Hagstjórnarmistök gætu leitt til hruns 13. maí 2011 04:30 rangt að hækka skatta í miðri kreppu Ragnar Árnason hagfræðiprófessor segir að allt hefði átt að gera til að koma fólki í vinnu. Þess í stað hafi bótakerfið verið styrkt og álögur á fyrirtæki verið auknar. Afleiðingin verði sú að atvinnuleysi aukist. Fréttablaðið/Anton Röng skattastefna vinstristjórnarinnar í dýpsta samdráttarskeiði landsins í tæp hundrað ár án hagvaxtar gæti valdið því að ríkið yrði gjaldþrota eftir þrjú til fjögur ár. Þetta fullyrðir Ragnar Árnason, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands. „Ríkið hækkar skatta og gjöld og leitar uppi nýja skattstofna. Það er ógn við framtak og atvinnurekstur,“ segir hann. Ragnar var með erindi um tengsl skatta og hagvaxtar á morgunverðarfundi Deloitte í gær ásamt Völu Valtýsdóttur, sviðsstjóra skatta- og lögfræðisviðs fyrirtækisins. Ragnar fór harkalegum orðum um stjórnvöld. Hann benti á að íslenskt hagkerfi hefði dregist saman um næstum ellefu prósent á síðastliðnum þremur árum, þar af um 3,5 prósent í fyrra. Hefði verið haldið rétt á spilunum hefði hagvöxtur þvert á móti getað orðið allt að 2,0 prósent í fyrra eins og í mörgum löndum hins vestræna heims. Háir vextir, gjaldeyrishöft, óstöðugleiki, árásir á grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og ráðaleysi stjórnvalda í mörgum málum hefðu hins vegar gert illt verra, í raun valdið því að hagvöxtur hefði orðið 5,5 prósentum lægri en ella og landsmenn því tapað áttatíu milljörðum króna, samkvæmt útreikningum hans. Ragnar sagði mikilvægt að gera allt til að byggja undir hagvöxt, þar á meðal að koma því fólki í vinnu sem vildi vinna. Hefði það verið gert í fyrra hefði hagvöxtur getað orðið sex til átta prósent, tekjur ríkisins aukist og stjórnvöld getað greitt niður skuldir. „Það er nauðsynlegt að gera vinnu ábatasamari. Allir þurfa að sjá sér hag í því að fara út á vinnumarkað,“ sagði Ragnar og bætti við að í stað þess að lokka fólk út á vinnumarkað hefði bótakerfið verið styrkt og auknar byrðar verið lagðar á herðar atvinnurekenda. Það skilaði þveröfugum áhrifum, fólk sæi hag sínum betur borgið að vera á atvinnuleysisbótum en í vinnu og fyrirtæki gætu ekki ráðið fólk vegna hækkunar á sköttum og gjöldum. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Sjá meira
Röng skattastefna vinstristjórnarinnar í dýpsta samdráttarskeiði landsins í tæp hundrað ár án hagvaxtar gæti valdið því að ríkið yrði gjaldþrota eftir þrjú til fjögur ár. Þetta fullyrðir Ragnar Árnason, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands. „Ríkið hækkar skatta og gjöld og leitar uppi nýja skattstofna. Það er ógn við framtak og atvinnurekstur,“ segir hann. Ragnar var með erindi um tengsl skatta og hagvaxtar á morgunverðarfundi Deloitte í gær ásamt Völu Valtýsdóttur, sviðsstjóra skatta- og lögfræðisviðs fyrirtækisins. Ragnar fór harkalegum orðum um stjórnvöld. Hann benti á að íslenskt hagkerfi hefði dregist saman um næstum ellefu prósent á síðastliðnum þremur árum, þar af um 3,5 prósent í fyrra. Hefði verið haldið rétt á spilunum hefði hagvöxtur þvert á móti getað orðið allt að 2,0 prósent í fyrra eins og í mörgum löndum hins vestræna heims. Háir vextir, gjaldeyrishöft, óstöðugleiki, árásir á grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og ráðaleysi stjórnvalda í mörgum málum hefðu hins vegar gert illt verra, í raun valdið því að hagvöxtur hefði orðið 5,5 prósentum lægri en ella og landsmenn því tapað áttatíu milljörðum króna, samkvæmt útreikningum hans. Ragnar sagði mikilvægt að gera allt til að byggja undir hagvöxt, þar á meðal að koma því fólki í vinnu sem vildi vinna. Hefði það verið gert í fyrra hefði hagvöxtur getað orðið sex til átta prósent, tekjur ríkisins aukist og stjórnvöld getað greitt niður skuldir. „Það er nauðsynlegt að gera vinnu ábatasamari. Allir þurfa að sjá sér hag í því að fara út á vinnumarkað,“ sagði Ragnar og bætti við að í stað þess að lokka fólk út á vinnumarkað hefði bótakerfið verið styrkt og auknar byrðar verið lagðar á herðar atvinnurekenda. Það skilaði þveröfugum áhrifum, fólk sæi hag sínum betur borgið að vera á atvinnuleysisbótum en í vinnu og fyrirtæki gætu ekki ráðið fólk vegna hækkunar á sköttum og gjöldum. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Sjá meira