Erlent

Bush vildi ekki ná bin Laden

Lawrence Wilkerson
Lawrence Wilkerson
Lawrence Wilkerson, fyrrverandi starfsmannastjóri Colins Powell, sem þá var utanríkisráðherra í stjórn George W. Bush, segist telja að Bush og ríkisstjórn hans hafi ekki viljað hafa hendur í hári bin Ladens.

„Maður gæti verið mjög kaldranalegur og sagt að hann hefði ekki viljað ná honum vegna þess að þegar hann væri kominn í þeirra hendur væri stríðinu lokið og allt pólitíska forskotið þar með farið,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali.

„Eða maður gæti sagt að þeir hafi gert sér grein fyrir því að það væri nánast ómögulegt að ná honum vegna þess sem þeir höfðu gert bæði leyniþjónustunni og öðrum þeim stofnunum sem þurfti til að ná honum. Þeir voru nánast búnir að leggja það allt í rúst.“- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×