Vilja auka útflutning lambakjöts um rúmlega helming 12. maí 2011 05:45 Þverárfellsréttir Evrópusambandið flytur inn nálægt 300 þúsund tonnum af kjöti árlega og því myndi rúmlega tvö þúsund tonna aukning innflutnings héðan ekki vera nema sem dropi í hafið.Fréttablaðið/Valli Líkur eru á að kvótinn, sem flytja má inn af íslensku lambakjöti til ríkja Evrópusambandsins (ESB) án þess að greiða toll, verði fullnýttur áður en langt er liðið á haustið. Samkvæmt heimildum blaðsins eru hafnar fyrstu þreifingar í þá átt að auka kvótann. Í byrjun vikunnar fóru fulltrúar stjórnvalda til Brussel með það fyrir augum að kanna vilja framkvæmdastjórnar ESB til þess að auka tollfrjálsa kvótann úr 1.850 tonnum í allt að 4.000 tonn. Formlegar viðræður um málið hafa samt ekki verið boðaðar. Fulltrúum Íslands mun þó hafa verið ágætlega tekið og málið vera til frekari skoðunar. Ágúst Andrésson, forstöðumaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, segir landslagið í kjötútflutningsmálum gjörbreytt frá því sem var þegar menn þurftu að „fara á hnjánum" til að biðja um aukinn kvóta inn á Evrópumarkað því þar vanti nú lambakjöt á markað.Ágúst Andrésson.Samdráttur í stórum framleiðslulöndum á borð við Nýja-Sjáland og Ástralíu hafi gert það að verkum að kaupendur í ríkjum ESB hafi þrýst á framkvæmdastjórn sambandsins að heimila aukinn innflutning kjöts frá Íslandi. „Þeir hafa átt nokkra fundi með fulltrúum framkvæmdastjórnarinnar," segir Ágúst og kveður Samtök sláturleyfishafa hér jafnframt hafa óskað eftir því við stjórnvöld að hafnar yrðu viðræður um aukinn útflutning héðan. Hugmyndir séu uppi um að kvótinn verði aukinn í 4.000 tonn. „Slík aukning myndi hafa mikil áhrif hér heima og auka verulega tækifæri til framleiðsluaukningar, þótt hún yrði að sjálfsögðu í sátt og samlyndi við náttúruna," segir Ágúst, sem telur framfarir í beitarstýringu og á öðrum sviðum þýða að bændur gætu hér aukið framleiðslu umtalsvert. Aukningin væri hins vegar ekki nema dropi í hafið hvað ESB varðaði, sem í heild flytur inn um 300 þúsund tonn af kjöti árlega. Ágúst viðurkennir þó að hér kynni að verða einhver breyting á framboði með auknum útflutningi. „Það er bara einn hryggur á móti hverjum tveimur lærum," segir hann en áréttar að aldrei komi til þess að hér verði skortur á lambakjöti. „Það eru til aðrar sneiðar," segir hann og kveður framleiðsluna einnig munu smáaukast. - óká Fréttir Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Líkur eru á að kvótinn, sem flytja má inn af íslensku lambakjöti til ríkja Evrópusambandsins (ESB) án þess að greiða toll, verði fullnýttur áður en langt er liðið á haustið. Samkvæmt heimildum blaðsins eru hafnar fyrstu þreifingar í þá átt að auka kvótann. Í byrjun vikunnar fóru fulltrúar stjórnvalda til Brussel með það fyrir augum að kanna vilja framkvæmdastjórnar ESB til þess að auka tollfrjálsa kvótann úr 1.850 tonnum í allt að 4.000 tonn. Formlegar viðræður um málið hafa samt ekki verið boðaðar. Fulltrúum Íslands mun þó hafa verið ágætlega tekið og málið vera til frekari skoðunar. Ágúst Andrésson, forstöðumaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, segir landslagið í kjötútflutningsmálum gjörbreytt frá því sem var þegar menn þurftu að „fara á hnjánum" til að biðja um aukinn kvóta inn á Evrópumarkað því þar vanti nú lambakjöt á markað.Ágúst Andrésson.Samdráttur í stórum framleiðslulöndum á borð við Nýja-Sjáland og Ástralíu hafi gert það að verkum að kaupendur í ríkjum ESB hafi þrýst á framkvæmdastjórn sambandsins að heimila aukinn innflutning kjöts frá Íslandi. „Þeir hafa átt nokkra fundi með fulltrúum framkvæmdastjórnarinnar," segir Ágúst og kveður Samtök sláturleyfishafa hér jafnframt hafa óskað eftir því við stjórnvöld að hafnar yrðu viðræður um aukinn útflutning héðan. Hugmyndir séu uppi um að kvótinn verði aukinn í 4.000 tonn. „Slík aukning myndi hafa mikil áhrif hér heima og auka verulega tækifæri til framleiðsluaukningar, þótt hún yrði að sjálfsögðu í sátt og samlyndi við náttúruna," segir Ágúst, sem telur framfarir í beitarstýringu og á öðrum sviðum þýða að bændur gætu hér aukið framleiðslu umtalsvert. Aukningin væri hins vegar ekki nema dropi í hafið hvað ESB varðaði, sem í heild flytur inn um 300 þúsund tonn af kjöti árlega. Ágúst viðurkennir þó að hér kynni að verða einhver breyting á framboði með auknum útflutningi. „Það er bara einn hryggur á móti hverjum tveimur lærum," segir hann en áréttar að aldrei komi til þess að hér verði skortur á lambakjöti. „Það eru til aðrar sneiðar," segir hann og kveður framleiðsluna einnig munu smáaukast. - óká
Fréttir Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira