Innlent

Mývatn og Laxá fá loksins skjól

Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra undirritar verndaráætlun Mývatns og Laxár í Mývatnsstofu á laugardag.

Unnið hefur verið að verndaráætluninni um nokkurt skeið en áætlunin leggur traustan grunn að verndun og uppbyggingu á svæðinu og markar tímamót í verndun Mývatns og Laxár.

Lífríki Mývatns er einstætt og er talið að þar haldi sig fleiri andategundir en á nokkrum öðrum stað á jörðinni. Í Mývatnssveit er náttúrufar afar fjölbreytt og landslag sérstætt. Mývatn og Laxá eru á skrá um alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði, samkvæmt Ramsar- sáttmálanum.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×