Tímamótasamningur um leit og björgun 13. maí 2011 01:00 Utanríkisráðherrar aðildarríkja Norðurskautsráðsins undirrituðu í gær í Nuuk á Grænlandi samning um leit og björgun á norðurslóðum. „Þessi samningur skiptir miklu máli fyrir Ísland og aðrar þjóðir vegna þess að hann tryggir greiðara samstarf yfir lögsagnarmörk. Ef í nauðir rekur verður hægt að nýta getu annarra þjóða til þess að koma að leit og björgun,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að lokinni undirskrift samningsins. Auk hans undirrituðu samninginn utanríkisráðherrar hinna aðildarríkja Norðurskautsráðsins, sem eru Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Rússland, Kanada og Bandaríkin. Össur lagði áherslu á að gagnkvæmu skuldbindingunum fylgdi aukið öryggi. „Þær gera okkur sem höfum yfir stóru umdæmi að ráða miklu tryggari þegar umferð fer að aukast hér, til dæmis flutningar á stórum olíuskipum og þegar ný svæði til vinnslu fara að opnast.“ Siglingar allt árið á norðurslóðum verða miklu fyrr en áður var talið, að sögn Össurar. „Samkvæmt því sem vísindamenn sýndu hér á ráðstefnunni gætu siglingar nánast allt árið orðið innan tíu ára í stað þrjátíu til fjörutíu ára eins og áður hafði verið áætlað. Ástæðan er sú að stór svæði munu bráðna algjörlega. Það sem er að vetrinum er bara lagnaðarís liðins árs og þegar er verið að byggja skip sem hæfa til þess konar flutninga.“ Um tímamótasamning er að ræða að mati fulltrúa aðildarríkjanna. „Þetta er mjög mikilvægur samningur, bæði vegna innihalds hans og vegna þess að eftir fundinn hér í Nuuk voru það almenn sammæli allra að samningurinn ætti að vera fordæmi fyrir fleiri samninga.“ Össur tók það fram að Íslendingar hefðu barist fyrir gerð samnings um mengunarvarnir. „Ég átti til dæmis orðaskipti við Rússa og þeir lýstu því yfir að þeir litu svo á að þessi samningur væri gegnumbrot og að í anda hans ætti að gera fleiri samninga, til dæmis samning um mengunarvarnir ef olíuslys yrðu. Það má segja að þegar Rússar eru komnir um borð í þetta er björninn unninn. Þetta verður næsta verk.“ ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Utanríkisráðherrar aðildarríkja Norðurskautsráðsins undirrituðu í gær í Nuuk á Grænlandi samning um leit og björgun á norðurslóðum. „Þessi samningur skiptir miklu máli fyrir Ísland og aðrar þjóðir vegna þess að hann tryggir greiðara samstarf yfir lögsagnarmörk. Ef í nauðir rekur verður hægt að nýta getu annarra þjóða til þess að koma að leit og björgun,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að lokinni undirskrift samningsins. Auk hans undirrituðu samninginn utanríkisráðherrar hinna aðildarríkja Norðurskautsráðsins, sem eru Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Rússland, Kanada og Bandaríkin. Össur lagði áherslu á að gagnkvæmu skuldbindingunum fylgdi aukið öryggi. „Þær gera okkur sem höfum yfir stóru umdæmi að ráða miklu tryggari þegar umferð fer að aukast hér, til dæmis flutningar á stórum olíuskipum og þegar ný svæði til vinnslu fara að opnast.“ Siglingar allt árið á norðurslóðum verða miklu fyrr en áður var talið, að sögn Össurar. „Samkvæmt því sem vísindamenn sýndu hér á ráðstefnunni gætu siglingar nánast allt árið orðið innan tíu ára í stað þrjátíu til fjörutíu ára eins og áður hafði verið áætlað. Ástæðan er sú að stór svæði munu bráðna algjörlega. Það sem er að vetrinum er bara lagnaðarís liðins árs og þegar er verið að byggja skip sem hæfa til þess konar flutninga.“ Um tímamótasamning er að ræða að mati fulltrúa aðildarríkjanna. „Þetta er mjög mikilvægur samningur, bæði vegna innihalds hans og vegna þess að eftir fundinn hér í Nuuk voru það almenn sammæli allra að samningurinn ætti að vera fordæmi fyrir fleiri samninga.“ Össur tók það fram að Íslendingar hefðu barist fyrir gerð samnings um mengunarvarnir. „Ég átti til dæmis orðaskipti við Rússa og þeir lýstu því yfir að þeir litu svo á að þessi samningur væri gegnumbrot og að í anda hans ætti að gera fleiri samninga, til dæmis samning um mengunarvarnir ef olíuslys yrðu. Það má segja að þegar Rússar eru komnir um borð í þetta er björninn unninn. Þetta verður næsta verk.“ ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira