Innlent

Afstaða tekin til einstakra kafla

Á fundi samninganefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu í mars kom fram að tímabært væri að móta samningsafstöðu Íslands til einstakra kafla aðildarviðræðna Íslands og ESB.

Rýniferli, þar sem borin er saman löggjöf Íslands og ESB, lýkur um miðjan júní og eiginlegar aðildarviðræður hefjast í framhaldinu.

Samninganefndin kveður mikilvægt að skoða hugsanleg samningsatriði heildstætt til að ná sem bestum samningi með heildarhagsmuni í huga.- kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×