Ekkja Stiegs Larsson í Norræna húsinu 12. maí 2011 07:00 Eva Gabrielsson Bjó með Stieg Larsson áratugum saman þar til hann féll frá 2004. Hún ræðir meðal annars samband þeirra og erfðadeiluna í kvöld. Sænski rithöfundurinn Eva Gabrielsson verður gestur á höfundakvöldi í Norræna húsinu í kvöld. Gabrielsson er ekkja Stiegs Larsson, höfundar Millennium-þríleiksins sem hefur farið sigurför um heiminn. Eftir fráfall Larssons lenti Gabrielsson í deilum við fjölskyldu hans um réttinn á bókum hans. Parið hafði verið í sambúð um áratuga skeið en þar sem þau gengu aldrei formlega í hnapphelduna erfði fjölskylda Larssons réttinn á bókum hans með tilheyrandi auðæfum. Gabrielsson ræðir meðal annars þetta mál í spjalli við Þóru Arnórsdóttur í Norræna húsinu í kvöld. Gabrielsson hefur skrifað tvær bækur tengdar þessu máli, sem báðar komu út í fyrra: „Sambo: ensammare än du tror“ sem fjallar um vandamál tengd reglum eða lögum um sambúð og bókina: „Millennium, Stieg & jag“. Í síðarnefndu bókinni fjallar Gabrielsson um hvernig Millennium-trílógían varð til, tímann fyrir andlát Stiegs Larsson og erfðadeiluna við ættingja hans. Þar kemur einnig fram að ýmislegt í bókunum megi rekja til sambands þeirra; hún geti oft ekki sagt með vissu hvað sé nákvæmlega frá honum komið og hvað frá henni. Þá gagnrýnir hún „Stieg Larsson iðnaðinn“, sem hún kallar svo, sem hefur stigmagnast með árunum, ekki síst í Bandaríkjunum, og nær senn hámarki með þremur Hollywood-myndum byggðum á þríleiknum. Norræna húsið og Bjartur standa saman að komu Gabrielsson hingað til lands. Höfundakvöld Norræna hússins eru á hverju fimmtudagskvöldi til 9. júní næstkomandi. Meðal væntanlegra gesta eru Svíinn Kasja Ingemarsson, Naja Marie Aidt frá Danmörku og norsk-danski höfundurinn Beate Grimsrud, sem þótti líkleg til að hreppa Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs á dögunum. Dagskráin hefst klukkan 20 í kvöld og er öllum opin.- bs Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Sænski rithöfundurinn Eva Gabrielsson verður gestur á höfundakvöldi í Norræna húsinu í kvöld. Gabrielsson er ekkja Stiegs Larsson, höfundar Millennium-þríleiksins sem hefur farið sigurför um heiminn. Eftir fráfall Larssons lenti Gabrielsson í deilum við fjölskyldu hans um réttinn á bókum hans. Parið hafði verið í sambúð um áratuga skeið en þar sem þau gengu aldrei formlega í hnapphelduna erfði fjölskylda Larssons réttinn á bókum hans með tilheyrandi auðæfum. Gabrielsson ræðir meðal annars þetta mál í spjalli við Þóru Arnórsdóttur í Norræna húsinu í kvöld. Gabrielsson hefur skrifað tvær bækur tengdar þessu máli, sem báðar komu út í fyrra: „Sambo: ensammare än du tror“ sem fjallar um vandamál tengd reglum eða lögum um sambúð og bókina: „Millennium, Stieg & jag“. Í síðarnefndu bókinni fjallar Gabrielsson um hvernig Millennium-trílógían varð til, tímann fyrir andlát Stiegs Larsson og erfðadeiluna við ættingja hans. Þar kemur einnig fram að ýmislegt í bókunum megi rekja til sambands þeirra; hún geti oft ekki sagt með vissu hvað sé nákvæmlega frá honum komið og hvað frá henni. Þá gagnrýnir hún „Stieg Larsson iðnaðinn“, sem hún kallar svo, sem hefur stigmagnast með árunum, ekki síst í Bandaríkjunum, og nær senn hámarki með þremur Hollywood-myndum byggðum á þríleiknum. Norræna húsið og Bjartur standa saman að komu Gabrielsson hingað til lands. Höfundakvöld Norræna hússins eru á hverju fimmtudagskvöldi til 9. júní næstkomandi. Meðal væntanlegra gesta eru Svíinn Kasja Ingemarsson, Naja Marie Aidt frá Danmörku og norsk-danski höfundurinn Beate Grimsrud, sem þótti líkleg til að hreppa Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs á dögunum. Dagskráin hefst klukkan 20 í kvöld og er öllum opin.- bs
Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira