Nær að fjölga hreindýrum en hækka veiðileyfin 12. maí 2011 07:00 Elvar Árni Lund Mörgum þykir þegar nóg um greiðan aðgang útlendinga að hreindýraveiðum á Íslandi, segir formaður Skotveiðifélags Íslands. Mynd/Engilbert Hafsteinsson „Það er algjör firra að hér verði seld þúsund hreindýraveiðileyfi á uppsprengdu verði,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, um fullyrðingar tveggja háskólamanna á Akureyri um að hægt verði að fá mun meiri tekjur af hreindýrum með því að selja leyfin hæstbjóðanda í stað þess að úthluta þeim á föstu verði. Elvar segir Skotveiðifélag Íslands – Skotvís hafa átt stóran þátt í því að sala á hreindýraveiðileyfum var opnuð fyrir almenningi á sínum tíma. „Fram að því höfðu aðeins fáir útvaldir leyfi til að veiða hreindýr á Íslandi,“ segir Elvar og bendir á að hreindýrin séu í eigu þjóðarinnar. Um þau gildi það sama og um fugla að enginn landeigandi eða annar geti gert sérstakt tilkall til þeirra. Elvar kveðst telja að hreindýraveiðar á hóflegu verði séu forréttindi sem almenningur eigi að fá að njóta. Erlendir veiðimenn standi jafnfætis Íslendingum varðandi möguleika á að sækja um veiðileyfi. „Mörgum þykir þegar nóg um og má benda á að víða erlendis eru erlendir veiðimenn krafðir um hærra verð fyrir veiðileyfi en heimamenn,“ segir hann. Þá segir Elvar Íslendinga geta án mikillar fyrirhafnar gert sér mun meiri mat úr hreindýrastofninum en nú sé gert. „Sú hugmynd byggist á því að fjölga hreindýrum um norðanvert landið og jafnvel vestur á firði,“ segir formaður Skotvís. Hann bendir á að fjölgi hreindýrum þannig að núverandi eftirspurn sé mætt megi sjá fyrir sér að ferðaþjónustunni verði úthlutað veiðileyfum. Þau verði jafnvel hægt að bjóða ár fram í tímann og þá á hærra verði en almenningur væri krafinn um enda væri þeim leyfum úthlutað mun seinna. „Þangað til á verðið alls ekki að hækka enda eiga hreindýraveiðar að vera búsetutengd forréttindi sem allir íslenskir veiðimenn eiga að hafa tök á að stunda.“ Skotveiðimaðurinn Magnús Ársælsson segir hreindýraveiðina vera munað sem hann og félagar hans leyfi sér af takmörkuðum efnum. „Háskólamenntaðir á Akureyri segja að almúginn eigi ekkert að rembast þetta því þeir geti selt leyfin til útlendinga á þotum og til bankastjóra, stjórnarformanna og útrásarvíkinga. Það á ekki að gera hreindýraveiðar að útlendingasnobbi, þær eiga að vera fyrir hinn almenna Íslending,“ segir Magnús. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Sjá meira
„Það er algjör firra að hér verði seld þúsund hreindýraveiðileyfi á uppsprengdu verði,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, um fullyrðingar tveggja háskólamanna á Akureyri um að hægt verði að fá mun meiri tekjur af hreindýrum með því að selja leyfin hæstbjóðanda í stað þess að úthluta þeim á föstu verði. Elvar segir Skotveiðifélag Íslands – Skotvís hafa átt stóran þátt í því að sala á hreindýraveiðileyfum var opnuð fyrir almenningi á sínum tíma. „Fram að því höfðu aðeins fáir útvaldir leyfi til að veiða hreindýr á Íslandi,“ segir Elvar og bendir á að hreindýrin séu í eigu þjóðarinnar. Um þau gildi það sama og um fugla að enginn landeigandi eða annar geti gert sérstakt tilkall til þeirra. Elvar kveðst telja að hreindýraveiðar á hóflegu verði séu forréttindi sem almenningur eigi að fá að njóta. Erlendir veiðimenn standi jafnfætis Íslendingum varðandi möguleika á að sækja um veiðileyfi. „Mörgum þykir þegar nóg um og má benda á að víða erlendis eru erlendir veiðimenn krafðir um hærra verð fyrir veiðileyfi en heimamenn,“ segir hann. Þá segir Elvar Íslendinga geta án mikillar fyrirhafnar gert sér mun meiri mat úr hreindýrastofninum en nú sé gert. „Sú hugmynd byggist á því að fjölga hreindýrum um norðanvert landið og jafnvel vestur á firði,“ segir formaður Skotvís. Hann bendir á að fjölgi hreindýrum þannig að núverandi eftirspurn sé mætt megi sjá fyrir sér að ferðaþjónustunni verði úthlutað veiðileyfum. Þau verði jafnvel hægt að bjóða ár fram í tímann og þá á hærra verði en almenningur væri krafinn um enda væri þeim leyfum úthlutað mun seinna. „Þangað til á verðið alls ekki að hækka enda eiga hreindýraveiðar að vera búsetutengd forréttindi sem allir íslenskir veiðimenn eiga að hafa tök á að stunda.“ Skotveiðimaðurinn Magnús Ársælsson segir hreindýraveiðina vera munað sem hann og félagar hans leyfi sér af takmörkuðum efnum. „Háskólamenntaðir á Akureyri segja að almúginn eigi ekkert að rembast þetta því þeir geti selt leyfin til útlendinga á þotum og til bankastjóra, stjórnarformanna og útrásarvíkinga. Það á ekki að gera hreindýraveiðar að útlendingasnobbi, þær eiga að vera fyrir hinn almenna Íslending,“ segir Magnús. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Sjá meira