Innlent

Karlmanni dæmdar bætur í kjölfar mansalsmáls

Héraðsdómur Reykjavíkur
Taldi manninn hafa borið skaða af gæsluvarðhaldinu.
Héraðsdómur Reykjavíkur Taldi manninn hafa borið skaða af gæsluvarðhaldinu.
Íslenska ríkið hefur verið dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða íslenskum karlmanni 600 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í um það bil tvo sólarhringa vegna rannsóknar lögreglu á mansalsmáli og hafði krafist sjö milljóna í bætur.

Málið sem um ræðir hófst þegar nítján ára stúlka frá Litháen kom hingað í október 2009. Fimm Litháar voru dæmdir í fangelsi fyrir mansal, en Íslendingur sýknaður.

Lögreglan á Suðurnesjum gerði húsleit hjá þeim sem nú fær bætur í tengslum við málið, hleraði síma hans og handtók hann síðan vegna gruns um aðild að mansalsmálinu.

Héraðsdómur úrskurðaði manninn í vikulangt gæsluvarðhald en Hæstiréttur felldi úrskurðinn úr gildi tveimur dögum síðar. Mál gegn manninum var síðan fellt niður.

Í dómi héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi fundið fyrir miklum kvíða eftir að hann var látinn laus úr gæsluvarðhaldi og ekki getað sofið eftir það. Hann hafi verið í miklu tilfinningalegu uppnámi og notað um skeið svefnlyf og kvíðastillandi lyf.

Hann krafðist 7 milljóna króna í bætur en dómurinn taldi hæfilegar miskabætur 600 þúsund krónur.

- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×