Innlent

Tilskipun kallaði á könnun

Í kjötborðinu Rannsókn MAST sýnir að hvorki finnst salmonella né E. coli 0157:H7 á íslenskum nautgripabúum.
Í kjötborðinu Rannsókn MAST sýnir að hvorki finnst salmonella né E. coli 0157:H7 á íslenskum nautgripabúum.
Hvorki er að finna salmonellu né E. coli sýkingu í nautgripabúum hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar.

Sýni voru tekin á 169 nautgripabúum í sjö héraðsdýralæknaumdæmum á tímabilinu janúar 2010 til janúar 2011.

Fram kemur í skýrslunni að slík könnun hafi ekki áður verið gerð hér á landi, en hana hafi þurft áður en komið gæti til innleiðingar Evróputilskipunarinnar 2003/99/EC.

Niðurstöðunni er fagnað á vef Landssambands kúabænda.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×