Innlent

Lögreglan vill tvo þjófa senda úr landi

Hörður 
Jóhannesson
Hörður Jóhannesson
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent Útlendingastofnun erindi þess efnis að tveir þjófar af erlendu bergi brotnir verði sendir úr landi. Þetta segir Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri.

Mennirnir sem um ræðir komu hingað til lands 1. maí síðastliðinn. Strax daginn eftir stálu þeir snyrtivörum úr verslun að verðmæti 37 þúsund krónur. Tveim dögum síðar tók lögregla þá þar sem þeir voru að stela vörum úr annarri verslun. Fannst varningurinn á þeim eftir að þeir höfðu verið færðir á lögreglustöð.

Við yfirheyrslur kom fram að mennirnir væru báðir peningalausir og dveldu saman í pínulitlu herbergi í Reykjavík. Hefðu þeir enga atvinnu og enga fjármuni til að framfleyta sér hér á landi. Mennirnir kváðust engin tengsl hafa við landið utan þau að annar þeirra sagðist eiga hér bróður.

Lögreglan lagði fram kröfu um gæsluvarðhald yfir mönnunum þegar þeir voru staðnir að síðari þjófnaðinum. Henni hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur staðfesti síðan þann úrskurð.

- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×