80 prósent flóttamanna í þróunarríkjum 21. júní 2011 00:00 flóttamenn frá líbíu Mikill fjöldi hefur þurft að flýja frá Líbíu á þessu ári. nordicphotos/afp Áttatíu prósent allra flóttamanna í heiminum eru í þróunarríkjum. Þetta kemur fram í skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem gefin var út í gær á alþjóðadegi flóttamanna. Gríðarlegur fjöldi flóttamanna er í mörgum fátækustu ríkjum heims. 1,9 milljónir eru í Pakistan, 1,1 milljón í Íran og ein milljón í Sýrlandi. Tölurnar eru fyrir árið 2010 og ná því ekki til flóttamanna frá Sýrlandi og öðrum löndum þar sem mótmæli hafa verið barin niður á þessu ári. Í Pakistan eru einnig flestir flóttamenn miðað við stærð hagkerfisins, eða 710 á hvern Bandaríkjadal af landsframleiðslu á mann. Til samanburðar eru 17 flóttamenn á hvern dal landsframleiðslu á mann í Þýskalandi, sem er það iðnríkjanna sem hýsir flesta flóttamenn. Þar eru tæplega 600 þúsund flóttamenn. Flóttamannastofnunin segir að 43,7 milljónir manna séu á vergangi. Þar af eru 15,4 milljónir flóttamanna og 27,5 milljónir fólks sem er flóttamenn innan heimalandsins. Þá eru hælisleitendur tæplega 850 þúsund talsins. Stofnunin segir sérstakt áhyggjuefni að 15.500 hælisleitendanna séu börn sem hafi orðið viðskila við foreldra sína. António Guterres, yfirmaður stofnunarinnar, sagði í gær að ótti fólks í iðnríkjum við flóðbylgju flóttamanna væri byggður á misskilningi eða stórlega ýktur. Þvert á móti væru það fátækari ríkin sem bæru byrðarnar. Hann sagði heiminn vera að bregðast flóttafólki og að iðnríkin yrðu að taka á þessu ójafnvægi. Þau yrðu að taka á móti fleira flóttafólki og leggja meira af mörkum til friðarviðræðna. - þeb Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira
Áttatíu prósent allra flóttamanna í heiminum eru í þróunarríkjum. Þetta kemur fram í skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem gefin var út í gær á alþjóðadegi flóttamanna. Gríðarlegur fjöldi flóttamanna er í mörgum fátækustu ríkjum heims. 1,9 milljónir eru í Pakistan, 1,1 milljón í Íran og ein milljón í Sýrlandi. Tölurnar eru fyrir árið 2010 og ná því ekki til flóttamanna frá Sýrlandi og öðrum löndum þar sem mótmæli hafa verið barin niður á þessu ári. Í Pakistan eru einnig flestir flóttamenn miðað við stærð hagkerfisins, eða 710 á hvern Bandaríkjadal af landsframleiðslu á mann. Til samanburðar eru 17 flóttamenn á hvern dal landsframleiðslu á mann í Þýskalandi, sem er það iðnríkjanna sem hýsir flesta flóttamenn. Þar eru tæplega 600 þúsund flóttamenn. Flóttamannastofnunin segir að 43,7 milljónir manna séu á vergangi. Þar af eru 15,4 milljónir flóttamanna og 27,5 milljónir fólks sem er flóttamenn innan heimalandsins. Þá eru hælisleitendur tæplega 850 þúsund talsins. Stofnunin segir sérstakt áhyggjuefni að 15.500 hælisleitendanna séu börn sem hafi orðið viðskila við foreldra sína. António Guterres, yfirmaður stofnunarinnar, sagði í gær að ótti fólks í iðnríkjum við flóðbylgju flóttamanna væri byggður á misskilningi eða stórlega ýktur. Þvert á móti væru það fátækari ríkin sem bæru byrðarnar. Hann sagði heiminn vera að bregðast flóttafólki og að iðnríkin yrðu að taka á þessu ójafnvægi. Þau yrðu að taka á móti fleira flóttafólki og leggja meira af mörkum til friðarviðræðna. - þeb
Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira