Innlent

Óttast átök Black Pistons og Hells Angels

Black Pistons, mótorhjólaklúbbur
Black Pistons, mótorhjólaklúbbur
Black Pistons er stuðningsklúbbur Outlaws, sem eru ein stærstu vélhjólasamtök heims, og nær alls staðar skilgreind sem skipulögð glæpasamtök.

Black Pistons á sér ekki langa sögu á Íslandi. Hana má rekja til þess þegar Jón Trausti Lúthersson hrökklaðist úr formannsembætti Fáfnis, nú Hells Angels á Íslandi, og í kjölfarið til Noregs. Þar gekk hann til liðs við Outlaws, sem hafa löngum eldað grátt silfur við Hells Angels, og hafði síðan veg og vanda af stofnun Black Pistons hérlendis.

Lögregla telur að klúbburinn hafi verið stofnaður til höfuðs Hells Angels á Íslandi og hefur um nokkurt skeið óttast að slá kunni í brýnu á milli klúbbanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×