Innlent

Villandi og rangar fullyrðingar

Dagblöð Rúmlega ár tók að fá niðurstöðu Neytendastofu um auglýsingar um lestur dagblaða.Fréttablaðið/Anton
Dagblöð Rúmlega ár tók að fá niðurstöðu Neytendastofu um auglýsingar um lestur dagblaða.Fréttablaðið/Anton
Neytendastofa hefur bannað Morgunblaðinu að birta auglýsingar með samanburði við Fréttablaðið vegna villandi framsetningar og rangra fullyrðinga sem fram komu í auglýsingunum. Neytendastofa tók ríflega ár í að úrskurða um auglýsingarnar, sem hafa ekki verið í umferð í rúmt ár.

Í auglýsingum Morgunblaðsins voru að mati Neytendastofu rangar fullyrðingar um að Fréttablaðinu sé aðeins dreift á hluta höfuðborgarsvæðisins og Akureyri. Í ákvörðun Neytendastofu segir að hlutfallið sé svo hátt að orðalagið í auglýsingunum sé rangt.

Neytendastofa telur einnig rangt að fullyrða að fólk verji stuttum tíma í að lesa Fréttablaðið en mun lengri tíma í að lesa Morgunblaðið. Munurinn sé minni en svo að þessi fullyrðing standist. Þá gerir Neytendastofa einnig athugasemdir við að borinn sé saman heildarlestur yfir vikuna á sex tölublöðum Fréttablaðsins en sjö tölublöðum Morgunblaðsins.

Að lokum telur Neytendastofa að framsetning í sjónvarpsauglýsingum á hraðabreytingum, sem sýna áttu muninn á lestrartíma blaðanna, hafi verið villandi. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×