Iceland Express seint í 64 prósentum tilvika 21. júní 2011 06:00 Iceland Express stendur sig illa í að halda áætlun miðað við helstu flugfélög í flugi um Keflavíkurflugvöll. Þetta kemur fram í tölum Isavia ohf. sem rekur íslenska flugvelli. Fréttablaðið hefur undir höndum upplýsingar um frammistöðu flugfélaganna í að halda áætlun á Keflavíkurflugvelli sumarmánuðina þrjá í fyrra. Samkvæmt þeim stóð Astraeus, flugfélagið sem annast áætlunarflug fyrir Iceland Express, sig áberandi verst allra að þessu leyti. Á alþjóðlega vísu er miðað við að flugfélög hafi haldið áætlun ef seinkun er undir 15 mínútum. Af 823 brottförum hjá Iceland Express stóðst 351, eða aðeins 42,6 prósent, þennan mælikvarða í júní, júlí og ágúst í fyrra. Staðan er enn verri þegar litið er til komutíma. Þá voru aðeins 29,7 prósent af vélum félagins minna en 15 mínútur á eftir áætlun. Samanlagt átti Astraeus 1.644 lendingar og brottfarir á þessu tímabili og voru aðeins 592, eða 36,2 prósent á áætlun. Helsti keppinautur Iceland Express er Icelandair, sem hefur mun betri tölfræði að þessu leyti. Samtals átti Icelandair 4.963 lendingar og brottfarir á fyrrnefndu tímabili. Af þeim voru 3.663, eða 73,8 prósent, á áætlun. Því eru hlutfallslega helmingi fleiri flug á áætlun hjá Icelandair en hjá Iceland Express. Þá kemur fram að heill þriðjungur af brottförum Iceland Express frá Keflavíkurflugvelli í fyrrasumar er skilgreindur með „óhóflega" seinkun. Það þýðir að vélarnar voru 45 mínútum eða meira of seinar í loftið. Sambærileg tala fyrir Icelandair var 4,9 prósent. Nokkur önnur félög voru með áætlunarflug til Íslands í fyrrasumar. Aðeins tvö þeirra, SAS og Air Berlin, áttu fleiri en eitt hundrað samanlagðar brottfarir og lendingar, SAS með samtals 211 og Air Berlin með samtals 193. SAS hélt áætlun í 93,3 prósentum tilvika og Air Berlin í 74,1 prósenti tilvika. Fram kom á fundi samræmingarnefndar í fyrrahaust að vandamál væri hversu lítt Astraeus stæðist áætlanir og hversu illa félagið stæði sig í að upplýsa vallaryfirvöld um tafir. Ekki fást nýrri upplýsingar frá Isavia en þær sem hér er vísað til. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segist að svo stöddu ekki vilja tjá sig um það hvernig málin hafi þróast frá því í fyrra. Svör fengust heldur ekki hjá Iceland Express í gær. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar eru miklar seinkanir á áætlun félagins viðvarandi þessa dagana. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Sjá meira
Iceland Express stendur sig illa í að halda áætlun miðað við helstu flugfélög í flugi um Keflavíkurflugvöll. Þetta kemur fram í tölum Isavia ohf. sem rekur íslenska flugvelli. Fréttablaðið hefur undir höndum upplýsingar um frammistöðu flugfélaganna í að halda áætlun á Keflavíkurflugvelli sumarmánuðina þrjá í fyrra. Samkvæmt þeim stóð Astraeus, flugfélagið sem annast áætlunarflug fyrir Iceland Express, sig áberandi verst allra að þessu leyti. Á alþjóðlega vísu er miðað við að flugfélög hafi haldið áætlun ef seinkun er undir 15 mínútum. Af 823 brottförum hjá Iceland Express stóðst 351, eða aðeins 42,6 prósent, þennan mælikvarða í júní, júlí og ágúst í fyrra. Staðan er enn verri þegar litið er til komutíma. Þá voru aðeins 29,7 prósent af vélum félagins minna en 15 mínútur á eftir áætlun. Samanlagt átti Astraeus 1.644 lendingar og brottfarir á þessu tímabili og voru aðeins 592, eða 36,2 prósent á áætlun. Helsti keppinautur Iceland Express er Icelandair, sem hefur mun betri tölfræði að þessu leyti. Samtals átti Icelandair 4.963 lendingar og brottfarir á fyrrnefndu tímabili. Af þeim voru 3.663, eða 73,8 prósent, á áætlun. Því eru hlutfallslega helmingi fleiri flug á áætlun hjá Icelandair en hjá Iceland Express. Þá kemur fram að heill þriðjungur af brottförum Iceland Express frá Keflavíkurflugvelli í fyrrasumar er skilgreindur með „óhóflega" seinkun. Það þýðir að vélarnar voru 45 mínútum eða meira of seinar í loftið. Sambærileg tala fyrir Icelandair var 4,9 prósent. Nokkur önnur félög voru með áætlunarflug til Íslands í fyrrasumar. Aðeins tvö þeirra, SAS og Air Berlin, áttu fleiri en eitt hundrað samanlagðar brottfarir og lendingar, SAS með samtals 211 og Air Berlin með samtals 193. SAS hélt áætlun í 93,3 prósentum tilvika og Air Berlin í 74,1 prósenti tilvika. Fram kom á fundi samræmingarnefndar í fyrrahaust að vandamál væri hversu lítt Astraeus stæðist áætlanir og hversu illa félagið stæði sig í að upplýsa vallaryfirvöld um tafir. Ekki fást nýrri upplýsingar frá Isavia en þær sem hér er vísað til. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segist að svo stöddu ekki vilja tjá sig um það hvernig málin hafi þróast frá því í fyrra. Svör fengust heldur ekki hjá Iceland Express í gær. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar eru miklar seinkanir á áætlun félagins viðvarandi þessa dagana. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Sjá meira