Frelsi fylgir ábyrgð - I Katrín Jakobsdóttir skrifar 19. maí 2011 10:00 Í lok apríl samþykkti Alþingi lög um fjölmiðla og setti þar með í fyrsta sinn heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra hér á landi. Markmið laganna er að stuðla að tjáningarfrelsi, rétti til upplýsinga, fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlun, sem og að efla vernd neytenda á þeim vettvangi. Aðdragandi og kynningLíklega hafa fá lög sem sett hafa verið á undanförnum árum átt jafn langan aðdraganda og hlotið eins góðan undirbúning. Í raun má segja að undirbúningur hafi hafist haustið 2004 þegar þáverandi menntamálaráðherra skipaði þverpólitíska nefnd stjórnmálamanna til að athuga ýmis atriði er lúta að íslensku fjölmiðlaumhverfi. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra vorið 2005 og í framhaldinu var síðan lagt fram frumvarp sem byggðist á tillögum hennar. Í lok árs 2007 samþykkti Evrópuþingið og -ráðið nýja hljóð- og myndmiðlunartilskipun sem verður að leiða í lög hér á landi á grundvelli EES-samningsins og eru í henni breytingar á þeirri tilskipun sem útvarpslögin frá árinu 2000 byggðust á. Vinna við gerð þess frumvarps, sem nú er orðið að lögum, hófst í byrjun árs 2008 og var þá ákveðið að byggja lögin á þessu tvennu. Síðar var ákveðið að láta frumvarpið taka til allra fjölmiðla vegna þess að gildandi prentlög og útvarpslög hafa ekki fylgt þeim tæknibreytingum sem orðið hafa, m.a. með tilkomu netsins. Þá þótti rétt að skýra og bæta réttarstöðu blaða- og fréttamanna, t.d. með því að samræma ábyrgðarreglur milli ólíkra miðla. Við gerð frumvarpsins var löggjöf nágrannaríkja okkar, tilmæli og leiðbeinandi reglur Evrópuráðsins og Evrópusambandsins athugaðar og hafðar til hliðsjónar. Haustið 2009 þegar frumvarpið var fullbúið var það sett í almenna kynningu á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem allir gátu gert athugasemdir við það. Tekið var tillit til margra þeirra athugasemda sem bárust áður en frumvarpið var lagt fram. Upphaflega var mælt fyrir frumvarpinu á vorþingi 2010 og var það tekið til umfjöllunar í menntamálanefnd og leitað umsagna frá ýmsum aðilum. Gerði nefndin ýmsar breytingar á frumvarpinu, sem ekki gafst tími til að ljúka áður en þingi var slitið. Af því leiddi að frumvarpið var lagt fram að nýju á haustþingi 2010 með þeim breytingum sem menntamálanefnd Alþingis hafði gert. Að lokinni ítarlegri og vandaðri meðferð nefndarinnar samþykkti Alþingi frumvarpið sem lög hinn 15. apríl síðastliðinn. Hvers vegna lög um fjölmiðla?Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er hlutverk fjölmiðla skilgreint með skýrum hætti en þar segir að fjölmiðlar leiki „lykilhlutverk í lýðræðissamfélagi með því að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald þeim öflum sem vinna gegn almannahag". Í fjölmiðlalögunum er gengið út frá þessari skilgreiningu. Auk tjáningarfrelsis, sem allir þegnar í lýðræðisríkjum njóta, eru fjölmiðlum veitt tiltekin réttindi umfram aðra, t.d. er varðar vernd heimildarmanna. Í ljósi þeirrar sérstöðu og áhrifavalds sem fjölmiðlar í lýðræðisríkjum hafa er litið svo á að þeir hafi ríkum skyldum að gegna gagnvart almenningi. Í evrópskum lýðræðisríkjum er því almennt talið að fjölmiðlar séu af þessum sökum ólíkir öðrum fyrirtækjum og því sé eðlilegt að um þá gildi annað regluverk en um hefðbundinn rekstur. Menn líta þó fjölmiðla ólíkum augum og eru sumir þeirrar skoðunar að þeir séu ekki á nokkurn hátt frábrugðnir öðrum fyrirtækjum. Oft er í því samhengi vitnað til ummæla Marks Fowler, fyrrverandi formanns Fjölmiðlanefndar Bandaríkjanna, sem taldi að sjónvarp væri eins og hvert annað rafmagnstæki – væri brauðrist með myndum! Afstaða af þessu tagi til fjölmiðla er mun almennari í Bandaríkjunum en í Evrópu. Í nýjum fjölmiðlalögum okkar er hið evrópska sjónarmið ríkjandi. Réttindi fjölmiðlafólks tryggðEitt meginmarkmið nýrra fjölmiðlalaga er að skýra og bæta réttarumhverfi blaða- og fréttamanna. Sett voru ákvæði um vernd heimildarmanna, ábyrgðarreglur voru samræmdar fyrir hljóð- og myndmiðla, nýmiðla og prentmiðla. Jafnframt var sett ákvæði um sjálfstæði ritstjórna, þar sem tekið er til starfsskilyrða og starfshátta til að tryggja sjálfstæði blaða- og fréttamanna gagnvart eigendum auk skilyrða fyrir áminningum og brottrekstri blaða- og fréttamanna. Við undirbúning lagafrumvarpsins var leitað upplýsinga um ábyrgðarreglur í hinum Norðurlandaríkjunum og hvernig stjórnvaldssektum, fésektum og skaðabótakröfum er beitt gagnvart fjölmiðlum. Fulltrúar blaðamannasamtaka á Norðurlöndunum veittu fúslega upplýsingar um ýmis mál auk þess sem lög nágrannaríkja okkar voru höfð til hliðsjónar við frumvarpssmíðina. Markmiðið með fyrrgreindum ákvæðum er að draga úr svokölluðum kælingaráhrifum, sem birtast í því að blaða- og fréttamenn hika við að taka á viðkvæmum málum vegna þess að það getur komið sér illa fyrir eigendur þeirra eða aðra hagsmunaaðila, t.d. auglýsendur. Lögin eiga að gera fjölmiðlafólki auðveldara með að vernda heimildarmenn sína, það verði ekki gert ábyrgt fyrir beinum tilvitnunum nafngreindra heimildarmanna í greinum sínum og dregið verði úr líkum á tilefnislausum brottrekstri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í lok apríl samþykkti Alþingi lög um fjölmiðla og setti þar með í fyrsta sinn heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra hér á landi. Markmið laganna er að stuðla að tjáningarfrelsi, rétti til upplýsinga, fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlun, sem og að efla vernd neytenda á þeim vettvangi. Aðdragandi og kynningLíklega hafa fá lög sem sett hafa verið á undanförnum árum átt jafn langan aðdraganda og hlotið eins góðan undirbúning. Í raun má segja að undirbúningur hafi hafist haustið 2004 þegar þáverandi menntamálaráðherra skipaði þverpólitíska nefnd stjórnmálamanna til að athuga ýmis atriði er lúta að íslensku fjölmiðlaumhverfi. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra vorið 2005 og í framhaldinu var síðan lagt fram frumvarp sem byggðist á tillögum hennar. Í lok árs 2007 samþykkti Evrópuþingið og -ráðið nýja hljóð- og myndmiðlunartilskipun sem verður að leiða í lög hér á landi á grundvelli EES-samningsins og eru í henni breytingar á þeirri tilskipun sem útvarpslögin frá árinu 2000 byggðust á. Vinna við gerð þess frumvarps, sem nú er orðið að lögum, hófst í byrjun árs 2008 og var þá ákveðið að byggja lögin á þessu tvennu. Síðar var ákveðið að láta frumvarpið taka til allra fjölmiðla vegna þess að gildandi prentlög og útvarpslög hafa ekki fylgt þeim tæknibreytingum sem orðið hafa, m.a. með tilkomu netsins. Þá þótti rétt að skýra og bæta réttarstöðu blaða- og fréttamanna, t.d. með því að samræma ábyrgðarreglur milli ólíkra miðla. Við gerð frumvarpsins var löggjöf nágrannaríkja okkar, tilmæli og leiðbeinandi reglur Evrópuráðsins og Evrópusambandsins athugaðar og hafðar til hliðsjónar. Haustið 2009 þegar frumvarpið var fullbúið var það sett í almenna kynningu á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem allir gátu gert athugasemdir við það. Tekið var tillit til margra þeirra athugasemda sem bárust áður en frumvarpið var lagt fram. Upphaflega var mælt fyrir frumvarpinu á vorþingi 2010 og var það tekið til umfjöllunar í menntamálanefnd og leitað umsagna frá ýmsum aðilum. Gerði nefndin ýmsar breytingar á frumvarpinu, sem ekki gafst tími til að ljúka áður en þingi var slitið. Af því leiddi að frumvarpið var lagt fram að nýju á haustþingi 2010 með þeim breytingum sem menntamálanefnd Alþingis hafði gert. Að lokinni ítarlegri og vandaðri meðferð nefndarinnar samþykkti Alþingi frumvarpið sem lög hinn 15. apríl síðastliðinn. Hvers vegna lög um fjölmiðla?Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er hlutverk fjölmiðla skilgreint með skýrum hætti en þar segir að fjölmiðlar leiki „lykilhlutverk í lýðræðissamfélagi með því að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald þeim öflum sem vinna gegn almannahag". Í fjölmiðlalögunum er gengið út frá þessari skilgreiningu. Auk tjáningarfrelsis, sem allir þegnar í lýðræðisríkjum njóta, eru fjölmiðlum veitt tiltekin réttindi umfram aðra, t.d. er varðar vernd heimildarmanna. Í ljósi þeirrar sérstöðu og áhrifavalds sem fjölmiðlar í lýðræðisríkjum hafa er litið svo á að þeir hafi ríkum skyldum að gegna gagnvart almenningi. Í evrópskum lýðræðisríkjum er því almennt talið að fjölmiðlar séu af þessum sökum ólíkir öðrum fyrirtækjum og því sé eðlilegt að um þá gildi annað regluverk en um hefðbundinn rekstur. Menn líta þó fjölmiðla ólíkum augum og eru sumir þeirrar skoðunar að þeir séu ekki á nokkurn hátt frábrugðnir öðrum fyrirtækjum. Oft er í því samhengi vitnað til ummæla Marks Fowler, fyrrverandi formanns Fjölmiðlanefndar Bandaríkjanna, sem taldi að sjónvarp væri eins og hvert annað rafmagnstæki – væri brauðrist með myndum! Afstaða af þessu tagi til fjölmiðla er mun almennari í Bandaríkjunum en í Evrópu. Í nýjum fjölmiðlalögum okkar er hið evrópska sjónarmið ríkjandi. Réttindi fjölmiðlafólks tryggðEitt meginmarkmið nýrra fjölmiðlalaga er að skýra og bæta réttarumhverfi blaða- og fréttamanna. Sett voru ákvæði um vernd heimildarmanna, ábyrgðarreglur voru samræmdar fyrir hljóð- og myndmiðla, nýmiðla og prentmiðla. Jafnframt var sett ákvæði um sjálfstæði ritstjórna, þar sem tekið er til starfsskilyrða og starfshátta til að tryggja sjálfstæði blaða- og fréttamanna gagnvart eigendum auk skilyrða fyrir áminningum og brottrekstri blaða- og fréttamanna. Við undirbúning lagafrumvarpsins var leitað upplýsinga um ábyrgðarreglur í hinum Norðurlandaríkjunum og hvernig stjórnvaldssektum, fésektum og skaðabótakröfum er beitt gagnvart fjölmiðlum. Fulltrúar blaðamannasamtaka á Norðurlöndunum veittu fúslega upplýsingar um ýmis mál auk þess sem lög nágrannaríkja okkar voru höfð til hliðsjónar við frumvarpssmíðina. Markmiðið með fyrrgreindum ákvæðum er að draga úr svokölluðum kælingaráhrifum, sem birtast í því að blaða- og fréttamenn hika við að taka á viðkvæmum málum vegna þess að það getur komið sér illa fyrir eigendur þeirra eða aðra hagsmunaaðila, t.d. auglýsendur. Lögin eiga að gera fjölmiðlafólki auðveldara með að vernda heimildarmenn sína, það verði ekki gert ábyrgt fyrir beinum tilvitnunum nafngreindra heimildarmanna í greinum sínum og dregið verði úr líkum á tilefnislausum brottrekstri.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun