Getum hætt í Schengen-samstarfinu 14. maí 2011 03:00 Ögmundur Jónasson Ráðherra segist ánægður með áform innanríkisráðherra ESB um framtíð Schengen-samstarfsins og vill að þjóðríkin geti haft frjálsari hendur til að sinna landamæraeftirliti gagnvart glæpagengjum og dæmdum mönnum.Fréttablaðið/stefán „Íslendingar geta náttúrlega sagt sig úr Schengen,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann svarar þannig spurningu blaðsins um hvaða úrræði íslensk stjórnvöld hafi til að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem innanríkisráðherrar Evrópusambandsþjóðanna eru að taka þessa dagana um framtíð Schengen-samstarfsins. Ögmundur sat ekki fund ráðherranna á fimmtudag. Hann tekur fram að ekki sé víst að úrsögn úr Schengen sé eina leið Íslendinga til að hafa áhrif á gang mála, né leggur hann til að sú leið verði farin að óathuguðu máli. Hann minnir á andstöðu sína við þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu á sínum tíma en er ánægður með hugmyndir innanríkisráðherranna um að aðildarríki Schengen fái rýmri heimildir til að sinna landamæraeftirliti. „Það sem mér sýnist menn vera að gera núna er að opna á þá hugsun að nýta kostina sem fylgja Schengen, sem felast í samvinnu lögreglu- og dómsyfirvalda í baráttu gegn glæpagengjum. Það eru ótvíræðir kostir. Hitt er ókostur að geta ekki fylgt eftir ákvörðunum sem teknar eru í einstökum ríkjum með virku eftirliti. Þessi mál virðast vera að komast í endurmat og það tel ég mjög gott,“ segir hann. Almennt segir Ögmundur að aukinn þrýstingur hafi verið á endurskoðun Schengen-samstarfsins á Íslandi og þingmenn hafi meðal annars viljað gera úttekt á kostum og göllum þess. Þar hafi verið viðraðar áhyggjur af því að innlend yfirvöld hafi ekki nægilegt svigrúm til að sinna gæslunni. „Þessar áhyggjur eru ekki bundnar við Ísland og þessi ákvörðun innanríkisráðherra Evrópusambandsins endurspeglar það. Ég tel hana vera mjög til góðs,“ segir Ögmundur. Hann telur að Ísland geti tekið undir með fundinum. klemens@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
„Íslendingar geta náttúrlega sagt sig úr Schengen,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann svarar þannig spurningu blaðsins um hvaða úrræði íslensk stjórnvöld hafi til að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem innanríkisráðherrar Evrópusambandsþjóðanna eru að taka þessa dagana um framtíð Schengen-samstarfsins. Ögmundur sat ekki fund ráðherranna á fimmtudag. Hann tekur fram að ekki sé víst að úrsögn úr Schengen sé eina leið Íslendinga til að hafa áhrif á gang mála, né leggur hann til að sú leið verði farin að óathuguðu máli. Hann minnir á andstöðu sína við þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu á sínum tíma en er ánægður með hugmyndir innanríkisráðherranna um að aðildarríki Schengen fái rýmri heimildir til að sinna landamæraeftirliti. „Það sem mér sýnist menn vera að gera núna er að opna á þá hugsun að nýta kostina sem fylgja Schengen, sem felast í samvinnu lögreglu- og dómsyfirvalda í baráttu gegn glæpagengjum. Það eru ótvíræðir kostir. Hitt er ókostur að geta ekki fylgt eftir ákvörðunum sem teknar eru í einstökum ríkjum með virku eftirliti. Þessi mál virðast vera að komast í endurmat og það tel ég mjög gott,“ segir hann. Almennt segir Ögmundur að aukinn þrýstingur hafi verið á endurskoðun Schengen-samstarfsins á Íslandi og þingmenn hafi meðal annars viljað gera úttekt á kostum og göllum þess. Þar hafi verið viðraðar áhyggjur af því að innlend yfirvöld hafi ekki nægilegt svigrúm til að sinna gæslunni. „Þessar áhyggjur eru ekki bundnar við Ísland og þessi ákvörðun innanríkisráðherra Evrópusambandsins endurspeglar það. Ég tel hana vera mjög til góðs,“ segir Ögmundur. Hann telur að Ísland geti tekið undir með fundinum. klemens@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira