Innlent

Óttast loftmengun frá Gráuhnúkum

Hellisheiðarvirkjun Orkuveitan vill nýta jarðhita við Gráuhnúka í Hellisheiðarvirkjun og kveður þá vinnslu engin áhrif munu hafa á loftgæði. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis vill að fyrirtækið vinni nýja frummatsskýrslu.
Fréttablaðið/Vilhelm
Hellisheiðarvirkjun Orkuveitan vill nýta jarðhita við Gráuhnúka í Hellisheiðarvirkjun og kveður þá vinnslu engin áhrif munu hafa á loftgæði. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis vill að fyrirtækið vinni nýja frummatsskýrslu. Fréttablaðið/Vilhelm
Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis mótmælir þeirri fullyrðingu Orkuveitunnar að jarðhitanýting við Gráuhnúka muni engin áhrif hafa á loftgæði.

Skipulagsstofnun fól heilbrigðisnefndinni að veita umsögn um frummatsskýrslu Orkuveitunnar vegna fyrirhugaðrar vinnslu jarðhita við Gráuhnúka fyrir Hellisheiðarvirkjun.

Nefndin segir að viðhald loftgæða og endurheimt loftgæða hafi ekki fengið þá umfjöllun í frummatsskýrslu eins og óskað hafi verið eftir. Minna sé gert úr umhverfisáhrifum en efni standi til. Brennisteinsvetni í andrúmslofti hafi bein áhrif á heilsu og umhverfisgæði almennings í landinu. Tryggja verði lífsgæði almennings.

„Ekki er hægt að fallast á að loftmengun frá virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum verði til frambúðar við og yfir heilsuverndarmörkum í íbúðar- eða frístundabyggðum í Kópavogi,“ segir heilbrigðisnefndin og bendir á að lögum um umhverfisáhrif sé ætlað að draga eins og kostur sé úr neikvæðum umhverfisáhrifumframkvæmdar.

Frummatsskýrslan fullnægir ekki þeim skilyrðum og því ætti Skipulagsstofnun að skikka Orkuveituna til endurskoða skýrsluna frá grunni. Vegna samlegðaráhrifa og ófyrirséðra umhverfisáhrifa ætti að skoða ítarlega hvort ástæða sé til að setja orkuvinnslu og virkjanastaði á Hellisheiðarsvæðinu í sameiginlegt umhverfismat. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×