinu sem eiga í óyfirstíganlegum fjárhagsvanda. Þetta er hátt í tvöföldun sjóðsins, sem settur var á laggirnar fyrir rúmu ári með 440 milljarða ábyrgð Evrópusambandsríkjanna og þar með 250 milljarða evra til reiðu handa skuldugu ríkjunum. Ábyrgðin þarf að vera töluvert hærri en það fjármagn sem notað verður svo vaxtakjör geti verið nægilega hagstæð. Neyðarsjóðurinn, sem nefnist Fjármálastöðugleikasjóður Evrópu, verður notaður þangað til nýtt Fjármálastöðugleikakerfi Evrópusambandsins kemst í gagnið um mitt ár 2013. Fjármálaráðherrarnir hafa hins vegar frestað fram í byrjun næsta mánaðar ákvörðun um næstu greiðslu til Grikklands, tólf milljarða evra sem áttu samkvæmt áætlun ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að greiðast út nú í þessum mánuði. Grísku stjórninni er gert að ljúka afgreiðslu nýrra aðhaldsaðgerða áður en framhald verður á aðstoð ESB og AGS, en alls hafa Grikkir nú þegar fengið 48 milljarða evra af þeim 110 milljörðum sem ákveðið var að veita vorið 2010. Grikkir þurfa á þessari greiðslu að halda til að geta staðið við stórar afborganir af lánum sínum í næsta mánuði. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að fá bæði grískan almenning og gríska þingið til að fallast á frekari skattahækkanir og frekari niðurskurð á ríkisútgjöldum ofan á allar þær sársaukafullu aðhaldsaðgerðir, sem nú þegar hefur verið gripið til. „Þetta eru erfiðir tímar,“ sagði Olli Rehn, peningamálastjóri Evrópusambandsins. „Umbótaþreytan sést á götum Aþenu, Madríd og víðar, og sama má segja um stuðningsþreytu nokkurra aðildarríkja okkar.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira