Innlent

Ástand sjávar fer ört versnandi

Kóralrif Kóralrif sjávar eru í bráðri hætta vegna ýmissa álagsþátta, segir í skýrslunni.
Kóralrif Kóralrif sjávar eru í bráðri hætta vegna ýmissa álagsþátta, segir í skýrslunni.
Höf jarðar eru í verra ástandi en áður hefur verið talið, að mati hóps sérfræðinga. Í nýrri skýrslu er varað við því að mikil hætta sé á að tímabil fjöldaútdauða meðal sjávarlífvera renni upp í fyrsta sinn á sögulegum tíma. Ofveiði, mengun og loftslagsbreytingar eru sagðar meðal orsaka þessa vanda, sem sé þegar farinn að hafa áhrif á mannkynið.

Sérfræðingahópurinn starfaði undir merkjum IPSO, alþjóðlega verkefnisins um stöðu sjávar. Í honum voru vísindamenn úr fjölda greina, þar á meðal sérfræðingar um kóralrif, eiturefnafræðingar og sérfræðingar í fiskistofnum.

„Niðurstöðurnar eru sláandi,“ segir Alex Rogers, framkvæmdastjóri IPSO. „Þegar við mátum samanlögð áhrif mannkynsins á höfin áttuðum við okkur á því að staðan er mun alvarlegri en ætla má þegar litið er afmarkað á hvern þátt.“

Niðurstöður skýrslunnar verða kynntar síðar í vikunni í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.

Þá verða tillögur skýrsluhöfunda einnig ræddar en meðal þeirra má nefna að komið verði í veg fyrir ofveiði af meiri krafti en áður og að losun eiturefna og plasts í höfin verði minnkuð verulega. - mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×