Ekkja Stiegs Larsson í Norræna húsinu 12. maí 2011 07:00 Eva Gabrielsson Bjó með Stieg Larsson áratugum saman þar til hann féll frá 2004. Hún ræðir meðal annars samband þeirra og erfðadeiluna í kvöld. Sænski rithöfundurinn Eva Gabrielsson verður gestur á höfundakvöldi í Norræna húsinu í kvöld. Gabrielsson er ekkja Stiegs Larsson, höfundar Millennium-þríleiksins sem hefur farið sigurför um heiminn. Eftir fráfall Larssons lenti Gabrielsson í deilum við fjölskyldu hans um réttinn á bókum hans. Parið hafði verið í sambúð um áratuga skeið en þar sem þau gengu aldrei formlega í hnapphelduna erfði fjölskylda Larssons réttinn á bókum hans með tilheyrandi auðæfum. Gabrielsson ræðir meðal annars þetta mál í spjalli við Þóru Arnórsdóttur í Norræna húsinu í kvöld. Gabrielsson hefur skrifað tvær bækur tengdar þessu máli, sem báðar komu út í fyrra: „Sambo: ensammare än du tror“ sem fjallar um vandamál tengd reglum eða lögum um sambúð og bókina: „Millennium, Stieg & jag“. Í síðarnefndu bókinni fjallar Gabrielsson um hvernig Millennium-trílógían varð til, tímann fyrir andlát Stiegs Larsson og erfðadeiluna við ættingja hans. Þar kemur einnig fram að ýmislegt í bókunum megi rekja til sambands þeirra; hún geti oft ekki sagt með vissu hvað sé nákvæmlega frá honum komið og hvað frá henni. Þá gagnrýnir hún „Stieg Larsson iðnaðinn“, sem hún kallar svo, sem hefur stigmagnast með árunum, ekki síst í Bandaríkjunum, og nær senn hámarki með þremur Hollywood-myndum byggðum á þríleiknum. Norræna húsið og Bjartur standa saman að komu Gabrielsson hingað til lands. Höfundakvöld Norræna hússins eru á hverju fimmtudagskvöldi til 9. júní næstkomandi. Meðal væntanlegra gesta eru Svíinn Kasja Ingemarsson, Naja Marie Aidt frá Danmörku og norsk-danski höfundurinn Beate Grimsrud, sem þótti líkleg til að hreppa Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs á dögunum. Dagskráin hefst klukkan 20 í kvöld og er öllum opin.- bs Menning Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sænski rithöfundurinn Eva Gabrielsson verður gestur á höfundakvöldi í Norræna húsinu í kvöld. Gabrielsson er ekkja Stiegs Larsson, höfundar Millennium-þríleiksins sem hefur farið sigurför um heiminn. Eftir fráfall Larssons lenti Gabrielsson í deilum við fjölskyldu hans um réttinn á bókum hans. Parið hafði verið í sambúð um áratuga skeið en þar sem þau gengu aldrei formlega í hnapphelduna erfði fjölskylda Larssons réttinn á bókum hans með tilheyrandi auðæfum. Gabrielsson ræðir meðal annars þetta mál í spjalli við Þóru Arnórsdóttur í Norræna húsinu í kvöld. Gabrielsson hefur skrifað tvær bækur tengdar þessu máli, sem báðar komu út í fyrra: „Sambo: ensammare än du tror“ sem fjallar um vandamál tengd reglum eða lögum um sambúð og bókina: „Millennium, Stieg & jag“. Í síðarnefndu bókinni fjallar Gabrielsson um hvernig Millennium-trílógían varð til, tímann fyrir andlát Stiegs Larsson og erfðadeiluna við ættingja hans. Þar kemur einnig fram að ýmislegt í bókunum megi rekja til sambands þeirra; hún geti oft ekki sagt með vissu hvað sé nákvæmlega frá honum komið og hvað frá henni. Þá gagnrýnir hún „Stieg Larsson iðnaðinn“, sem hún kallar svo, sem hefur stigmagnast með árunum, ekki síst í Bandaríkjunum, og nær senn hámarki með þremur Hollywood-myndum byggðum á þríleiknum. Norræna húsið og Bjartur standa saman að komu Gabrielsson hingað til lands. Höfundakvöld Norræna hússins eru á hverju fimmtudagskvöldi til 9. júní næstkomandi. Meðal væntanlegra gesta eru Svíinn Kasja Ingemarsson, Naja Marie Aidt frá Danmörku og norsk-danski höfundurinn Beate Grimsrud, sem þótti líkleg til að hreppa Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs á dögunum. Dagskráin hefst klukkan 20 í kvöld og er öllum opin.- bs
Menning Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira