Golfheimurinn syrgir mikinn meistara 12. maí 2011 03:00 Goðsögn Seve Ballesteros verður lengi minnst fyrir afrek sín og frammistöðu á golfvellinum. Hér er hann í sveiflu á Wentworth árið 1978 þar sem hann var nær einráður um árabil á heimsmótinu í holukeppni.NordicPhotos/Getty Einn magnaðasti kylfingur allra tíma, Severiano Ballesteros, var lagður til hinstu hvílu í heimabæ sínum í gær. Hann lést, 54 ára að aldri, aðfaranótt laugardags eftir langvinna baráttu við krabbamein, en verður minnst fyrir afrek sín og hæfileika. Hann var einn dáðasti íþróttamaður sinnar kynslóðar og fyrirmynd kylfinga um allan heim. „Hann var náttúrlega fyrsti Evrópubúinn til að vinna Masters og í raun sá sem kom evrópsku golfi á kortið. Svo var hann frábær kylfingur, skemmtilegur karakter og elskaður af áhorfendum," segir Sigurður Pétursson, afrekskylfingur og golfkennari, í samtali við Fréttablaðið. Seve stökk með miklum látum inn á sjónarsviðið þar sem hann vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni árið 1976, 19 ára að aldri. Hann lét ekki staðar numið þar, heldur varð hann efstur á tekjulista mótaraðarinnar og það afrek endurtók hann næstu tvö ár. Strax var ljóst að stjarna var fædd, enda hafði Seve mikla útgeislun og lék af sannri ástríðu. Keppnisskapið og sigurviljinn var einstakur hjá honum, auk þess sem stutta spilið hjá honum var óviðjafnanlegt. Tiger Woods lét þau orð falla eftir andlátið að annar eins kylfingur og Seve myndi aldrei aftur koma fram. Lengi mætti telja upp afrek Seves, en til dæmis sigraði hann á fimm risamótum, þrisvar í Ryder-keppninni og alls 50 sinnum á Evrópumótaröðinni, sem eru fleiri sigrar en nokkur annar kylfingur getur státað af. Hann varð sex sinnum tekjuhæstur á mótaröðinni og þrisvar kylfingur ársins og trónaði á toppi heimslistans í 61 viku samtals á níunda áratugnum. Erfið bakmeiðsli settu mark sitt á seinni hluta ferils Seves þar sem hann landaði sínum síðasta sigri árið 1995. Eftir það fór að halla undan fæti og þrátt fyrir margar tilraunir til að snúa aftur hafði hann ekki erindi sem erfiði. Lokaafrekið á ferli hans var þegar hann stýrði Ryder-liði Evrópu til sigurs árið 1997. „Seve var mikill leiðtogi," bætir Sigurður við. „Það sást best í Ryder þegar hann reif liðið upp á rassinum þar." Seve hætti keppni endanlega árið 2007, en í október 2008 veiktist hann alvarlega og gekkst í framhaldinu undir aðgerðir og lyfjameðferð vegna heilaæxlis. Hann náði nokkrum bata um stund og var farinn að reyna sig aftur á golfvellinum, en hrakaði aftur eftir það. Allir helstu kylfingar heims hafa vottað Seve virðingu sína og sóttu margir útförina í gær. Hans verður lengi minnst, og nú er jafnvel talað um að mynd af honum verði sett í merki Evrópumótaraðarinnar. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Einn magnaðasti kylfingur allra tíma, Severiano Ballesteros, var lagður til hinstu hvílu í heimabæ sínum í gær. Hann lést, 54 ára að aldri, aðfaranótt laugardags eftir langvinna baráttu við krabbamein, en verður minnst fyrir afrek sín og hæfileika. Hann var einn dáðasti íþróttamaður sinnar kynslóðar og fyrirmynd kylfinga um allan heim. „Hann var náttúrlega fyrsti Evrópubúinn til að vinna Masters og í raun sá sem kom evrópsku golfi á kortið. Svo var hann frábær kylfingur, skemmtilegur karakter og elskaður af áhorfendum," segir Sigurður Pétursson, afrekskylfingur og golfkennari, í samtali við Fréttablaðið. Seve stökk með miklum látum inn á sjónarsviðið þar sem hann vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni árið 1976, 19 ára að aldri. Hann lét ekki staðar numið þar, heldur varð hann efstur á tekjulista mótaraðarinnar og það afrek endurtók hann næstu tvö ár. Strax var ljóst að stjarna var fædd, enda hafði Seve mikla útgeislun og lék af sannri ástríðu. Keppnisskapið og sigurviljinn var einstakur hjá honum, auk þess sem stutta spilið hjá honum var óviðjafnanlegt. Tiger Woods lét þau orð falla eftir andlátið að annar eins kylfingur og Seve myndi aldrei aftur koma fram. Lengi mætti telja upp afrek Seves, en til dæmis sigraði hann á fimm risamótum, þrisvar í Ryder-keppninni og alls 50 sinnum á Evrópumótaröðinni, sem eru fleiri sigrar en nokkur annar kylfingur getur státað af. Hann varð sex sinnum tekjuhæstur á mótaröðinni og þrisvar kylfingur ársins og trónaði á toppi heimslistans í 61 viku samtals á níunda áratugnum. Erfið bakmeiðsli settu mark sitt á seinni hluta ferils Seves þar sem hann landaði sínum síðasta sigri árið 1995. Eftir það fór að halla undan fæti og þrátt fyrir margar tilraunir til að snúa aftur hafði hann ekki erindi sem erfiði. Lokaafrekið á ferli hans var þegar hann stýrði Ryder-liði Evrópu til sigurs árið 1997. „Seve var mikill leiðtogi," bætir Sigurður við. „Það sást best í Ryder þegar hann reif liðið upp á rassinum þar." Seve hætti keppni endanlega árið 2007, en í október 2008 veiktist hann alvarlega og gekkst í framhaldinu undir aðgerðir og lyfjameðferð vegna heilaæxlis. Hann náði nokkrum bata um stund og var farinn að reyna sig aftur á golfvellinum, en hrakaði aftur eftir það. Allir helstu kylfingar heims hafa vottað Seve virðingu sína og sóttu margir útförina í gær. Hans verður lengi minnst, og nú er jafnvel talað um að mynd af honum verði sett í merki Evrópumótaraðarinnar. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira