Innlent

Pítsustaðir í viðbragðsstöðu

Vinir Sjonna.
Vinir Sjonna.
Pítsustaðir og snakkframleiðendur eru í viðbragðsstöðu eftir frækinn árangur Vina Sjonna í undankeppni Eurovision á þriðjudaginn.

Sigurjón Dagbjartsson, framkvæmdastjóri Iðnmarks, sem framleiðir Stjörnusnakk, segist búast við allavega 80 prósent söluaukningu um helgina. „Það er búið að hækka framleiðslustig um 40 prósent,“ segir hann.

„Það er partí í öðru hverju húsi og stemning í landanum, sérstaklega vegna þess að við komumst áfram.“

Ásdís Þrá Höskuldsdóttir, framkvæmdastjóri Dominos, tekur í sama steng. Hún segir að sérstakur viðbúnaður verði um helgina og starfsmenn verði fleiri en ella.

„Þetta er mjög mismunandi, en aukningin getur orðið 40 til 50 prósent. Þetta er ein af stærstu helgum ársins fyrir utan megavikurnar okkar.“- afb /




Fleiri fréttir

Sjá meira


×