Hlutur einkageirans of rýr 11. maí 2011 06:00 Finnur oddsson Verk að vinna Viðskiptaráð Íslands segir áhyggjuefni að vegur opinbera geirans í íslensku atvinnulífi sé að vaxa í hlutfalli við einkageirann. Fréttablaðið/VAlli Viðskiptaráð Íslands (VÍ) hefur áhyggjur af vexti hins opinbera miðað við einkageirann. Hlutfallið milli geiranna hefur aukist um fimmtung frá árunum fyrir hrun. Í Skoðun, fréttabréfi VÍ, sem kemur út í dag, er sett fram ákveðin aðferð til að meta styrk hagkerfisins til að standa undir opinberri þjónustu. Með svonefndum stuðningsstuðli atvinnulífsins er fjöldi starfsfólks í einkageiranum borinn saman við þá sem hafa framfæri sitt af hinu opinbera, hvort sem er í formi launagreiðslna eða bóta. Á síðasta ári var hlutfallið 1,54 opinbera geiranum í hag þar sem 125 þúsund starfsmenn voru á almennum vinnumarkaði á móti rúmlega 190 þúsund manns sem studdir voru með opinberu fjármagni, það er opinberir starfsmenn, atvinnulausir og aðrir einstaklingar utan vinnumarkaðar. Það er nær fimmtungi hærra hlutfall en var árið 2007 þegar stuðullinn var 1,29. Að mati VÍ ber lægri stuðull vitni um sterkara hagkerfi, og því er hækkunin sem hefur orðið að undanförnu nokkurt áhyggjuefni. „Við erum nú með opinberan geira sem er í samræmi við umsvif atvinnulífs eins og það var á bólutímanum," segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri VÍ, í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum, eins og margir aðrir, kallað eftir því að opinber rekstur verði færður til baka í samræmi við núverandi efnahagsaðstæður. Það verður sársaukafull aðgerð, en því hraðar sem það gengur, þeim mun sterkara verður hagkerfið á eftir." Finnur leggur þó áherslu á að með þessum orðum sé ekki gert lítið úr mikilvægi opinberrar þjónustu eða velferðarkerfisins. Í fréttabréfinu sé einmitt lögð áhersla á að atvinnulíf og heimilin í landinu séu ekki tveir aðskildir hópar, heldur séu hagsmunir þeirra samtvinnaðir. Hagsæld til lengri tíma byggist hins vegar á öflugum einkageira sem sé forsenda þess að hið opinbera geti veitt nauðsynlega þjónustu. „Atvinnurekstur á einkareknum forsendum mun á endanum draga hagkerfið upp úr kreppunni og skapa verðmæti til að standa undir lífsgæðum og velferð," segir Finnur. Hann bætir því við að hjálplegt væri ef „umræða um atvinnumál endurspeglaði þetta samhengi í meiri mæli og að í aðgerðum stjórnvalda fælist hvatning til atvinnurekstrar frekar en hitt". thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Verk að vinna Viðskiptaráð Íslands segir áhyggjuefni að vegur opinbera geirans í íslensku atvinnulífi sé að vaxa í hlutfalli við einkageirann. Fréttablaðið/VAlli Viðskiptaráð Íslands (VÍ) hefur áhyggjur af vexti hins opinbera miðað við einkageirann. Hlutfallið milli geiranna hefur aukist um fimmtung frá árunum fyrir hrun. Í Skoðun, fréttabréfi VÍ, sem kemur út í dag, er sett fram ákveðin aðferð til að meta styrk hagkerfisins til að standa undir opinberri þjónustu. Með svonefndum stuðningsstuðli atvinnulífsins er fjöldi starfsfólks í einkageiranum borinn saman við þá sem hafa framfæri sitt af hinu opinbera, hvort sem er í formi launagreiðslna eða bóta. Á síðasta ári var hlutfallið 1,54 opinbera geiranum í hag þar sem 125 þúsund starfsmenn voru á almennum vinnumarkaði á móti rúmlega 190 þúsund manns sem studdir voru með opinberu fjármagni, það er opinberir starfsmenn, atvinnulausir og aðrir einstaklingar utan vinnumarkaðar. Það er nær fimmtungi hærra hlutfall en var árið 2007 þegar stuðullinn var 1,29. Að mati VÍ ber lægri stuðull vitni um sterkara hagkerfi, og því er hækkunin sem hefur orðið að undanförnu nokkurt áhyggjuefni. „Við erum nú með opinberan geira sem er í samræmi við umsvif atvinnulífs eins og það var á bólutímanum," segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri VÍ, í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum, eins og margir aðrir, kallað eftir því að opinber rekstur verði færður til baka í samræmi við núverandi efnahagsaðstæður. Það verður sársaukafull aðgerð, en því hraðar sem það gengur, þeim mun sterkara verður hagkerfið á eftir." Finnur leggur þó áherslu á að með þessum orðum sé ekki gert lítið úr mikilvægi opinberrar þjónustu eða velferðarkerfisins. Í fréttabréfinu sé einmitt lögð áhersla á að atvinnulíf og heimilin í landinu séu ekki tveir aðskildir hópar, heldur séu hagsmunir þeirra samtvinnaðir. Hagsæld til lengri tíma byggist hins vegar á öflugum einkageira sem sé forsenda þess að hið opinbera geti veitt nauðsynlega þjónustu. „Atvinnurekstur á einkareknum forsendum mun á endanum draga hagkerfið upp úr kreppunni og skapa verðmæti til að standa undir lífsgæðum og velferð," segir Finnur. Hann bætir því við að hjálplegt væri ef „umræða um atvinnumál endurspeglaði þetta samhengi í meiri mæli og að í aðgerðum stjórnvalda fælist hvatning til atvinnurekstrar frekar en hitt". thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira