Biskupinn fékk bréf til andmæla 11. maí 2011 07:00 karl sigurbjörnsson Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, var einn þeirra sem fengu sent bréf til andmæla frá rannsóknarnefnd þjóðkirkjunnar um síðustu mánaðamót. Þetta fékkst staðfest hjá Biskupsstofu í gær. Rannsóknarnefndin sendi út bréf til þeirra sem hún telur að hafi gerst sekir um þöggun, vanrækslu eða mistök í starfi þegar konur leituðu aðstoðar kirkjunnar vegna meintra kynferðisbrota Ólafs Skúlasonar, fyrrum biskups. Bréfin voru send út laust fyrir síðustu mánaðamót og hafa þeir sem þau fengu um tvær vikur til þess að svara þeim. Hugsanlegt er að nefndin breyti niðurstöðum sínum með hliðsjón af andmælunum. Ekki var hægt að fá samband við biskup þegar Fréttablaðið ræddi við Biskupsstofu. Ragnhildur Benediktsdóttir skrifstofustjóri segir málið alfarið vera í höndum rannsóknarnefndarinnar og ekki tengt stofnuninni á nokkurn hátt. Hún staðfestir þó að biskupinn hafi verið einn þeirra sem fengu sent bréf til andmæla. „Já, hann fékk bréf eins og allir aðrir. Það er verið að vinna í að svara því og því er að ljúka,“ segir hún. Ekki hefur fengist uppgefið hversu mörg bréf voru send út. Það eina sem hefur fengist staðfest er að bréfin voru fleiri en eitt og fáeinir einstaklingar hafa svarað nú þegar. Í samtali við Fréttablaðið á laugardaginn sagði Róbert R. Spanó, formaður nefndarinnar, að unnið verði að skýrslugerð þegar öll svör hafa borist. Nefndin stefnir að því að ljúka störfum fyrir miðjan næsta mánuð.- sv Fréttir Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, var einn þeirra sem fengu sent bréf til andmæla frá rannsóknarnefnd þjóðkirkjunnar um síðustu mánaðamót. Þetta fékkst staðfest hjá Biskupsstofu í gær. Rannsóknarnefndin sendi út bréf til þeirra sem hún telur að hafi gerst sekir um þöggun, vanrækslu eða mistök í starfi þegar konur leituðu aðstoðar kirkjunnar vegna meintra kynferðisbrota Ólafs Skúlasonar, fyrrum biskups. Bréfin voru send út laust fyrir síðustu mánaðamót og hafa þeir sem þau fengu um tvær vikur til þess að svara þeim. Hugsanlegt er að nefndin breyti niðurstöðum sínum með hliðsjón af andmælunum. Ekki var hægt að fá samband við biskup þegar Fréttablaðið ræddi við Biskupsstofu. Ragnhildur Benediktsdóttir skrifstofustjóri segir málið alfarið vera í höndum rannsóknarnefndarinnar og ekki tengt stofnuninni á nokkurn hátt. Hún staðfestir þó að biskupinn hafi verið einn þeirra sem fengu sent bréf til andmæla. „Já, hann fékk bréf eins og allir aðrir. Það er verið að vinna í að svara því og því er að ljúka,“ segir hún. Ekki hefur fengist uppgefið hversu mörg bréf voru send út. Það eina sem hefur fengist staðfest er að bréfin voru fleiri en eitt og fáeinir einstaklingar hafa svarað nú þegar. Í samtali við Fréttablaðið á laugardaginn sagði Róbert R. Spanó, formaður nefndarinnar, að unnið verði að skýrslugerð þegar öll svör hafa borist. Nefndin stefnir að því að ljúka störfum fyrir miðjan næsta mánuð.- sv
Fréttir Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira